Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 64
36 16. febrúar 2008 LAUGARDAGUR Í gegnum söguna hefur það oft- ast verið þannig að yfirstéttin skapar tískuna. Með tískunni reynir hún að aðskilja sig frá sauðsvörtum almúganum, sem jafnóðum apar allt upp eftir henni og þarf þá nýja tísku til að leysa þá gömlu af hólmi. Þetta á ekki bara við um föt, heldur um allt annað líka. Eitt þekkt- asta dæmið er að á þeim tíma þegar alþýða manna vann á ökrum undir steikjandi sólinni kepptist yfirstéttin um að bera á sig arsenik til að verða sem hvítust í framan og sýna pöpuln- um þannig fram á að hún gat verið inn- andyra þegar henni sýndist. En eftir iðnbyltingu, þegar almúginn fluttist inn í verksmiðjur og sá sjaldnast til sólar, fór yfirstéttin að keppast um að vera sem sólbrúnust til að sýna fram á að hún gæti verið utandyra þegar henni sýndist. Sú tíska smitaði síðan út frá sér og er enn ráðandi í dag, eins og sést af sólbaðsstofum, brúnkukremum og sólarlandaferðum sem allir keppast um að komast í. Búrkur í Kabúl og djass í Harlem Annað dæmi eru búrkurnar í Afganist- an. Í Bóksalanum í Kabúl eftir Åsne Seierstad segir að rétt eftir aldamótin 1900 hafi kóngur ráðið þar ríkjum sem átti svo ungar og fallegar konur að hann vildi ekki að hver sem var góndi á þær, og lét þær því klæðast búrkum. Það þótti fínt þá sem nú að vera klædd eins og prinsessa, og því tók þjónustufólkið upp á því að stela búrkunum til að klæð- ast þeim sjálft. Brátt hafði þessi tíska breiðst út til allrar þjóðarinnar, þar til hún varð að hefð og síðan kvöð. Í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar var hverjum kónginum og keisaranum í Evrópu steypt af stóli. Hvort sem það var af þeim ástæðum eða öðrum kom að því að tískan fór að streyma í hina áttina. Hvítt efnafólk fór að dansa við jazz, jitterbug og jive, sem var ættað úr fátækrahverfum svertingja í stór- borgum Bandaríkjanna. Menn eins og Duke Ellington og síðar Louis Arm- strong urðu að stórstjörnum meðal hvítra áhorfenda, og spiluðu á stöðum þar sem svörtum áhorfendum var jafnvel ekki hleypt inn. Leður og kaggar Fyrst komst þó skriður á alþýðuvæð- ingu menningarinnar á 6. áratug aldar- innar, þegar hvítir Bandaríkjamenn eins og Elvis Presley og Jerry Lee Lewis tóku upp á því að spila svert- ingjatónlist. Gallabuxur og leðurjakk- ar, sem áður höfðu helst verið notuð af verkamönnum, urðu að einkennis- merkjum heillar kynslóðar. Og hafa á margan hátt verið fyrir allar kynslóðir síðan. Einar Kárason lýsir því ógleyman lega í Gulleyjunni þegar þessi bylgja barst til Íslands: „Það var kannski á þessum árum rokksins að stritandi alþýðumenn hættu að vera álitnir svona leppalúðar með snýtur...Þá öðluðust ungir stritar- ar stíl, æskan þurfti ekki að leita leng- ur útí hverfi ættarnafnanna að fyrir- myndum...Auðmannssynir af þeirri sort sem áður höfðu dagað uppi sem viskídrekkandi landeyður andvarp- andi kaldranaheimspeki í silkislopp- um, þeir voru orðnir gamaldags og hallærislegir. Framsýnir ríkrapabba- drengir börðust til fátæktar, fengu sér vinnu hjá togaraafgreiðslunni sem varð einhver fínasti vinnustaður lands- ins eftir að sýnd var myndin „Á Eyr- inni“ með Marlon Brando. Snobbhill- strákarnir lögðust í slitnum gallabuxum undir gamla olíuspúandi dreka og áttu þann draum æðstan að komast inn í bílskúraklíkur hörkutólanna úr braggahverfunum.