Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 69
LAUGARDAGUR 16. febrúar 2008 VIKAN SÓTT Í LEIKSKÓLANN Yngri dóttirin, Bryndís Marta, sótt í leikskólann. SUNNUDAGUR Mætti í áhafnar- herbergið á Hótel Loftleiðum klukkan þrjú en þaðan fer áhafnarbíllinn til Keflavíkur. Við mætum klukkutíma og 40 mín. fyrir brottför og gerðum það líka að þessu sinni. Leiðindaveður olli seinkun og við urðum að bíða þang- að til tókst að koma rananum upp að vélinni. Alltaf er haldinn fundur þegar komið er um borð þar sem áhöfnin fer saman yfir flugið, farþegafjölda, flugtíma og svo framvegis. Þegar við lentum í London þurftum við að hafa snör handtök til að koma vélinni sem fyrst til baka en samt varð seinkun á brottför. Hreinsunarfólkið í London þurfti sinn tíma til að hreinsa vélina og undirbúa heimferðina. Við áhöfn- in gerðum klárt fyrir brottför og svo var farið í hefðbundna öryggisleit áður en farþegarnir komu um borð. Flugið heim gekk vel, við lentum að vísu eitthvað á eftir áætlun, sennilega um hálftvö, og ég var komin heim um þrjúleytið þessa nótt. MÁNUDAGUR Svaf aðeins út og fór svo í leikfimi um hádegis- bilið. Kristín María, níu ára, kom úr skólanum hálfþrjú með vinkonur sínar og þær gátu leikið, þar sem ekki var fimleikaæfing. Um fjögur sótti ég svo Bryndísi Mörtu í leikskólann. Eftir það var lesið og lært meðan ég var að elda. ÞRIÐJUDAGUR Var í fríi. Dreif mig í leikfimi, skrapp í búðina og sinnti ýmsum erindum. Sótti eldri stelpuna á fimleikaæfingu og hina á leikskólann. Saumaklúbbur um kvöldið. MIÐVIKUDAGUR Svaf aðeins lengur eftir að stelpurnar voru farnar í skóla og leikskóla. Átti síðdegisflug til Kaupmannahafnar svo að ég mætti hálfeitt á Hótel Loftleiðum og þá tók við sama ferli og á sunnudeginum. Kaupmannahafnarflugið er svip- að London-fluginu, yfirleitt margir Íslendingar og nóg að gera. Einhver seinkun varð vegna veðurs en flugið gekk vel og við lentum um tólfleytið. Ég var komin heim um hálf tvö. FIMMTUDAGUR Undirbúning- ur fyrir fimm ára afmæli Bryndísar Mörtu fór á fullt skrið. FÖSTUDAGUR Stúss vegna yfir- vofandi afmælis, skreyta kökur, blása í blöðrur. Við mæðgurnar fórum svo út að borða um kvöldið. Í FIMLEIKUM Fylgst með eldri dótturinni, Kristínu Maríu, á fimleikaæfingu. Í Evrópufluginu er ekkert stoppað í viðkomandi borg heldur vélin þrifin og undirbú- in fyrir heimleiðina. Í Amer- íkufluginu er hins vegar stopp- að í sólarhring, lent að kvöldi dags, gist og flogið svo heim kvöldið eftir. Áhöfninni gefst þá kostur á að njóta borgarinn- ar. Magimix - réttu tækin fyrir eldhúsið Baráttufundur í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 17. febrúar kl. 16:00 Þjóðin stendur með Þjórsá Heimamenn, þjóðkunnir listamenn og fræðimenn koma fram og leggja baráttunni fyrir verndun neðri hluta Þjórsár lið: Guðmundur Páll Ólafsson rithöfundur Birgir Sigurðsson rithöfundur Finnbogi Jóhannsson bóndi Sólveig Arnarsdóttir leikkona KK Heiða í Unun Þjórsárkórinn Listagjörningar Þjórsá er þinn auður! Sól á Suðurlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.