Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 22
22 16. febrúar 2008 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Fiskveiðistjórnun Í greinum sínum í Fréttablaðinu um íslenska kvótakerfið hinn 7. og 14. febrúar sl. rýnir hagfræðiprófess- orinn Þorvaldur Gylfa- son m.a. í lögfræðiálit Gauks Jörundssonar frá 28. júlí 1983 og hag- nýtir sér það til að rök- styðja að kvótakerfið hafi verið löglaust frá upphafi. Áróður um álit Gauks Jörunds- sonar Í fyrri greininni fjallaði Þorvald- ur m.a. um stjórn fiskveiða 1984 og um „ókeypis úthlutun afla- kvóta til skipa miðað við veiði- reynslu 1980-83, sem hvíldi sum- part á fyrri úthlutunum. Þá lá þó fyrir lögfræðiálit Gauks Jörunds- sonar prófessors þess efnis, að lagaheimild hefði brostið til slíkr- ar úthlutunar árin næst á undan, en það álit kom ekki fyrir sjónir almennings fyrr en nú um dag- inn, 25 árum of seint.“ Í síðari greininni segir Þorvaldur m.a.: „Það vekur líka eftirtekt, að lög- fræðingar, sem þekktu til málsat- vika, skyldu ekki telja sér skylt að kunngera eða bergmála lög- fræðiálit Gauks Jörundssonar prófessors 1983 þess efnis að lagaheimildir brysti til kvótaút- hlutunar, sem þá þegar hefði átt sér stað. Álitinu virðist hafa verið stungið undir stól í stjórnarráð- inu á sínum tíma; það er nýfund- ið. Lögfræðingar eiga helzt ekki að hylma yfir lögbrot.“ Staðreyndir um álit Gauks Jörundssonar Aflakvótakerfi var komið á við stjórn veiða á verðmætustu fiski- stofnum við Ísland árið 1984 með stoð í lögum nr. 82/1983. Upptaka aflakvótakerfis í botnfiskveiðum og öðrum fiskveiðum 1984 laut að stýringu á veiðum fiskitegunda sem jafngiltu um eða yfir 90% heildaraflaverðmætis. Lög nr. 82/1983 voru sett tæpu hálfu ári eftir að Gaukur hafði skilað áliti sínu til sjávarútvegsráðu- neytisins. Í álitinu er fjallað um hagsmuni sem telja má að hafi jafngilt um 1-2% af heildar afla- verðmæti en það snerist efnis- lega um hvort hægt væri að fall- ast á þá tillögu Landssambands íslenskra útvegsmanna að hverju skipi, sem veiddi síld með rek net, yrði úthlutað ákveðnum kvóta sem að megin- stefnu myndi byggjast á meðalafla skips sl. þrjú ár. Skoðun Gauks var sú að lagastoð skorti til að hægt væri að stýra rek netaveiðum með þessum hætti. Í fréttatilkynningu sjávarútvegsráðuneytis- ins, dags. 3. ágúst 1983, um stjórn síldveiða á haustvertíðinni 1983, kom m.a. eftirfarandi fram: „Varðandi reknetaveiðarnar er rétt að hér komi fram að Lands- samband íslenskra útvegsmanna hefur borið fram þá tillögu við sjávarútvegsráðuneytið að heild- araflakvóta reknetabáta verði skipt milli reknetabáta og þá með hliðsjón af afla þeirra hin síðustu þrjú ár. Sjávarútvegsráðuneytið telur ekki rétt á þessu stigi að breyta því skipulagi, sem ákveð- ið var sl. haust, enda sé ekki laga- grundvöllur fyrir skiptingu afla milli báta með þeim hætti, sem tillaga LÍÚ gerir ráð fyrir.“ Sam- kvæmt þessu fór ráðuneytið í hvívetna eftir áliti Gauks og hægt er að lesa um það í ritinu Starf- semi Síldarútvegsnefndar 1960- 1998, bls. 358-359. Kvótaumræða: Staðreyndir eða áróður? Deilur um stjórn fiskveiða munu sjálfsagt ávallt vera til staðar hér á Íslandi. Kvótakerfið hefur sína kosti og galla. Það hafa önnur stjórnkerfi einnig. Háskólamenn eiga að leiða málefnalega umræðu um þetta mikilvæga viðfangsefni samfélagsins. Þar eiga rök að ráða en ekki tilfinningar. Því miður virðist sem að hagfræði- prófessornum hafi misheppnast að halda þessu aðgreindu þegar hann hnýtti saman áðurnefnt álit Gauks Jörundssonar við upptöku aflakvótakerfis í botnfiskveiðum árið 1984. Út frá áliti Gauks er engar ályktanir hægt að draga þess efnis að kvótakerfið við stjórn fiskveiða hafi frá 1984 verið