Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 30
30 16. febrúar 2008 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. MARGAUX HEMINGWAY FYRIR- SÆTA OG LEIKKONA FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1954. „Um tíma lifði ég lífi Ern- ests Hemingway, en að bera eftirnafnið Hemingway dugar ekki eitt og sér.“ Margaux var sonardóttir Nóbels skáldsins Ernests Hem- ingway. Hún átti glæstan feril fyrir höndum, en framdi sjálfs- morð 1996. Það var þennan sama Drottins dag fyrir 1408 árum að Georg mikli páfi fyrirskipaði að sagt yrði „Guð hjálpi þér“ þegar heyrðist hnerri. Georg I settist á páfastól árið 590 þegar svartidauði var að nálg- ast Róm. Í von lífs og góðrar heilsu gegn plágunni fyrirskipaði hann látlaus- ar bænir og sálmasöng um stræti Rómar, en eitt af fyrstu einkennum svartadauða var hnerri. Því urðu blessunarorðin „Guð blessi þig“ og „Guð hjálpi þér“ strax afar algeng meðal almennings í viðleitni hans að hefta þennan skæða sjúkdóm sem svo marga dró til dauða. Margar aðrar skýringar finnast á þessum út- breidda sið sem enn tíðkast um allan heim. Þannig ól þjóðtrú á því að hjartað stöðvaðist við hnerra, en þá áttu blessunarorðin að tryggja aftur- komu til lífsins og vera hvatning til hjartans að gefast ekki upp. Einnig var lengi við lýði sú almenna trú að sál gæti kastast úr líkama við hnerra, og að hnerri gæti opnað gátt fyrir hið illa í líkamann, en þá var hnerri leið mannsins til að knýja hið illa út aftur. Blessunarorðin urðu því eins konar skjöldur gegn hinu djöfullega. Á móti kemur sá möguleiki að orðatiltækið sé svörun við mann- legu viðbragði sem fólk skildi ekki til hlítar á þeim tíma, en einnig að fólk hafi litið á hnerra sem tákn um bænheyrslu Guðs og sagt „Guð blessi þig“ í þökk fyrir lán skaparans. ÞETTA GERÐIST: 16. FEBRÚAR ÁRIÐ 600 Páfi skipar blessun við hnerrum MERKISATBURÐIR 1854 Franz Liszt frumflytur sin- fóníuna Orpheus. 1914 Fyrst flogið á milli Los Angeles og San Francisco. 1917 Samkomuhús gyðinga er opnað í Madríd eftir 425 ára lokun. 1920 Fyrsta dómsþing Hæsta- réttar Íslands háð. 1933 Kaþólska dagblaðið Germania varar við nasist- um meðal kommúnista. 1937 DuPont fær einkaleyfi á nælonefninu. 1966 Dauðarefsing afnumin í Bretlandi. 1961 Kínverjar kveikja á fyrsta kjarnakljúf sínum. 1981 Engihjallaóveðrið ríður yfir suðvesturland. 1982 Agatha Barbara kjörin fyrsti kvenforseti Möltu. Á morgun klukkan 20 klingja klukk- ur Dómkirkjunnar í ákalli sínu til æðruleysismessu, en þá er liðinn ára- tugur frá fyrstu æðruleysismessunni. Við altarið þjónar Karl V. Matthías- son, sem nú situr á Alþingi, en einn- ig séra Anna Sigríður Pálsdóttir og séra Jakob Ágúst Hjálmarsson. „Æðruleysis messa er tilboð kirkjunn- ar til þeirra sem eru að upplifa miklar breytingar og glímuna við áfengi og fíkniefni; bæði neytendur og aðstand- endur,“ segir séra Karl, sem áður var áfengis- og vímuefnaprestur Þjóð- kirkjunnar. „Þetta eru engar harma- messur heldur þvert á móti vonar- stundir sem einkennast af gleði og ánægju. Talað er um það sem skiptir máli; Hvernig á líf mitt að vera? Hvað get ég gert til að eiga gott líf? og Hvað skiptir máli?,“ segir séra Karl og ít- rekar að vel sé hægt að eiga gott og ánægjulegt líf þótt erfiðleikar séu allt í kring; hvort sem þeir tengjast áfengi, vímuefnum eða öðru. „Margir lifa lífinu í kvíða og áhyggjum, en þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af öllu líf- inu í einu. Betra er að hugsa um dag- inn í dag með ritninguna að leiðarljósi og láta hverjum degi nægja sína þján- ingu. Lífinu má ekki eyða í kvíða yfir því sem kannski kemur aldrei, held- ur sætta sig við að ekki fæst breytt og hafa hugrekki til að breyta því sem hægt er að breyta,“ segir séra Karl, en í hverri æðruleysis messu stígur einn kirkjugesta fram og miðlar lífs- reynslu sinni með öðrum. „Þá segir fólk frá því hvernig því með einföld- um hætti tókst að sigrast á erfiðleik- um og komst í heim gleðinnar, þótt ytra umhverfi hafi ekki breyst. Fólki kann að finnast það kaldranalegt, en þeir sem eiga börn í eiturlyfjum geta samt leyft sér að brosa og vera glað- ir. Fólk verður að spyrja sig hvort lífið þurfi að vera eins strembið eða hvort það geti gert eitthvað til að breyta því,“ útskýrir séra Karl, sem frá sínum fyrstu prest skaparárum hefur haft óbilandi áhuga á áfengis- og vímuefnamálum. „Þegar ég fór að