Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 24
 16. febrúar 2008 LAUGARDAGUR P áll Winkel tók við emb- ætti forstjóra Fangelsismála- stofnunar um áramótin. Þótt hann hafi ekki gegnt embætti lengi hefur hann vakið athygli fyrir vasklega framgöngu í starfi. Reyndar er ekki vanþörf á þar sem mörg verkefni liggja fyrir í fangelsis- málum hér á landi auk þess sem mikið enduruppbygg- ingarstarf er nú komið vel af stað. Félagar, fyrrverandi og núverandi samstarfsmenn Páls, nefna allir að hann sé glaðvær og röskur maður sem tali tæpi- tungulaust við fólk, ólíkt mörgum öðrum embættismönn- um, eða eins og Erlendur Baldursson, afbrotafræðing- ur hjá Fangelsis- málastofnun, lýsir honum: „Lögfræðingum er oft ekki í lófa lagið að tala íslensku þannig að allir skilji. Það á Palli þó auðvelt með. Ég held að sam- starfsfólk og skjólstæðingar kunni vel að meta hvað hann talar hreint út.“ Erlendur lýsir honum sem „órögum hörkunagla,“ sem þó vilji oft vera harðari en hann sé í raun og veru. Hann sé afar greiðvikinn en slíkt geti komið honum í koll því ómögu- legt sé að „gera við baðkarið hjá félaga sínum, skutla einhverj- um öðrum út í bæ og vera að vinna á sama tíma“. Þótt Páll sé að mestu leyti alinn upp á Íslandi þykir danskur uppruni hans rista djúpt, einkum þegar kemur að knattspyrnu. „Það er ekki hægt að tala við hann um enska boltann því hann veit ekkert um önnur félög en þau dönsku. Hann heldur þó með Manchester United en það er bara vegna þess að Peter Schmeichel var þar í marki,“ segir Sveinn Ingiberg Magnússon, formaður Landssam- bands lögreglumanna, þegar Pál ber á góma. Önnur áhugamál hans en danska knattspyrnan eru köfun, skotveiðar og skrautfiskaræktun. Hefur hann ræktað slíka fiska frá barnsaldri og látið hafa eftir sé með hann sé fag- maður á því sviði með afrískar og amerískar síklíður sem sérsvið. Þá hefur hann einnig lagt stund á lyftingar og lenti meðal annars í öðru sæti í kraftlyft- ingakeppni lögreglumanna fyrir skömmu. Sjálfur hefur hann sagt að það hafi verið lítill heiður þar sem aðeins hafi verið þrír keppendur. Um samstarf þeirra innan sambandsins segir Sveinn Pál vera mjög drífandi og duglegan og helst vilja ljúka öllum verkefn- um samdægurs. Hann sé hug- myndaríkur og nýjungagjarn en líka skynsamur og réttlátur. „En ef honum misbýður getur fokið vel í hann.“ Sveinn segir það almennt álit að mikill missir hafi verið að Páli fyrir lögregluna en að sama skapi mikill fengur fyrir fangelsis- yfirvöld að fá hann til liðs við sig. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgar- svæðisins, segir Pál mikið ljúfmenni. „Hann er mjög tilfinningaríkur og tekur hlutunum alvarlega. Í einhverjum tilfellum tekur hann hlutina inn á sig en ég held að það sé bara kostur. Hann er ekki fyrir það að fara eins og köttur í kringum heitan graut og maður velkist aldrei í vafa um hvaða skoðanir hann hefur á málum hverju sinni þótt hann kunni sig alltaf.“ Tæpitungu- leysi Páls þykir helst vera það sem skilur hann frá mörgum embættismönn- um og hafa einhverjir sagt að hann þurfi stundum að gæta tungu sinnar. Regin Mogen- sen, lögmaður hjá Kaupþingi og skólabróðir Páls úr lögfræðinni, segir þann eiginleika þó gera hann „skemmtilega óheflaðan“. „Hann er traustur náungi, staðfastur og mikill framkvæmdamaður eða „dúer“. Hann á það til að vera skapstyggur en er ekki stífur fyrir og því ekki mótaður eins og margir aðrir embættismenn, það held ég að sé mikill kostur,“ segir Regin. MAÐUR VIKUNNAR Hálfdanskur áhugamaður um fiska og fangelsi PÁLL WINKEL ÆVIÁGRIP Páll Egill Winkel er fæddur 10. júlí 1973 í Kaupmannahöfn en fluttist með móður sinni til Íslands árið 1976. Foreldrar hans eru Guðný Jóns- dóttir, ritari ráðherra, og Per Winkel yfirlæknir. Páll á einn eldri bróður en sá er Jón Ólafur Winkel eðlisfræðingur og er hann búsettur í Þýskalandi. Páll gekk í grunnskólana Melaskóla og Flataskóla auk þess sem hann var eitt ár við nám í Kaupmannahöfn. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1993, útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2000 en samhliða lögfræðináminu starfaði hann sem lögreglumað- ur, fyrst hjá Sýslumannsembættinu í Kópavogi, því næst hjá Lögreglu- stjóranum í Reykjavík. Að loknu embættisprófi í lögfræði hóf hann störf hjá Fangelsismálastofnun og starfaði þar í fjögur ár eða þar til hann tók við sem framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna árið 2004. Í byrjun árs 2007 hóf hann störf sem yfirmaður stjórnsýslusviðs Ríkislög- reglustjóra og var því næst ráðinn aðstoðarríkislögreglustjóri. Í janúar síðastliðnum var hann ráðinn forstjóri Fangelsismálastofnunar. Páll er kvæntur æskuást sinni Katrínu Árnadóttur og eiga þau dæturnar Guðnýju Kristínu og Katrínu Pálu. VANN SÉR TIL FRÆGÐAR Páll þótti sinna starfi sínu sem framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna með prýði og gekk hart fram í að vekja athygli á starfi lögreglumanna og álaginu sem því fylgir. Meðal annars benti hann á vaxandi hótanir og ofbeldi gegn lögreglu en í viðhorfskönnun sem gerð var meðal lögreglumanna árið 2004 kom fram að 64 prósent lögreglu- manna hefðu orðið fyrir ofbeldi eða hótunum sem þeir hafa tekið alvarlega og yfir helmingur lögreglumanna hefði orðið fyrir líkamsmeið- ingum í starfi sínu. Af þeim tilvikum höfðu 37 prósent kært tilvikin en Páll gagnrýndi að árásir á lögreglumenn væru teknar of léttum tökum. HVAÐ SEGJA AÐRIR? Samstarfsmenn og félagar Páls eiga það sammerkt að segja hann harðduglegan, drífandi og svo glaðværan að í kringum hann sé alltaf gaman að vera. Hann þyki fremur hægrisinnaður þegar kemur að pólitík en ræði hana ekki mikið. Einn af hans helstu kostum þykir hve vel máli farinn hann er og að aldrei þarf að velkjast í vafa um hvaða skoðunar hann sé. Um áherslur hans í fangelsismálum sagði Margrét Frímanns- dóttir, forstöðumaður Litla-Hrauns, í Morgunblaðinu 11. janúar: „Þær eru mjög jákvæðar og byggjast fyrst og fremst á því að byggja upp jákvæðan starfsanda meðal starfsmanna og jákvæða endurhæfingu.“ HVAÐ SEGIR HANN? „Það hlýtur að vera sanngjörn krafa lögreglumanna og annarra sem að rannsókn og saksókn mála koma að umfjöllun um þeirra störf sé byggð á málefnalegum forsendum og staðreyndum en sé ekki hluti af pólitískum hráskinnaleik stjórnmálamanna á atkvæðaveiðum,“ sagði Páll Winkel þegar hann starfaði hjá Ríkislögreglustjóra í aðsendri grein til Morgunblaðsins 3. febrúar 2007 í tilefni ummæla Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um störf lögreglu. Miðlun Skeifa n söluskr ifstofur16 www.r emax. is Einn ö flugas ti faste ignave fur lan dsins Allar fastei gnasö lur eru sjálfst ætt re knar o g í ein kaeign Fasteig nablað 153. T ölublað - 6. ár gangur - 10. F ebrúar 2008 bls. 20ER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINS LjósleiðarasérfræðingurLeitað er að metnaðarfullum og árangurs- drifnum einstaklingi til liðs við okkur í tæknideild Gagnaveitu Reykjavíkur. Tæknideild sér um tæknilega uppbyggingu, rekstur og viðhald á gagnaflutningskerfi GR. Starfssvið Starfsmaðurinn mun starfa sem sérfræðingur í ljósleiðarahópi GR sem er í forsvari fyrir:• Uppbyggingu ljósleiðaranets• Rekstri ljósleiðaranets• Línubókhaldi ljósleiðaranets• Heimlögnum • Innanhússlögnum• Verklagsreglum og gæðaskjölum Menntunar- og hæfniskröfur• Háskólapróf í verkfræði, tæknifræði, tölvunarfræði eða sambærileg menntun• Reynsla af lagningu innanhússlagna eða rafvirkjun/rafeindavirkjun er kostur• Reynsla af verkefnisstjórnun er kostur• Góð almenn tæknikunnátta• Fagleg, markviss og öguð vinnubrögð Umsjón með starfinu hafa Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) og Tómas Oddur Hrafnsson (tomas.hrafnsson@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar nk. