Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 28
28 16. febrúar 2008 LAUGARDAGUR Zetulið LAUGARDAGUR, 9. FEBRÚAR. Það er enn í tísku hjá ákveðnum hópi að skrifa bókstafinn zetu í íslensku ritmáli þótt reglur um stafsetningu hafi losað okkur undan þeirri kvöð fyrir nokkrum áratug- um. Góður slatti af íslenskutímum í menntaskóla á æskuárum mínum fór í að tönnlast á því aftur og aftur að ðs, ds og ts ættu að breytast í zetu ef þessir stafir lentu samhliða við ákveðnar málfræðilegar aðstæður. Síðan hafa stafsetningar- reglur breyst (áður hefði maður skrifað „breytzt“) og stafsetningin gerð heldur einfaldari með því að fella að mestu niður stafinn zetu, sem í íslenskum framburði hljóm- ar hvort sem er nákvæmlega eins og stafurinn ess. Það er dáldið upp- skafningsleg tilgerð að skrifa zetu samkvæmt hinum úreltu reglum um ðs, ds og ts, soldið eins og að ganga með einglyrni eða lonéttur í staðinn fyrir að nota gleraugu, lins- ur eða fara í laser-aðgerð – nema náttúrlega þetta sé árátta eða geð- röskun en ekki tilgerð og viðkom- andi sé alvörusérvitringur. Ég sé í fréttum að það eru mikl- ar bollaleggingar í gangi um hvort Villi Þ. eigi skilið að verða aftur borgarstjóri þegar Ólafur núverandi borgarstjóri er búinn með sína salí- bunu. Það getur vel verið að annað- hvort gribba eða garðálfur gætu komið betur fyrir sig orði en Vil- hjálmur. Samt má reikna með því að kærleikurinn sigri í Flokknum sem hefur fyrirgefið stærri syndir en þær sem Villi hefur drýgt. Árni Johnsen er genginn í endur- nýjun lífdaganna sem alþingis- maður og endar ábyggilega feril sinn sem seðlabankastjóri, enda fer að koma tími á viðhald á hinni fögru byggingu, Svörtuloftum. Kabúl Karólína SUNNUDAGUR, 10. FEBRÚAR. Borðaði hádegismatinn á afgönsk- um veitingastað. Hafði ekki hug- mynd um að það væri til afganskur veitingastaður í Prag. Ég rakst á þennan stað sem heitir Kabúl Kar- ólína í einhverju registri yfir veit- ingastaði. Tilvalið að athuga hvað kokkarnir í Afganistan bera á borð fyrir Ben Laden og félaga á tylli- dögum. Þetta var fínasta máltíð: Grill- spjót með grænmeti og lambakets- bitum, einhvers konar pastakoddar, nýbakað flatbrauð, sýrður rjómi. Alveg prýðilegt. Eigandi og yfirþjónn er Hasib Saleh og heimilisfangið er Karoliny Svetlé 14, í Prag 1. Það er vitanlega útfrá götunafninu sem þessi Karól- ína er komin inn í nafnið á veitinga- staðnum Kabúl. P.S. Ég mundi kannski ekki fara í rómantískan hátíða- kvöldverð með elskuna mína á þennan stað en þarna er „heimilismatur“ sem er öðru- vísi en maður á að venjast. Arabísk áhrif frá löndunum í Miðjarðarhafsbotnum og svo indverskur keimur í ofanálag. Sambúð og samskipti fólks frá mismunandi löndum eru lífs- nauðsynleg vítamín fyrir menning- una. Sambúð er samt ekki vanda- laus. Jafnvel fólk sem elskar hvort annað út af lífinu endist stundum ekki árið í hjónabandi. Hjónaband er vitanlega nánasta sambúðarformið og það sem er mest krefjandi og mest gefandi. Að búa í þjóðfélagi með öðrum manneskjum er ekki nándar nærri eins erfitt og að vera í hjónabandi. Reglurnar sem fara þarf eftir eru mun færri og mun skýrari. Í raun og veru er alveg nóg að kunna að koma fram við náunga sinn eins og maður vill láta koma fram við sjálf- an sig. Þessi einfalda regla er samt of flókin fyrir suma. Í fréttum frá Íslandi segir: „Hátt í sjöhundruð manns, mikið til ungt fólk, hafa skráð sig í hóp á netinu sem kallar sig Félag gegn Pólverjum á Íslandi. Þar er farið niðrandi orðum um Pólverja sem búsettir eru hérlendis... Hópurinn var stofnaður á föstudaginn en síðan þá hafa hátt í sjöhundruð manns skráð sig þar inn, mikið til ungt fólk. Skráðir félagar eru meðal annars unglingar allt niður í þrett- án ára.