löglaust. Staðreyndin er sú að stjórnvöld fóru eftir álitinu og upplýstu um efnislega niðurstöðu þess nokkrum dögum eftir að það hafði borist þeim. Höfundur er sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands. UMRÆÐAN SKipan héraðsdómara Athyglisverð umræða hefur farið fram um löglega og ólöglega stjórnar- hætti í tengslum við nýlega skipun héraðsdómara. Umræðan varpar ljósi á margt sem einkennir orð- ræðu um stjórnmál hér á landi. Þótt nú hafi um sinn svokallað REI-mál og álit mannréttindanefndar Sam- einuðu þjóðanna um stjórn fisk- veiða dregið að sér athygli, sýnist mér umræðan um dómaraskipunina geti varpað vissu ljósi á orð og ummæli manna í þeim málum. Sannleikssniðganga Fyrst blasir við að það virðist algert aukaatriði hvort menn segja satt eða ósatt í stjórnmálaumræðu, nema þegar Vilhjálmi Þ. Vilhjálms- syni verður á fótaskortur. Sjálfsagt virðist að slíta texta úr samhengi til að hagræða umræðu, eins og Björn Bjarnason hefur gert og sýnt var fram á hér í blaði 9. febrúar sl. Ekki er tiltökumál að segja ósatt eins og Birgir Ármannsson gerir í blaðinu 24 stundum 17. janúar sl. þegar hann fullyrðir að því hafi „hvað eftir annað verið haldið fram að ráðherra væri bundinn af mati [dóm]nefndarinnar.“ Ekkert virðist athugavert við að setja fram almennar fullyrðingar um álits- umleitan, eins og t.d. við ráðningu í tímabundin störf, og leggja það að jöfnu við störf dómnefndar sam- kvæmt lögum um dómstóla sem Sigurbjörn Magnússon gerir af nokkru steigurlæti í Morgunblað- inu 29. janúar sl. Slík framsetning er villandi og lýsir óheiðarleika í málflutningi. Persónugerving Morgunblaðið hefur frá upphafi leitazt við að persónugera málið og tilgangurinn er augljóslega að vekja samúð með dómaranum og drepa málinu þannig á dreif. Liðsauki barst svo í skrifi Gunnlaugs Jónsson- ar framkvæmdastjóra í Morgunblaðinu 14. febrú- ar sl. En þar er ekki látið staðar numið. Stak-Stein- ar, sbr. t.d. Morgunblaðið 22. des. sl., og Ívar Páll Jónsson blaðamað- ur, sbr. Morgunblaðið 25. janúar sl., hafa gert skipun formanns dóm- nefndarinnar í embætti sýslumanns á Ísafirði 1983 að umtalsefni. Stak- Steinar fer með ósannindi og hvor- ugur þeirra svarabræðra hefur sýnt fram á að gengið hafi verið á svig við reglur sem þá giltu né góða stjórnsýsluhætti. Á rangfærslur Stak-Steinars benti ég í Fréttablað- inu 18. janúar sl. og ekki sá hann neina ástæðu til að bregðast við. Ívar Páll heldur áfram í áður- nefndri grein og tengir skipun dóm- nefndarformannsins í embætti hæstaréttardómara 1991 við pólit- ískan klíkuskap og siðspillta menn í Sjálfstæðisflokknum. Hann lætur þess hins vegar ekki getið hvort gengið hafi verið gegn áliti Hæsta- réttar, enda var það ekki gert. Sú er þó brotalöm á allri þessari umræðu að málið snýst ekki um persónur, hvorki dómarans, né dómnefndarformannsins, heldur hvort farið hafi verið að lögum og gætt vandaðra stjórnarhátta. Sjálf- ur hef ég lagt áherzlu á þetta með því að nefna engin nöfn þeirra sem þar koma einkum við sögu. Valdgerving Ein vonarstjarna Sjálfstæðisflokks- ins, Sigríður Andersen, má eiga það að hún talar af fullri hreinskilni: Það á að leggja dómnefndina niður og færa allt skipunarferli dómara undir dómsmálaráðuneytið sagði hún eftir fund í Háskólanum í Reykjavík 23. janúar sl. Þetta er í samræmi við þá skoðun setts dóms- málaráðherra að starf pólitísks aðstoðarmanns dómsmálaráðherra eigi að vega þyngst við mat á hæfni manna til dómarastarfa og sé væn- legast til að tryggja sjálfstæði dóm- stóla. Hér er leiðarljósið að tak- marka sem minnst ráðherraræðið, þannig að það valti ekki einungis yfir löggjafarvaldið, heldur einnig dómsvaldið. Af skrifum Birgis Ármannssonar, Sigurbjörns Magnús