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is Verkefnastjóri Leitað er að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi til starfa á verkefnastofu Gagnaveitu Reykjavíkur. Verkefnastofa heyrir beint undir framkvæmdastjóra og sér um að leiða stærri framkvæmdaverkefni á borð við ljósleiðaravæðingu heimila. Starfssvið Verkefnastjóri mun stýra fjölda verkefna tengdum ljósleiðaravæðingu og annarri starfsemi GR. Í starfinu felst:• Yfirverkstjórn mannafla verkefnis• Gerð tíma-, kostnaðar- og forðaáætlana• Áhættumat og viðbrögð við áhættu• Upplýsingagjöf til stjórnenda• Gerð útboðslýsinga og þátttaka í framkvæmd útboða• Samningagerð við verktaka Menntunar- og hæfniskröfur• Háskólapróf æskilegt• Reynsla af verkefnastjórn nauðsynleg• Góð almenn tæknikunnátta• Góð samskiptahæfni• Góð skipulags- og stjórnunarhæfni• Fagleg, markviss og öguð vinnubrögð Um Gagnaveitu ReykjavíkurGagnaveita Reykjavíkur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, vinnur að uppbyggingu, þjónustu og rekstri á einu öflugasta ljósleiðaraneti landsins. Ljósleiðaranet GR nær um allt höfuðborgarsvæðið, til fjölda fyrirtækja og þúsunda heimila. Einnig nær netið um Vesturland til Bifrastar og um Suðurland til Vestmannaeyja. Um ljósleiðaranetið rekur Gagnaveitan öflugt dreifi- og samskiptakerfi fyrir sjónvarp, síma og Internet, byggt á IP/MPLS tækni. [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] men ing febrúar 2008 NÝTT LJÓÐ EFTIR VILBORGU DAGBJARTSDÓTTUR ■ ÍSLENSK MYNDLIST Á UPPBOÐI Í KAUPMANNAHÖFN ■ ÍSLAND Í HEIÐURSSESSI Á FRANKFURTARMESSUNNI 2011 ■ ER HÆGT AÐ BÚA TIL SAGNASKÁLD? ■ TVÆR NÝJAR SINFÓNÍUR ■ RITDÓMAR ■ FRÁ HEIMSSTYRJÖ HERVERNDAR ■ VOFUR HVERSDAGSINS OG DALUR DRAUGANNA VATNSMÝRIN102 Reykjavík Áfangi 6 Síðasti áfangi tillögunnar á hinu gamla hafnar- stæði sem Einar Benediktsson sá við Skerjafjörð. Þar rís þétt íbúðabyggð tengd útilífsaðstöðu á ströndinni vestan Nauthólsvíkur með smábátahöfn og mögulegri tengingu á stórgötu sem nær frá Tónlistarhúsinu um Lækjargötu, Fríkirkjuveg og áfram að brú yfir í Kársnes og suður eftir. Nýbyggingar merktar gulu. Áfangi 5 Raðhúsabyggð rís í hlið Öskjuhlíðar mót vestri og lagar sig að hæðarlínum í landinu. Frá byggingu Háskólans í Reykjavík rís strimill húsnæðis á línu norðaustur-suðvest- ur. Nýbyggingar merktar gulu. Áfangi 4 Byggð rís á vesturbakka nýju tjarnarinnar og stórt hverfi blandaðrar byggðar þar sem nú er miðja flugvallar- ins. Ferhyrndir byggingarreitir með súlugöngum og bíla- stæðum undir miðjugörðum sem minna á grunnhugmynd skipulagsins frá 1927. Nýbyggingar merktar gulu. Áfangi 3 Helstu landslagshlutum komið fyrir: ný tjörn grafin upp og á svæðinu milli litla og stóra Skerjafjarðar þar sem lendingabrautin er nú rís hverfi lágvaxinna einbýlishúsa. Háskólinn í Reykjavík er risinn og nýja sjúkrahúsið efst á myndinni og þar fyrir neðan viðskiptahverfi og samgöngu- miðstöð, allt merkt gulu. Áfangi 2 Í þessum áfanga hefst jarðvegsundirbú - ingur og hér má sjá stöðu flugvallarins og byggin a umhverfis hann merkt með gulu. Áfangi 1 Verðlaunatillagan gerir ráð fyrir að nyrsta svæðið merkt gulu umhverfis Háskóla Íslands verði fyrst byggt upp, bæði umhverfis Aðalbygginguna og vestan og sunnan við Norræna húsið og hús Íslenskrar erfðagreiningar sem hér eru merkt svörtu. A LL A R M YN D IR B IR TA R M EÐ L EY FI S KI PU LA G S- O G B YG G IN G A RS VI Ð S RE YK JA VÍ KU R Menning Nýja sigurtillagan úr alþjóðlegri samkeppni um byggð í Vatnsmýrinni, uppboð á íslenskum málverkum í Kaupmannahöfn í mars, árangur Katalóníumanna á Frankfurtarbókamessunni þar sem Íslendingar verða heiðursgestir árið 2011, nýtt ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur, ritdómar og umfjöllun um tvær nýjar sinfóníur er meðal þess efnis sem er í Tímaritinu Menningu sem fylgir Fréttablaðinu á morgun. Hvar var Kjartan Gunnarsson? Hún sparar með því að segja upp Mogganum en hann játar veikleika sinn fyrir fi mm stjörnu hótelum – Oddný Sturludóttir og Egill Helgason setjast á rökstóla. Að kaupa sér nafn Um hundrað Íslendingar skipta eða láta breyta eiginnafni sínu á hverju ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.