“ Uppar og X-kynslóð Fleiri tískubylgjur fylgdu í kjölfarið á rokkinu. Þær sóttu kannski ekki allar í fátækrahverfin, en tóku sér ýmsa jaðar hópa til fyrirmyndar: hipparnir til bítskálda, glamrokkið til samkyn- hneigðra, og pönkið tók nafn sitt af götustrákum og karlhórum. Peningar komust ekki aftur í tísku fyrr en á 9. áratugnum, þegar upparn- ir birtust og fóru að dreifa nafnspjöld- um sínum. Í fyrsta sinn síðan fyrir tíð rokksins urðu til fyrirmyndir ungs fólks sem gerði út á auð fremur en uppreisn, silkislopparnir sóttu á leður- jakkana. Verðbréfahrunið 1987 varð þó áfall fyrir uppana, og árið 1991 lýsti blaðið Time yfir andláti þeirra. Sama ár gaf hljómsveitin Nirvana út plötuna Nevermind, og grönsjið komst í tísku. Síðhærðir menn í köflóttum skyrtum og rifnum gallabuxum sungu um til- gangsleysi alls og voru kallaðir X-kyn- slóðin, þar sem ekki var ljóst hvað hún stóð fyrir. Rappið ryðst fram Á svipuðum tíma hóf rappið að rísa upp úr fátækrahverfum Los Angeles og New York og lagði heiminn að fótum sér. Úthverfaunglingar um allan heim tóku sér gildi og málfar svartra í bandarísku gettóunum til fyrirmynd- ar, og líktu eftir gengjum eins og Bloods og Crips. Hér á Íslandi voru þeir stundum kallaðir dissarar. Sumar hljómsveitir, svo sem Public Enemy og Disposable Heroes of Hiphoprisy, ortu mótmælasöngva gegn ríkjandi skipu- lagi. En þeir lentu brátt í minnihlutan- um, því fáir hafa jafn mikinn áhuga á peningum og þeir sem eiga þá ekki. Rappararnir sem risið höfðu úr fátækt skreyttu sig gullkeðjum og keyrðu um í limósínum um leið og þeir komust til álna, meðan miðstéttarstjörnurnar höfnuðu auðhyggjunni. Velgengnin gladdi Kurt Cobain í Nirvana lítið, og hann framdi sjálfsmorð, meðan deilur Pearl Jam-manna við Ticketmaster, sem þeim fannst okra á tónleikamið- um, spillti mjög fyrir ferli þeirra fjár- hagslega séð. Tíkur og peningar Gangsta-rappararnir dásömuðu ofbeldismenn, eiturlyfjasala og hór- mangara, þær starfsstéttir sem vegn- aði best í hverfum eins og South Central. En fyrst og fremst dásömuðu þeir peninga, sem voru, ásamt því að vera umvafinn léttklæddum stúlkum, allur mælikvarði á veraldlega ham- ingju. Kom þetta skýrt fram í slagorð- um eins og „Bitches and money,“ eða í plötutitlum eins og „Get Rich or Die Trying.“ Rappið færði þannig popptónlistina þannig enn nær auðhyggjunni en rokk- súpergrúppurnar sem á undan komu höfðu gert. Fatatískan fylgdi í kjölfar- ið, fólk fór að ganga um í víðum buxum og bera hausklúta eins og tíðkaðist í South Central eða Bronx. Útþynnt varð hipphoppið síðan allsráðandi í popp- tónlist og á MTV, í gervi R&B. Engin álíka bylgja og rapptónlistin hefur riðið yfir síðan. Orðið hafa til hópar hardcore pönkara sem hafna neysluhyggjunni ásamt kjötáti og aðhyllast náttúruverndarstefnu. Fyrir- bærið hefur borist hingað með Sigga pönk og vinum hans í Saving Iceland, en hefur enn ekki náð almennri útbreiðslu. Shopaholic og Sex and the City Almenningur á Vesturlöndum hefur nú fundið sér aðrar hetjur en popp- stjörnur. Sex and the City eru líklega ein- hverjir áhrifamestu þættir seinni ára, en þeir kenndu heilli kynslóð stúlkna að ekkert væri meira töff en að safna merkjaskóm, áhugamál sem hingað til tengdist helst skúrkum eins og Imeldu Marcos. Það sama gildir um bækur eins og Shopaholic-seríuna, kaupæði þykir nú eitthvað til að vera stoltur af, kannski eins og eiturlyfjafíkn eða reykingar þóttu fyrir fyrri kynslóðum. Ekki þykir lengur tiltökumál að frægir leik- arar eins og Clive Owen eða Nicole Kidman leiki í auglýsingum, en slíkt hefði einhvern tímann verið litið niður á. Popparar eru ekki lengur tónlistar- menn heldur vörumerki, eins og ilm- vatn Christinu Aguilera er dæmi um. Ef allt er mælt í peningum verðskuld- ar sá mesta aðdáun sem á mest af þeim. Aðallinn rís á ný 20. öldin var öld alþýðunnar, fyrir- Tíska (ó)venjulega fólksins Valur Gunnarsson skoðar hvort endalok barsins