sonar og Björns Bjarna- sonar er ljóst að slíkar skoðanir eiga helzt til mikinn hljómgrunn meðal Sjálfstæðismanna. Bókstafstrú Vald er samkvæmt þessu ótak- markað og bundið við bókstaf lag- anna; því verði einungis reistar skorður með öðru valdboði. Þetta birtist í síendurteknum yfirlýsing- um um að álit dómnefndarinnar sé ekki bindandi og því þurfi að setja skýrar reglur um að hve miklu leyti það bindi ráðherra. Hér hvarflar ekki að mönnum að ráðherra setji sjálfur valdi sínu takmörk með því að gefa gaum áliti dómnefndar og huga að því hvers vegna henni var komið á fót. Það hefur allt verið rakið hér í fyrri greinum og að auki í skrifum dómnefndarinnar sjálfrar. Umræðuhefð Allt varpar þetta nokkru ljósi á stjórnmálastörf og stjórnmálaum- ræður á Íslandi sem hafa nú á síð- ustum dögum birzt með átakanleg- um hætti, ekki sízt í skrifum um stjórn fiskveiða, þar sem blygðun- arlaust er tvinnað saman ósannind- um, rangfærslum og dylgjum. Það verður efni í aðra grein, jafnvel margar. Höfundur er lagaprófessor. SIGURÐUR LÍNDAL Eftirmáli umræðu HELGI ÁSS GRÉTARSSON Hagfræðiprófessor rýnir í lögfræðiálit UMRÆÐAN Borgarmál Menn hafa farið mik-inn vegna síðustu meirihlutamyndunar í borgarstjórn Reykja- víkur. Þótti sumum þetta réttur framgang- ur lýðræðisins. Aðrir tala um lygi, svik, laun- ráð og valdafíkn. Ekkert hefur þó verið minnst á hvort meirihlutamynd- un sé nauðsynleg í sveitarstjórn- um. Eða stjórnmálum yfirleitt. Hvað felur hún í sér og er hún lýðræðisleg? Við myndun meiri- hluta er einnig myndaður minni- hluti. Með því er afstaða og atkvæði þeirra sem kusu þá sem í minnihluta lenda að nánast engu gerð. Það geta verið einir í dag og aðrir á morgun eins og dæmin sanna. Það er undarlegur siður og í raun magnað að það skuli við- gangast að hluti kjörinna fulltrúa geti bundist samtökum um að ræna aðra fulltrúa möguleikum á að gegna því starfi sem þeir voru þó kosnir til að sinna. Það er í fyllsta máta andlýðræðislegt að mynda meirihluta um útilokun minnihlutans. Þetta á sér ekki stoð í sveitarstjórnar- lögum og þarf að banna. Verksvið sveitarstjórna er að mestu afmarkað og bundið í lögum og lítill ágreiningur manna eða flokka þar um. Ekkert er heldur athugavert við að breytilegur meirihluti myndist við afgreiðslu mála. Þvert á móti er það mikið eðlilegra en að atkvæði séu greidd eftir fyrirfram gerðu samkomulagi um gagnkvæman stuðning til meiri valda en upp úr kjörkössunum kemur og útilok- unar allt að helmingi kjörinna fulltrúa. Þess vegna er það brýnt íhug- unarefni hvernig menn fara með það umboð sem þeim er fengið. Nýr borgarstjóri í Reykjavík var kjörinn í nafni Frjálslynda flokksins sem hann hefur gengið úr, aukinheldur er hann rúinn trausti félaga sinna í borgar- stjórn. Hann er engu að síður borgarstjóri vegna þess að Sjálf- stæðisflokkurinn seldi honum helming þess valds sem hann fékk frá kjósendum sínum fyrir það gjald að gera nærri helming borgarfulltrúa valdalausan. Höfundur er verktaki. Meðferð valds ÁMUNDI LOFTSSSON Grímsey Hofsjökull Húnaflói Blöndulón F í t o n / S Í A Hofsjökull Stærsta GSM þjónustusvæðið Stórtíðindi úr Skagafirðinum Gríptu augnablikið og lifðu núna Ung kona staðhæfir að hún hafi náð GSM sambandi á bóndabýli foreldra sinna í Skagafirðinum. Það þykir ótrúlegt, enda hefur ekki náðst slíkt samband þar áður – svo lengi sem elstu menn muna. Eina tiltæka skýringin er sú að stúlkan hefur yfir að ráða farsíma frá Vodafone. – Sönn saga frá 1414. Með tilkomu langdræga GSM kerfisins býður Vodafone nú stærsta GSM þjónustusvæðið á Íslandi. Skiptu yfir til Vodafone, án þess að skipta um símanúmer, með einu símtali í 1414 – strax í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.