Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 1
Evran í hundraðkallinn | Gengi evrunnar fór í gær í fyrsta sinn yfir hundrað krónur. Þegar evran tók fyrst gildi 5. janúar árið 1999 var gengi hennar áttatíu og ein króna. Börn í bisness | Nær 200.000 dönsk börn, undir 16 ára aldri, stunda kauphallarviðskipti. Og ef bætt er við unglingum upp að 19 ára aldri er fjöldinn 250.000. Að meðaltali fjárfestir hvert barn í þessum hópi fyrir 35.000 dkr. eða rúmlega 400.000 kr. Hröð kólnun | „Núverandi vaxta- stefna Seðlabanka er nær örugg leið að mjög harðri lendingu og hættulega nærri fjármálaóstöðug- leika ef henni er haldið til streitu við núverandi aðstæður,” sagði Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, við kynningu á hagspá deildarinnar. Vill taka upp evru | Sigurjón Árnason landsbankastjóri er hlynntur því að Íslendingar taki upp evruna sem gjaldmiðil í ná- inni framtíð. Góð afkoma Vinnslustöðv- arinnar | Vinnslustöðin í Vest- mannaeyjum, eina útgerðarfélag- ið sem er eftir á aðallista Kaup- hallar Íslands, hagnaðist um 636 milljónir kr. á síðasta ári sem var tvöfalt betri afkoma en árið áður. Álið fram úr fiskinum | Útflut- ingsverðmæti áls fer í fyrsta sinn fara fram úr verðmæti útfluttra sjávarafurða í ár samkvæmt út- reikningum greiningardeildar Kaupþings. Útflutningsverðmæti áls verði 135 milljarðar á þessu ári og verði komið í um 140 millj- arða á árinu 2009. Sjávarútvegur Fækkun í landvinnslu 13 Stýrivextir Hörð lending eða tilslökun vaxta 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 13. febrúar 2008 – 7. tölublað – 4. árgangur Exista 20 milljarðar í arð á árinu 4 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Ingimar Karl Helgason skrifar „Seðlabankinn skuldar okkur í raun og veru fræði- lega umfjöllun um efnið, í þá veru að hann rökstyðji þá afstöðu sem hann hefur tekið,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, um afstöðu Seðlabankans gegn því að Kaupþing færi bókhald sitt í evrum. Fram kemur í umsögn Seðlabankans til ársreikn- ingaskrár að hann sé „mótfallinn því að innlend fjár- málafyrirtæki taki alfarið upp erlendan gjaldmiðil í reikningshaldi sínu.“ Þá þurfi að íhuga afleiðingarn- ar fyrir peningakerfi þjóðarinnar, stefni fjármála- fyrirtæki jafnframt að því að ákveða hlutafé sitt í erlendum gjaldmiðli og draga úr viðskiptum sínum með innlendan gjaldmiðil. Þórður Friðjónsson bendir á fyrstu Peningamál síðasta árs. „Þar eru rökin, umfjöllunin og greining- in á vandamálunum með öðrum hætti en að hún rök- styðji í raun og veru þá afstöðu bankastjórnarinn- ar sem kemur fram í þessu bréfi [til ársreikninga- skrár]. Heldur hið gagnstæða.“ Þetta geti jafnvel orðið til hins betra. Þórður segir að það sé sjálfsagt að greiða götu banka sem vilji færa sig yfir í evru og skrá hluta- bréf sín í evrum. „Það er erfitt að sjá hagfræðileg rök, skynsemisrök, fyrir því að þetta skerði hag- stjórnarmöguleika okkar til framtíðar eða miðlun- arferli peningastefnunnar.“ Guðmundur Kr. Tómasson, starfsmaður Seðla- bankans og formaður samráðsnefndar um sam- skipti verðbréfamiðstöðva, kauphalla og Seðla- banka Íslands, bendir á að hér sé um að ræða tvo ólíka hluti. Færslu bókhalds í öðrum gjaldmiðli. Ársreikningaskrá þurfi að veita fjármálafyrirtækj- um heimild til þess. Síðan sé skráning hlutabréfa í öðrum miðli. Hluthafafundur geti tekið ákvörð- un um slíkt. „En ekkert opinbert stjórnvald hefur nokkuð um það að segja.