Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 13
H A U S MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 H É Ð A N O G Þ A Ð A N S J Á V A R Ú T V E G U R Ingimar Karl Helgason skrifar „Það eru fyrst og fremst tæknibreytingar í vinnslunni sem skýra þetta,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur fiskvinnslufólki fækkað um fimm þúsund frá árinu 1997. Þá voru starfsmenn í fisk- vinnslunni tæplega átta þúsund, en eru nú um þrjú þúsund. Arnar Sigurmundsson segir að tækni- breytingar og aukin sjálfvirkni nái til allra greina vinnslunnar. „Þetta á við í frysting- unni, rækjunni, mjöli og lýsi. Alls staðar hefur fólki fækkað.“ „En það er fleira sem skýrir þessa miklu fækkun fiskvinnslufólks undanfarin tíu til fimmtán ár. Vinnsla á sjó hefur aukist, fyrirtækjum hefur líka fækkað, auk þess sem það hefur aukist að flogið sé með afl- ann óunninn úr landi.“ Arnar Sigurmundsson bendir líka á að það sem af er fiskveiðiárinu hafi hundr- uð starfa tapast í landvinnslunni. „Þetta eru hátt í 400 störf sem þegar hafa tap- ast. Samvæmt mínum upplýsingum hafa starfað þarna um fjögur þúsund manns, svo þetta er eitthvað um einn af hverjum tíu. Ég nefndi það á síðasta ársfundi sam- takanna að hátt í 600 störf kynnu að tapast þegar allt væri komið fram.“ Sé miðað við nýjustu tölur Hagstofunnar um fjölda starfsmanna fiskvinnslunnar má sjá að ríflega þrettán prósent hafa misst vinnuna vegna kvótaniðurskurðarins. Sumarleyfislokanir verði væntanlega mun lengri en áður. „Ætli það megi ekki gera ráð fyrir tveggja til þriggja mánaða lokun umfram venjulegar sumarleyfislok- anir. Það þýðir þó ekki að fólki verði sagt upp, þótt fyrirtækin verði lokuð lengri hluta úr árinu.“ Fram kemur í tölum Hagstofunnar að fyrir áratug voru konur í nokkrum meiri- hluta fiskvinnslufólks en nú eru karlar fleiri. Konum í greininni hefur fækkað um 3.000 á meðan körlum fækkar um ríf- lega 2.000. Þá starfar megnið af fiskvinnslufólki utan höfuðborgarsvæðisins, en þar hefur því fækkað um 4.400 á áratug. Ekki liggja fyrir upplýsingar um skiptingu starfa eftir landsvæðum eða uppruna fiskvinnslu- fólks. Stórfelld fækkun fiskvinnslufólks Fimm þúsund störf hafa horfið úr fiskvinnslunni undanfarin tíu ár. Konum í fiskvinnslu fækkar meira en körlum. Yfir tíu prósent fiskvinnslufólks hafa misst vinnuna á fiskveiðiárinu. FÆKKUN VIÐ FÆRIBANDIÐ Fiskvinnslufólki hefur fækkað gríðarlega á einum áratug. Konum hefur fækkað töluvert meira en körlum. F J Ö L D I Í F I S K V I N N S L U N N I 2007 1997 Alls 2.900 7.900 Karlar 1.700 3.800 Konur 1.100 4.100 Höfuðborgarsvæðið 400 1.000 Utan höfuðborgarsvæðis 2.500 6.900 Karlar 1.500 3.300 Konur 1.000 3.700

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.