Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 500016. febrúar 2008 — 46. tölublað — 8. árgangur 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% Laugardagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í ágúst–október 2007 42% B la ð ið /2 4 s tu n d ir M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 43% 72% Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu* TÍSKA ÓVENJULEGA FÓLKSINS Markar lokun Sirkus endalok treflanna sem kenna sig við 101 Reykjavík? 36 LÖGREGLUMÁL Íslendingurinn sem hefur setið í fangelsi í Færeyjum vegna Pólstjörnumálsins hefur verið í einangrun í nær fjóra mán- uði. Mál hans verður dómtekið í byrjun apríl. Maðurinn var handtekinn 18. september og þá úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann var þá settur í einangrun. Októbermánuð allan var einangruninni aflétt og maður- inn var í opinni gæslu, en síðan var hann aftur settur í einangrun í lok þess mánaðar og er þannig vistaður enn. Íslendingurinn verður ákærður fyrir vörslu á tveimur kílóum af fíkniefnum svo og aðild að Pól- stjörnumálinu í heild sinni. Sex íslenskir karlmenn voru dæmdir í því máli í gær. Varðandi einangrunarvistina segir Linda Margarete Hasselberg, saksóknari í máli Íslendingsins, að ástæða þess að fólki sé haldið í ein- angrun sé sú að grunur leiki á um að viðkomandi hafi möguleika til að hafa áhrif á framburð vitna. Hún kveðst ekki vilja tjá sig um þetta til- tekna mál, til að mynda hvers vegna Íslendingurinn hafi verið settur aftur í einangrun. Saksóknari segir að Íslendingur- inn fái að fara út öðru hvoru en megi ekki umgangast aðra en starfs- menn fangelsisins. „Við notum sjaldan einangrunar- vist hér í Færeyjum,“ segir sak- sóknari. „En þarna er um mjög alvarlegan glæp að ræða og að mati ákæruvaldsins er enginn annar kostur í stöðunni. Við endurmetum stöðuna í hverri viku.“ Málsmeðferð fyrir dómi hefst 7. apríl. Tólf manna kviðdómur verð- ur kallaður til en það er gert þegar brotið er talið geta varðað fjögurra ára fangelsi eða meira. - jss / sjá síðu 6 Í einangrun í fjóra mánuði í Færeyjum Íslenskur karlmaður hefur setið í einangrun í færeysku fangelsi í um fjóra mánuði. Hann var handtekinn í september í tengslum við Pólstjörnumálið. Hjá honum fundust tvö kíló af fíkniefnum. Hann verður ákærður í byrjun apríl. FÓLK Baltasar Kormákur mun leikstýra kvikmyndinni Run for her life með Dermot Mulroney í aðalhlutverki. Framleiðslufyrir- tæki Tom Hanks og eiginkonu hans, Playton Films, kemur að gerð myndarinnar. Tvær þekkt- ar leikkonur bætast í hópinn á næstunni. Myndin verður tekin upp í Los Angeles, Nýju Mexíkó og Tiljuna í Mexíkó. Í samtali við Fréttablaðið sagð- ist Baltasar ekki hafa nein áform um að setjast að vestra. „Ég er fimm barna faðir og nenni ekki að hanga í einhverju hitakófi þarna fyrir vestan.“ - fgg/ sjá síðu 58 Baltasar Kormákur semur við fyrirtæki stórleikarans Tom Hanks: Leikstýrir kvikmynd í Hollywood BALTASAR KORMÁKUR Leikstýrir sinni fyrstu kvikmynd í Hollywood. FANGELSISMÁL Rúmlega sextán prósent fanga í íslenskum fangelsum eru útlendingar samkvæmt tölum sem Fangelsis- málastofnun tók saman fyrir Fréttablaðið í gær. Um fjörutíu prósent þeirra eru Litháar. Erlendu fangarnir þykja fyrirmyndarfangar, eru duglegir í vinnu og til friðs. „Það er mín tilfinning að þeim finnist þeir ekki hafa neinu að tapa. Ef smyglið tekst koma þeir út í gróða ef það mistekst fá þeir vinnu í fangelsi á launum sem þykja bærileg í Litháen,“ segir Einar Loftur Högnason fangavörður. - kdk, - mh/ sjá síðu 12 Tölur frá Fangelsismálastofnun: Sextán prósent fanga erlend LITLA-HRAUN Erlendu fangarnir eru duglegir að vinna í fangelsinu og sýna af sér góða hegðun. Þriggja