Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 20
20 14. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR fjölskyldu og standa mig í lífinu. Það er mjög gott að geta stefnt á það,“ segir hann. Ljósmyndari kemur þá inn og spyr hvort hann geti fengið að smella af mynd. Jón segir það vera í lagi en styður hönd við kinn til að andlitið sjáist ekki. „Ég hef verið að reyna að vera edrú í bráðum fimm ár og verið inn og út af meðferðarstofnunum. Ég hef samt aldrei náð meira en einum mánuði fyrr en núna. Nú hef ég verið edrú í hálft ár,“ segir Jón. Hann útskýrir að honum hafi tekist að verða edrú á ganginum sem hann hafi verið á áður en vilj- að komast á meðferðarganginn til að geta haldið sér þannig. „Strákar sem hafa verið í dópi frá því þeir voru tólf eða fjórtán ára eiga mikið erfiðara en aðrir. Ég er rosalega lélegur í mannleg- um samskiptum og öllu svona. Það er mikill ótti í mér við að tala við fólk og óöryggi sem maður er búinn að byggja upp í kringum neysluna,“ segir Jón hreinskilnis- lega. Hann er einlægur og hefur sett sér skýr markmið. Jón segir lífið í fangelsinu oft ólíklegt til betrunar enda endur- komur vegna ítrekaðra brota algengar. „Ég bara vona að það komi fleiri svona gangar. Þú veist, þannig að menn geti byggt þetta meira og meira upp hjá Fangelsis- málastofnun og reynt verði að grípa fíklana strax þegar þeir koma inn niðurbrotnir.“ „Hey, þetta var bara harmleikur alkóhólistans“ Þegar við áttum okkur á því að við höfum líklega dvalið mun lengur á ganginum en yfirvöld ætluðust til ákveðum við að drífa okkur út. Við veifum til fanganna, þökkum fyrir skemmtilegt spjall og göngum að næstu útgönguleið eins og við erum vön. Hurðin opnast ekki þegar á hana er ýtt og fangarnir flissa góðlátlega að einfeldninni og þekkingarleysi á læstum hurð- um. Spjallið heldur því áfram um stund. Við endurtökum spurningarnar um hvort ekki séu allir sáttir og förum yfir það hvaða nöfn megi nefna. „Mér er alveg sama hvað þið gerið,“ segir Hans Alfreð Kristjánsson, maður um fimmtugt. Hann er elstur fanganna, hefur notað eiturlyf í tugi ára og hefur töluverða reynslu af að um hann sé skrifað í fjölmiðlum. Hans er þó einn þeirra fáu sem hefur tek- ist að vera á meðferðarganginum frá því hann var opnaður í nóvem- ber og virðist því standa sig vel. Sá nafntogaðasti fanganna segir þó að líklega sé búið að fjalla nóg um hann að undanförnu í blöðum og ljósvakamiðlum. „Hey! þetta var bara harmleikur alkóhólistans,“ segir hann einlægur um brotið og skiljanlega sjá allir ástæðu til að hlæja af þeim ummælum. „Harm- leikur alkóhólistans! Þetta verður pottþétt fyrirsögnin hjá þeim,“ heyr- ist sagt þegar okkur er loks hleypt út um dyrnar. „Einmitt hér á Litla-Hrauni“ „Í raun er þetta hrein viðbót við þau störf sem við vinnum hér fyrir,“ segir Einar Loftur Högna- son við borð þar sem fagfólk, starfsfólk og stjórnendur, hefur komið saman til að ræða við blaðamenn um starf meðferð- ardeildarinnar og þá framtíð- arsýn sem það vonast eftir á Litla-Hrauni. „En afskaplega gefandi og skemmtileg við- bót,“ segir Svala Þrastardóttir fangavörður um hæl og undir það tekur Einar heilshugar. „Það væri bara eðlilegt að það væri gert ráð fyrir þörfinni fyrir alvöru með- ferðardeild hérna,“ bætir hann við og undir það taka allir við borðið. Þórarinn V. Hjaltason, sálfræðing- ur hjá Fangelsismálastofnun, bætir svo við: „Ég held að það hljóti allir að gera sér grein fyrir því að á fáum stöðum er jafn mikil þörf fyrir afeitrunarstöð og sér- hæfða meðferð og einmitt hér á Litla-Hrauni.“ RÚNAR EIRÍKSSON Á VAKTINNI Rúnar hefur staðið vaktina yfir föngum frá því árið 1981. Hann segir vistmenn Litla-Hrauns hafa breyst mikið í gegnum tíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÉTTASKÝRING – BAK VIÐ LÁS OG SLÁ 1. HLUTI 20,2% 25,1% 10,0% 0,4% 9,3% 19,2% 3,7%12,1% Móðir Faðir 9,3% 21,5% 13,4% 26,6% 7,8% 6,0%15,3% ATVINNUSTAÐA FORELDRA FANGA Atvinnulaus/öryrki Verkamaður/kona Heimavinnandi Sjómaður Iðngrein Skrifstofustarf/þjónusta Sérfr./stjórnun Ekki vitað KARLAR KONUR Fyrsta afplánun Önnur Þriðja til sjötta Sjöunda eða oftar AFPLÁNUNARFERILL 2,0% 4,1% 6,1% 87,8% 18,8% 7,2% 18,1% 55,9% HORFT INN UM LUKTAR DYR Innanstokksmunir í þessum fangaklefa eru allir boltaðir niður, öryggisins vegna. Flestir fanganna á Litla-Hrauni þurfa á meðferð að halda. Þeir eru veikir. Í mörgum tilfellum vegna þess að þeir eru háðir fíkniefnum, og hafa verið um árabil, en einnig vegna þunglyndis, kvíða og annarra fylgifiska neyslu og sviptingu frelsis. „Það hefur lengi staðið til að koma þessum gangi upp. Þetta er ekki bara okkar hugmynd, heldur ekki síst fanganna sjálfra,“ segir Anna Kristín Newton sálfræðingur hjá Fangelsis- málastofnun. Hún segir meðferða- ganginn vera „draum sem rættist“ en hann hefur nú verið starfræktur í rúma þrjá mánuði. „Frá opnun 12. nóvember höfum við haft samstarf fanga, heilbrigðisstarfsfólksins og annarra starfsmanna að leiðarljósi. Það mikilvægasta sem starfið gengur út á er að búa til rútínu, dagskrá sem fangarnir geta byggt líf sitt á. Hún snýst um að vakna á morgnana, fá sér morgunmat, kaupa inn og reyna að lifa eðlilegu lífi án þess að snerta fíkniefni. Þetta getur verið mikið átak fyrir menn sem hafa kannski aldrei unnið neitt og aldrei þurft að vakna að morgni,“ segir Anna Kristín. Hversdagsleg markmið – stór skref Meðferðin er ekki byggð upp á sama hátt og hefðbundnar vímuefnameð- ferðir sem oftar en ekki eru byggðar upp á stífum lyfjagjöfum og fyrirlestr- um. Markmiðið er að byggja grunn að betri sjálfsmynd, grunni betrunar. „Þetta hefur gengið alveg ágætlega,“ segir Einar Loftur Högnason fanga- vörður sem vinnur með föngunum á degi hverjum ásamt kollega sínum, Svölu Þrastardóttur. „Sami kjarninn hefur verið saman þarna svolítið lengi núna og hann hefur staðið sig mjög vel. Vissulega er þetta ekki alltaf dans á rósum en heilt yfir hefur reynslan af þessu verið góð,“ segir Svala. „Eins og gefur að skilja er mikil eftirspurn eftir gangi sem þessum innan veggja fangelsisins.