þjóna í æðruleysis- messum upplifði ég nýja vídd í prest- skap, sem fólst í meiri nálægð við fólkið. Það tengist bænastundum í lok messu þegar kirkjugestum er boðið til altaris og þeir geta beðið prest um fyr- irbænir,“ segir séra Karl, en ítrekar að þrátt fyrir þungbæra tilveru margra í æðruleysismessum sé andrúmsloft- ið ávallt fullt af gleði og mikið hlegið á kirkjubekkjum. „Áfengis- og vímu- efnaneysla er miklu víðtækari en við viljum viðurkenna og snertir marga. Hvað standa til dæmis margir ein- staklingar á bak við alla strákana á Litla-Hrauni? Hversu mörg börn kvíða því hvort pabbi verði fullur um helgina? Bara harmurinn á bak við það eitt að fjölskyldufaðirinn missir bílprófið setur daglegan takt úr skorð- um. Það er áhyggjuefni hve neysla og framboð fíkniefna eykst hratt meðal Íslendinga og ekki síst hvað þeir eru að verða umburðarlyndari gagnvart þeim,“ segir séra Karl og bætir við: „Mörgum líður illa í daglegu lífi, en upplifa vellíðan og unað þegar þeir prófa áfengi og fíkniefni. Fólk sogast svo inn í þennan heim og missir tökin í stað þess að finna hvað veitir djúpa og innilega gleði í lífinu, því fíknin gefur engin grið.“ thordis@frettabladid.is ÆÐRULEYSISMESSUR 10 ÁRA: AFMÆLISMESSA Í DÓMKIRKJUNNI Á MORGUN Guðsþjónusta gleði og vonar ÆÐRULAUS Séra Karl V. Matthíasson alþingismaður þjónar til altaris í Dómkirkjunni á morgun, í tilefni þess að tíu ár eru liðin síðan æðruleysismessur hófust í Dómkirkjunni í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Elsku hjartans mamma okkar, tengda- mamma, amma og langamma, Ebba Guðrún Eggertsdóttir Byggðavegi 143, Akureyri, lést á lyflækningadeild Sjúkrahúss Akureyrar föstudag- inn 8. febrúar síðastliðinn. Jarðsett var í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug, sérstakar þakk- ir til lækna og hjúkrunarfólks lyflækningadeildar fyrir einstaka alúð og umhyggju. Anna J. Benjamínsdóttir Brynjar St. Jacobsen Ármann Benjamínsson Sigríður Benjamínsdóttir Guðgeir Hallur Heimisson G. Gréta Benjamínsdóttir Helgi Haraldsson Eggert Benjamínsson Ásta Hrund Jónsdóttir Sævar Í. Benjamínsson Lilja Jakobsdóttir ömmu- og langömmubörn. Elskulegur, ástkær faðir okkar, tengda- faðir, bróðir, afi og langafi, Eggert Ólafsson Skarðshlíð 23e, Akureyri, sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 7. febrúar, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju þriðjudaginn 19. febrúar kl. 14.00. Sigurlaug Anna Eggertsdóttir Bergvin Jóhannsson Steinunn Pálína Eggertsdóttir Jóhann Jóhannsson Stefán Eggertsson Elín Valgerður Eggertsdóttir Hilmar Stefánsson Sigurður Grétar Eggertsson Rósa Helgadóttir Kristín J. Swan afa- og langafabörn. Hjartans þakkir fyrir vinsemd og stuðning við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu, systur og mágkonu, Þorbjargar Þorsteinsdóttur Boðahlein 21, Garðabæ, áður til heimilis að Einibergi 17, Hafnarfirði. Sérstaklega viljum við þakka umönnun og viðmót starfsfólks líknardeildar Landakots og Kvenfélagi Garðabæjar fyrir frábæran velvilja í okkar garð og virð- ingu henni sýnda. Guð veri með ykkur öllum. María Eydís Jónsdóttir Guðmundur Kr. Aðalsteinsson Vilberg Þór Jónsson Margrét Emilsdóttir Jón Sævar Jónsson Salbjörg Björnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Steinþóra og Sigurður Arndal Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Dagbjört Björnsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Eir 2. febrúar síðastliðinn. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 18. febrúar kl. 13.00. Ingibjörg Valdimarsdóttir Guðmundur Skúli Bragason Margrét Valdimarsdóttir Pétur Jónsson Valur Leonhard Valdimarsson Kristín Magnea Eggertsdóttir Héðinn Valdimarsson Margrét Sigurgeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg frænka okkar, Inga Þórunn Jónsdóttir frá Eskifirði, lést í Sunnuhlíð 14. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda Auður Eiríksdóttir Þóra Gerða Geirsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, Einar K. Sumarliðason lést á Landspítalanum í Fossvogi þann 31. janúar 2008. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda Jóhanna Einarsdóttir Hilmar Sæmundsson Hákon Ólafsson Sunneva Gissurardóttir Sveinbjörn Einarsson Kristjana Magnúsdóttir Sumarliði Gísli Einarsson Bjarni Einarsson Sigríður Guðmundsdóttir Helga Sumarliðadóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.