vikna gæsluvarðhald Annþór Kristján Karlsson sést hér leiddur fyrir Héraðsdóm Reykjaness um kvöldmatarleytið í gær. Þar var hann dæmdur í þriggja vikna gæsluvarðhald, grunaður um aðild að innflutningi vímuefna. Tveimur mönnum, sem handteknir voru í tengslum við flóttann, var sleppt eftir yfirheyrslur í gær, en fjórði maðurinn, sem var handtekinn með Annþóri í Mosfellsbæ, situr vonandi í klefa sínum og bíður skýrslutöku. Sjá síðu 4 FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LAUGARDAGUR ● hús&heimili 1. Fallegur flöskuopnari sem á ekkert erindi niðri í skúffu. Hann fæst í Tékk Kristal í Kringlunni á 3.900 krónur. 2. Þessi tappatogari virkar eins og tjakkur. Þegar búið er að skrúfa gorm-inn ofan í tappann er hann tjakkað-ur upp með handfanginu. Gormurinn sjálfur er teflon-húðaður svo auðvelt er að skrúfa hann ofan í korkinn. Duka, Kringlunni, 7.450 krónur. 3. Það er gott að vera með verklegt tæki í höndunum til að opna vínflöskur. Voldugur flöskuopnari með góðu handfangi til að snúa niður gorminn. Villeroy & Boch í Kringlunni á 4.990 krónur. 4. í þessum upptak-ara er líka hnífur til að skera innsiglið af flösk-unum. Lyftistöngin trygg-ir svo að tappinn rennur auð-veldlega úr. Einfaldur og smekklegur upp-takari frá Tékk Kristal á tilboði, krónur 2.960.5. Ýmis smáverkfæri er skemmtilegt að nota þegar opna á flösku af góðu víni. Lítinn og smekk- legan hníf til að skera innsiglið af flöskunni og svo dropahring sem smeygt er um háls-inn á flöskunni svo dropinn renni ekki niður í dúkinn. Fást báðir í Villeroy & Boch í Kringlunni á 1.790 krónur stykkið. 6. Sniðugar hreinsikúlur fyrir vínkaröflur en þær eru oft þannig í laginu að erfitt er að bursta þær að innan. Þá er þetta sniðug lausn en kúlunum er einfaldlega hellt í karöfluna ásamt sápu- vatni og svo hrist. Kúlurnar veltast og rúlla fram og aftur og hreinsa karöfluna að innan. Duka, Kringlunni, 950 krónur. Tappinn dreginn úr flöskunni ● Stór hluti af upplifuninni sem maður sækist eftir þegar tappi er dreginn úr flösku fæst með alls konar tilfæringum við að opna flöskuna. Það er gaman að eiga falleg verkfæri til að opna flöskur og litla fylgihluti til að auka á stemninguna eins og dropastoppara og innsiglahníf og vínið smakkast mun betur eftir að búið er að hafa svolítið fyrir því. 2 3 1 4 6 5 Leikrit sem fær þig til að hlæja 16. FEBRÚAR 2008 LAUGARDAGUR 10 H Ú S& H EI M IL I VEÐRIÐ Í DAG VÆTUSAMT Í dag verður yfirleitt hæg suðvestlæg átt. Rigning eða skúrir víða um land fyrir hádegi en úrkomlítið eystra eftir hádegi. Milt í veðri. VEÐUR 4 3 3 4 5 7 Paparnir hættir Hljómsveitin Papar hefur lagt upp laupana eftir 22 ára starf. Matthías Matthíasson söngvari segir þá hafa ákveðið að hætta á toppnum. FÓLK 52 Uppspretta tækifæra Lárus Welding, forstjóri Glitnis, segir að það muni taka markaðinn góðan tíma að jafna sig á óróan- um sem einkennir hann í dag. HELGIN 32 FJÖRUGT FIMM- TUGSAFMÆLI Björn Thoroddsen gítarleik- ari fagnaði fimmtugsafmæli sínu. Meðal gesta sem tróðu upp var stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson. FÓLK 50 VINNUMARKAÐUR „Það hefur miðað ágætlega og mér sýnist að þessar sameiginlegu kröfur, sem við kynntum í desember, klárist í kvöld,“ sagði Grétar Þorsteins- son, forseti ASÍ, á tíunda tíman- um í gærkvöldi. Grétar sat þá ásamt formönn- um landssambanda ASÍ og forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins hjá sáttasemjara. „Við verðum eflaust fram á miðnætti. En þótt við klárum allt á milli ASÍ og SA verður ekkert gengið frá samningum nema með aðkomu ríkisstjórnarinnar,“ sagði hann. - kóþ Kjaraviðræðum miðar áfram: Setið og karpað fram á nóttina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.