“ Væntanlega verði fjallað um þessa hluti í næsta Fjármálastöðugleika sem komi út í vor. Í seinasta Fjármálastöðugleika kom fram að upp- gjör verðbréfaviðskipta sé flóknara mál, en skrán- ing bréfanna ein og sér. Flest verðbréfauppgjörs- kerfi séu enn sem komið er staðbundin. Verðbréfaskráning hefur um nokkur skeið unnið að því með Seðlabanka Finnlands að finna leiðir til þess að finnski bankinn geti gert upp viðskipti með hlutabréf sem skráð eru í evrum. Seðlabankinn skuldar skýringar á afstöðunni Forstjóri Kauphallarinnar segir Seðlabankann segja eitt og rökstyðja annað í evrumálum. Bankinn segir uppgjör og verðbréf í evrum ólíka hluti. „Meirihluti forsvarsmanna aðild- arfélaga Viðskiptaráðs er ósáttur við fyrirkomulag peningamála og um 63 prósent þeirra telja að hér eigi að taka upp annan lögeyri en krónuna,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskipta- ráðs, í grein sem hann skrifar í blað dagsins. Finnur bendir á að fyrirtæki og einstaklingar hafi á ýmsan máta þegar fært sig frá krónunni og vísir kominn að óformlegri evr- uvæðingu. „Sitji stjórnvöld með hendur í kjöltu er hætt við því að næstu skref til óformlegrar evr- uvæðingar verði tekin. Þar með væri tækifæri þeirra til að stýra atburðarásinni glatað.“ Viðskiptaþing 2008 stend- ur yfir í dag undir yfirskrift- inni „Íslenska krónan: byrði eða blóraböggull?“ - óká / sjá síðu 10 Færri vilja krónu áfram Á FUNDI Viðskiptaráð stendur reglulega fyrir umræðufundum um margvísleg málefni. Í desemberlok var til dæmis fjallað um þróun fjármálamarkaðar hér. MARKAÐURINN/GVA „Við förum bara eftir samkeppn- islandslaginu og hvernig geng- ur að fá netþjónabúin til landsins og hvaða tengingar þau kalla á,“ segir Bjarni Þorvarðarson, for- stjóri Hibernia Atlantic. Fyrirtækið hefur haft í hyggju að leggja hingað fjarskipta- sæstreng frá Írlandi en nú er alls óvíst hvenær þetta kemur til framkvæmda. Upphaflega stóð til að tengingin yrði orðin virk nú í haust. „Við vorum í viðræðum við ríkið en svo ákvað það að taka aðra stefnu í haust. Það er afar lítið spennandi að fara í sam- keppni við ríkið í þessum efnum eins og er. Við höldum bara áfram okkar vinnu,“ segir Bjarni og bætir því við að nú sé leitað að heppilegum landtökustað fyrir Hibernia-strenginn, en botnrann- sóknir séu ekki hafnar enn. Bjarni áætlar að Hibern- ia-strengurinn muni kosta sem nemur 3,4 milljörðum króna, þegar hann verður lagður. Tveir sæstrengir tengja Ís- land við umheiminn, Cantat 3, sem brátt verður úr sér geng- inn, og Farice 1. Farice hefur hafið vinnu við að leggja nýjan streng héðan og til Danmerk- ur. Sá strengur hefur hlotið heit- ið Danice. Hann á að kosta á bil- inu sex til sjö milljarða króna og er fjármagnaður með hlutafé þriggja íslenskra orkufyrirtækja sem keyptu sig inn í félagið í haust, auk lánsfjár. Þá hafa Grænlendingar einnig í hyggju að leggja streng hing- að til lands og er vinna við hann hafin. - ikh / sjá síður 8 og 9 Sæstrengur Hibernia Atlantic í bið Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.