Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 56
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórhildar Elínar Elínardóttur Stundum er fullyrt að með hækkandi aldri fylgi ákveðin fríðindi. Þá er ekki verið að vísa í forréttindi ellilífeyrisþega sem fá afslátt í sund og ókeypis rútuferð- ir í Bónus, heldur sérstaka tegund af sálarró sem kemur ekki sjálf- krafa en eykst samkvæmt kenn- ingunni í réttu hlutfalli við fjölg- andi hrukkur. Þessi innri friður er niðurstaða marga ára sjálfsgagn- rýni sem hundeltir konur frekar en karla vegna þess að við erum svo meðvirkar, það er löng hefð fyrir því. NIÐURRIF sjálfsins styðst fram- an af við sífelldar leiðbeiningar til dæmis kvennablaða um hvernig við getum orðið nógu mjóar til að komast í kjólinn eða á almennilegt deit, náð í kærasta, fengið betri fullnægingar, orðið þolinmóðari mæður, frumlegri kokkar og blás- ið lífi í glæðurnar. Aldrei alveg nógu góðar þræðum við delluna og reynum í gríð og erg að tileinka okkur trixin. Þar til sannleikurinn opinberast seint og um síðir: Okkur mun aldrei takast þetta. ÞÁ er ekki um annað að ræða en að sætta sig við orðinn hlut. Við erum semsagt akkúrat svona eða hinsegin gerðar, getum snikkað okkur dálítið til og frá en hvorki skipt um ham né persónuleika, sama hvað. En ef við komumst yfir vonbrigðin á annað borð, fylg- ir í kjölfarið umrædd sálarró blandin góðlátlegri kímni í garð þeirra sem enn hafa ekki séð ljós- ið. EINMITT þegar við ætlum að fara að uppskera ávöxt áralangra sjálfspyntinga og njóta þess að vera ófullkomnar og skítsama, hefst næsti kafli áróðursstríðsins. Í unaðslega fallegri auglýsingu frá tryggingafélagi leynast eitruð skilaboð um allt sem við eigum að framkvæma fyrir fertugt. Það er að segja allt sem við ættum að vera búnar að gera en er nú orðið of seint. ÞAR sem við liggjum útflattar í lazyboyinum, alveg mátulega til- búnar í líf án samviskubits, kvikn- ar í maganum lævís ótti og grunur um yfirvofandi hörmungar. Sem fæst einmitt staðfestur í símtali við sölumann trygginga. Á undra- skömmum tíma breytist nýfengin vellíðan í sjokk yfir að hafa næst- um komið fjölskyldunni á vonarvöl með því að deyja ólíftryggðar. Því þótt óttinn við öryggisleysið verði seint friðaður getum við með hjálp tryggingafélags þó fengið tæki- færi til að andast rólegar. Sölumenn óttans RAV4 SPORT – með aukahlutapakka að verðmæti 235.000 kr. Fullbúinn RAV4 tryggir þér fleiri möguleika og færri hindranir á veginum. Nú bjóðum við RAV4 SPORT með veglegum aukahlutapakka, heilsársdekkjum, dráttarbeisli, krómgrilli, aurhlífum og skyggðum rúðum, að verðmæti 235.000 kr. Verð frá 3.120.000 kr.* Fáðu meira, komdu og reynsluaktu RAV4 SPORT ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 10 68 0 2/ 08 www.toyota.is Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 420-6600 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Toyota Austurlandi Miðási 2 Egilsstaðir Sími: 470-5070 *Bíll á mynd er RAV4 GX og kostar 3.400.000 kr. Í dag er miðvikudagurinn 13. febrúar, 44. dagur ársins. 9:32 13:41 17:53 9:25 13:27 17:29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.