“ Þetta er þyngra en tárum taki. Hefur þetta vesalings fólk virki- lega ekki fundið sér neitt þarfara að gera en að fjandskapast við útlendinga yfirleitt og Pólverja sér- staklega? Hvaðan kemur fólki sú hugmynd að Íslendingar séu betri eða merki- legri en aðrar þjóðir? Forfeður okkar bjuggu hérna í mikilli einangrun í meira en þús- und ár og komust hvorki upp á lag með að hlaða reykháfa, búa til almennilegan skófatnað ellegar nota hjólið til að spara sér erfiði. Samt var þetta ágætisfólk upp til hópa. Engar vísindarannsóknir stað- festa mismunandi ágæti þjóða – og gott að hafa það í huga að Íslend- ingar sem eru yngsta þjóð Evrópu hófu sögu sína, ekki sem þjóðflokk- ur sem myndaði sjálfstætt þjóð- félag, heldur sem samtök flótta- manna sem kusu heldur að freista gæfunnar á þessari norðlægu eyju en í heimalöndum sínum. Miðað við ástandið í heiminum er ennþá þörf fyrir athvarf handa flóttamönnum. Við sem erum svo heppin að vera fædd á þessu ágæta landi skulum vera þakklát fyrir það. Velgengni eða heppni fylgir sú skylda að reyna að hjálpa öðrum sem ekki eru jafnlánsamir í augna- blikinu. Rasismi er til marks um mennt- unarskort og heimsku – eða með öðrum orðum fáfræði og fordóma. Það er bara til eitt mannkyn. Við erum bræður og systur. Formaður Kínverska briddssambandsins MÁNUDAGUR, 11. FEBRÚAR. Nýlega var auglýst eftir nýjum starfsheitum fyrir ráðherra sem ekki tækju mið af kynferði ráð- herrans. Mikill er hégóminn. Og reyndar furðulegt að ráðherrar skuli ekki fyrir löngu vera farnir að kalla sig hirðstjóra. Titlar og starfsheiti eru eins og hvert annað húmbúkk sem raunverulegir valdapólitíkusar vita manna best. Það er kannski ekki úr vegi að rifja það upp að mesti leiðtogi Kínverja á síðustu öldum, sá frægi Deng Xiao ping hafði engan opinberan embættistitil þegar hann stóð á hátindi valdaferils síns – nema hvað hann var „formaður Kínverska briddssambandsins“. Þetta skýrir kannski að einhverju leyti af hverju margir minni spá- menn hafa brennandi áhuga á bridds. Baráttukveðjur til Bubba ÞRIÐJUDAGUR, 12. FEBRÚAR. Það er blessuð blíðan. Að vísu skín sólin ekki jafn skært í dag og und- anfarna daga. Grænmetisdagur í dag, þríréttuð máltíð fyrir sex- hundruð kall. Mér finnst það frábært framtak hjá Bubba Morthens að gangast fyrir stórtónleikum og rokka á móti rasisma. Ég vildi að ég gæti sungið eða glamrað á hljóðfæri eða á einhvern hátt tekið þátt í þessu. Til þess að sýna að hugur fylgi máli hjá mér sendi ég Bubba og öðrum sem að þessum tónleikum koma baráttu- kveðjur – til marks um samstöðu mína með þeim sem berjast gegn rasisma í öllum myndum ætla ég að velja bókinni sem ég er að skrifa nafnið BRÆÐUR OG SYSTUR. Blóðið er rautt hvernig svo sem hörundið er á litinn. Fyrsta flokks atvinnumiðlun MIÐVIKUDAGUR, 13. FEBRÚAR. Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera staðráðinn í því að hætta í pólitík og snúa sér alfarið að að gerast fyrsta flokks atvinnumiðlun. Nú er Flokkurinn búinn að finna enn eina toppstöðuna handa Markúsi Erni Antonssyni sem þegar hefur skrif- að nafn sitt með eldlegu letri í sög- una sem borgarstjóri og útvarps- stjóri. Tímabærar efnahagsaðgerðir FIMMTUDAGUR, 14. FEBRÚAR. Ég vissi alltaf að Geir Haarde mundi taka efnahagsmálin föstum tökum. Nú er ríkisstjórnin búin að funda í Ráðherrabústaðnum með aðilum á fjármálamarkaði. „Að sögn Geirs H. Haarde, for- sætisráðherra, var á fundinum farið yfir stöðu mála á alþjóðlegum fjármálamarkaði og hvort ástæða væri til að fara í kynningarstarf- semi á íslensku efnahagslífi.“ Þýðir þetta að John Cleese verði ráðinn í fullt starf? Bræður og systur Í Dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um zetulið, lonéttur, gribbur, garðálfa, smjörklípur, afganska matargerðarlist, rasisma – og þá óhaggan- legu staðreynd að það er aðeins til eitt mannkyn. Einnig er rætt um tíma- bærar efnahagsaðgerðir. KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar Drangajökull Grímsey Hofsjökull Húnaflói BlöndulónÓvænt samband á Ströndum Gríptu augnablikið og lifðu núna Flugmaður einn heldur því blákalt fram að hann hafi náð sambandi með GSM síma þar sem hann var staddur í Gjögri. Þykir mönnum það með ólíkindum, enda ekki vanir slíkum munaði á þessum slóðum. Er skýringanna helst að leita í því að maðurinn var með síma frá Vodafone. – Sönn saga frá 1414. Með tilkomu langdræga GSM kerfisins býður Vodafone nú stærsta GSM þjónustusvæðið á Íslandi. Skiptu yfir til Vodafone, án þess að skipta um símanúmer, með einu símtali í 1414 – strax í dag. Stærsta GSM þjónustusvæðið F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.