“ Sálfræðingar Fangelsismálastofn- unar, Þórarinn Hjaltason og Anna Kristín, segja meðferðaganginn í raun og veru hálfgert „kraftaverk“ þar sem fjármagn til reksturs gangsins hefur ekki fengist. „Við höfum allar götur frá því árið 2000 sótt um fjármagn til þess að koma upp svona starfi en aldrei fengið. Við töldum ekki vera hægt að bíða lengur með þetta og komum starfseminni á koppinn með þeim úrræðum sem voru við hönd- ina,“ segir Þórarinn. „Það er ekkert sjálfsagt að gera þetta því í raun er þetta hrein viðbót á verkefnum.“ Dvöl á meðferðarganginum byggir á því að fangarnir sýni vilja til þess að takast á við vandamál sín. Setji sér markmið og haldi sér frá vímu- efnum. „Það eitt að setja markmiðin getur verið erfiður þröskuldur fyrir marga,“ segir Þórarinn. Fastir liðir – betrun Fastir liðir hjá föngunum eru AA- fundir og samræður með Hreini S. Hákonarsyni presti. Á þessum fundum fá fangarnir tækifæri til þess að ræða líðan sína og tilfinn- ingar. Stundum gengur það vel en stundum verr, eins og gengur. Smátt og smátt tekst mönnum að brjótast út úr skelinni sem hefur umlukt þá um langt skeið. „Við reynum að skapa gott andrúmsloft saman til þess að ræða málin. Það kemur fátt í staðinn fyrir það þegar menn geta farið að tala um hvernig þeim líður óþvingað,“ segir Hreinn. „Þegar menn hafa stigið það skref þá eru menn komnir langt. Þá fara menn að kynnast sjálfum sér upp á nýtt og geta tekist á við ný verkefni.“ Ef föngunum tekst að ná mark- miðunum sem þeir setja sér þá er kominn grunnur til að byggja á. Hann kann að vera viðkvæmur og auðbrjótanlegur í fyrstu en smám saman verður hann lífæð betrunar. „Venjulegt fólk getur vaknað að morgni og farið í vinnu. Fárveikir sjúklingar, sem aldrei hafa farið í gegnum afeitrunarferli, eiga auðvitað í vandræðum með þetta,“ segir Anna Kristín. Hún segir það í raun „með ólíkindum“ að afeitrunardeild sé ekki á Litla-Hrauni og í fangelsum yfirhöfuð. „Ég held að það sjái það allir að ef dvöl í fangelsi á að geta verið betrunarvist, að minnsta kosti upp að vissu marki, þá verður að koma upp afeitrunardeild fyrir fíkla.“ Í nýrri fangelsisbyggingu sem enn er á teikniborðinu er gert ráð fyrir afeitrunardeild. „Án hennar verður alltaf ákveðið hlutfall fanga sem nær aldrei bata,“ segir Anna Kristín. MARKMIÐIÐ AÐ GETA VAKNAÐ OG ELDAÐ Fjörutíu efni 1. Heimili 2. Heimilisofbeldi 3. Frelsi 4. Ég sjálf(-ur) og framtíð mín 5. Miskunnsemi 6. Ofbeldi 7. Að vilja gleyma 8. Hæfileikar 9. Jákvæðni og neikvæðni 10. Ég og aðrir 11. Þráhyggja 13. Dauðinn 14. Að hafa eitthvað fyrir stafni 15. Refsingar 16. Fyrirgefning 17. Kvíði – áhyggjur 18. Faðir minn 19. Hið illa – satan 20. Illmælgi 21. Reiði 22. Hamingjan 23. Karlmennskuímyndin 24. Síðustu árin – minningar 25. Tilgangur lífsins 26. Sjálfsmorð 27. Fjölmiðlar og fangelsi 28. Gleði 29. Streita 30. Þunglyndi 31. Ljós 32. Móðir mín 33. Kvenímyndin 34. Guð 35. Samviska 36. Freisting 37. Virðing – sjálfsvirðing 38. Sannleikur 39. Bæn 40. Eftirsjá – iðrun UMRÆÐUEFNI PRESTSINS OG FANGA HEIMILD: FANGELSISMÁLASTOFNUN HEIMILD: FANGELSISMÁLASTOFNUN Fyrsta grein af fjórum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.