Sirkus hafi mögulega áhrif á þá tískustrauma sem hafa einkennt síðustu öld. Frá vinstri: Elvis Presley kom skriðu á alþýðuvæðingu menningarinnar á sjötta áratugnum. Sólbrúnka er tíska sem er allsráðandi í dag. Íslensku hnakkarnir eru sólbrúnir með aflitað hár. Gangsta-rapparar dásama ofbeldismenn og eiturlyfjasala. B5 er einkennandi fyrir hina nýju skemmtistaði Reykjavíkurborgar. Úlpurnar eru nú við það að missa höfuðstöðv- ar sínar. Eftir standa sportbarir, þar sem íþróttaleikir yfirgnæfa allar sam- ræður, og „designer“ barir sem eru ein- hvernveginn allir eins. myndirnar voru fólk sem gerði. Nú er aftur svo farið að við dáumst helst að fólki sem fæðist inn í aðalsfjölskyldur. Kannski er ein helsta fyrirmynd sam- tímans Paris Hilton, sem aldrei hefur gert neitt annað en að vera rík. Raun- veruleikasjónvarpsþáttaröð hennar, A Simple Life, gekk út á að sýna fram á hversu ósjálfbjarga hún var við hinar ýmsu aðstæður, en jók bara aðdáun á henni ef eitthvað var. Þetta á ekki síður við um börn 68 byltingarkynslóðarinnar, svo sem Jade Jagger, Stellu McCartney, jafnvel Jakob Dylan. Allir vilja helst af öllu vera litlir prinsar og prinsessur. Um miðja 20. öld voru erfðaskattar á Bretlandi svo háir að flestar hallir og ættaróðul færðust yfir í almennings- eigu, urðu að söfnum eða jafnvel tóm- stundahúsum. Nú eru gamlar, eða nýjar, aðalsættir að kaupa sum af þess- um húsum aftur. Það sama á við hér á landi. ÍTR flutti inn í glæsilega bygg- ingu við Fríkirkjuveg sem var áður heimili Thorsættarinnar. Fjölskylda fyrrverandi eigenda keypti það nýlega aftur. Hnakkar og úlpur Hér á Íslandi má segja að helstu tísku- straumar það sem af er 21. öld hafi lýst sér í deilunum á milli Hnakka annars vegar og þeirra hinsvegar sem eru kallaðir Úlpur eða Treflar. Úlpurnar sækja fyrirmyndir sínar í jaðarmenn- ingu og hafna auðhyggjunni, að minnsta kosti í orði, þó að þeir séu flestir menntaskóla- og háskólakrakk- ar sem búa í 101. Hnakkarnir eru yfir- leitt af verkamannaættum, en með sól- bekkjabrúnku og aflitað hár eru þeir afar uppteknir af merkjavörum og peningum. Almúginn er aftur farinn að snobba upp á við eftir bestu getu. Og til þess eru yfirleitt ekki aðrar leið- ir færar en að hækka yfirdráttinn. Ef til vill er þessu best lýst í nýlegri aug- lýsingu frá Lóttó, þar sem kona talar um að ríka fólkið drekki helst sóda- vatn, en það sé eitthvað sem hún geti að minnsta kosti leikið eftir þeim án þess að setja sjálfa sig á hausinn. Úlpurnar eru nú við það að missa höfuðstöðvar sínar. Eftir standa sport- barir, þar sem íþróttaleikir yfirgnæfa allar samræður, og „designer“-barir sem hafa komið í staðinn fyrir Ara í Ögri og Kaffibrennsluna, ætlaðir þotu- liðinu og eiga að vera sérhannaðir, en eru einhvern veginn allir eins. Með Sirkus er hætta á að einn menningar- afkiminn sé að hverfa. Þeir verða sífellt færri eftir. Nema þá að yfirvof- andi verðbréfahrun bjargi okkur frá ládeyðunni. Sirkustýpan: martröð markaðsfræðingsins Tímamót urðu í menningarlífi Reykjavíkurborgar þegar barinn Sirkus lokaði. Sirkus var miklu meira en bara bar. Hann var táknrænn fyrir þá manngerð, eða kannski frekar tísku, sem hefur stundum verið kennd við póstnúmerið 101. Sjónvarpsstöð og tímarit voru nefnd sama nafni og barinn, en höfðuðu þó til annarrar manngerðar en þeirrar sem hann stunduðu. Enda gerði Sirkustýpan í því að vera nokkurs konar martröð markaðsfræðingsins og fúlsa við flestu því sem annars er otað að ungu fólki. Með endalok- um staðarins má mögulega sjá merki um endalok strauma sem ná aftur í miðja 20. öld, eða jafnvel enn aftar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.