Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 70
42 16. febrúar 2008 LAUGARDAGUR Þegar ég kom fyrst hingað til Lomé var ég vöruð við því, sem Evrópu- búi með viðkvæman maga, að borða ekkert nema soðinn mat. Ferskt grænmeti var á bannlista vegna þess að vatnið hér getur verið fullt af hættum og því viss- ara að borða ekkert sem er þvegið upp úr því. Hins vegar hvarf tor- tryggni mín á mat eftir tvo daga þó að ég segi nú ekki að ég myndi borða hvað sem er. Matarmarkað- irnir hér eru einstaklega girnilegir og litríkir og þar er ávöxtum, græn- meti, reyktum fiski, eggjum og kjúkling raðað upp á afar fallegan hátt. Fátækasta fólkið hér lifir á grjónum ýmiss konar og rót sem kallast manjók og úr henni er gert næringarríkt hvítt mauk. Sjálf hef ég borðað dásamlegan mat hér á veitingastöðum. Úti á götu hef ég bragðað á djúpsteiktum banönum og stökkum ávaxtaflögum. Svo var ég líka svo afar heppin að fá afr- ískt heimboð, og var boðið í mat hjá konsúl Íslands í Tógó, herra Claude Gbedey, sem er einnig fjár- málastjóri SPES hér í landi. Þrátt fyrir að langflest hverfi hér í Lomé séu fátækrahverfi þar sem maður sér örbirgð þriðja heimsins í návígi þá eru örfá hverfi inn á milli þar sem þeir efn- aðri búa, og þá inni í götum sem eru lokaðar með hliði með slag- brandi fyrir og verði fyrir utan með hríðskotabyssu á öxlinni. Þjóðarréttirnir hér eru ekki ósvip- aðir kreóla mat sem er auðvitað ekki skrýtið þar sem þrælarnir frá Vestur-Afríku fluttu þá matar- gerð með sér vestur yfir hafið. Fólk hér borðar hrísgrjón og sem- ólínagrjón með ýmsu meðlæti, aðallega því sem þeir kalla „sauce“ og er bragðgóð og krydduð tómatsósa með allskyns lauk og grænmeti út í. Með þessu er borð- aður kjúklingur, nautakjöt eða fiskur og kjötið er ýmist grillað á teini eða sett í pottrétti. Þegar ég kem að húsi Monsieur Gbedey eru þar þjónar sem taka á móti mann- skapnum og vísa okkur í móttöku- herbergi í stæðilegu húsi með fallegum garði. Húsbúnaður er í frönskum stíl með afrískum áhrif- um: klassísk húsgögn og persnesk teppi en afrískar styttur og mynd- list á veggjunum og heil ósköp af gerviblómum. Ég er kynnt fyrir fólki sem vinnur í utanríkisráðu- neytinu og konu sem er fyrrver- andi ráðherra. Klæði eru jafnan skrautleg í þjóðlegum afrískum stíl og karlmenn eru í lausum mynstraðaum skyrtum og buxum en konur eru stórglæsilegar og oftast í síðum mynstruðum pils- um við aðsniðna skyrtu, með fal- legan höfuðklút og skartgripi. Eig- inkona konsúlsins heldur sig til hlés og er önnum kafin við að stjórna þjónum sem bera fram drykki og mat. Kvöldverðarborðið er glæsilegt og þar er boðið upp á gott Bordeaux-vín frá Frakklandi og hlaðborð af girnilegum mat. Hrísgrjón, önd og svínakjöt, sætar kartöflur og djúpsteiktir bananar, lauksósa og eldsterkt nautakjöt á teini. Ég fæ mér mikið af grænni chilisósu með sem vekur hlátra- sköll hjá innfæddum. „Ertu alveg viss um að þú getir borðað þetta? Varaðu þig,“ segir sessunautur minn, sem er fyrrverandi prótok- olstjóri, og hlær sínum innilega og dillandi hlátri sem einkennir þetta alúðlega og hlýja fólk. Tógóar eru mikið fyrir ræðuhöld og glösum er oft lyft með tilheyrandi þakkar- ræðum. Gbedey er fyrsti konsúll Íslands hér í landi og tók nýverið við skipunarbréfi sínu. Hann hefur einnig verið ein af drifkröft- um SPES-samtakanna sem eru mikils metin meðal heimamanna. Tógóar við borðið eru einstaklega vel menntað og elegant fólk og samræður snúast að átökum í Tsjad en þar hefur herinn ráðist á höfuðstöðvar forsetans sem verst innan rammlegrar víggirðingar. Konurnar við borðið gegna eða hafa gegnt mikilvægum stöðum innan ríkistjórnarinnar í Tógó og greinilegt er að jafnréttismál eru í ágætum farvegi. Þjónar koma svo með eftirrétt- inn á borðið en það er úrval af dásam legum ávöxtum, betri en nokkrir ávextir sem ég hef bragðað. Ananas hér er hvítur og ílangur og ótrúlega bragðgóður og mangóið er dásamlega kryddað og bráðnar á tungu. Sessunautur minn spyr hvort ekki sé vert að flytja þessa ávexti til Íslands og bendir mér líka á að Tógóar rækti fínasta kaffi og kakóbaunir og býður mér að láta sækja mig næsta dag til þess að fara með mig í verslunarferð svo að ég geti keypt kaffi, hnetur og annað til að hafa með mér heim til Íslands. Svo bíð ég bara eftir því að Bónus geri góðan samning við Tógó og fari að flytja inn eitthvað af gjöfum afrískrar náttúru til Íslands. amb@frettabladid.is Afriskt heimboð MATARMARKAÐUR Í Lomé er allur matur keyptur af götusölum PÓSTKORT FRÁ AFRÍKU Anna Margrét Björnsson skrifar frá Tógó GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA HELGARKROSSGÁTAN Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur 99 k r. sm si ð Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON Þú gætir unnið EASTERN PROMISES á DVD! Leyst u kross gátun a! Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Góð vika fyrir... ... fortíðarþrána Hvaða ár er? 1988? Það er ekki nóg með að Davíð Odds- son sé fyndinn, segjandi lúmska brand- ara um Hudd- ersfield og Vil- hjálm Þ., heldur er Bubbi Mort- hens bandbrjál- aður eins og pirraður unglingur, hraunandi yfir menn sem hafa gagnrýnt hann. Ekki nóg með það, Bubbi er líka að gera eitt- hvað af viti með sínum rasista- tónleikum í stað þess að halda snobbtónleika í Höllinni og aug- lýsa góðærisdruslur. Nú vantar bara að Hemmi Gunn byrji aftur í sjónvarpinu og Módel komi saman á ný. ... aðdáendur tjarna Loksins var hulunni svipt af skipulagi framtíðarinnar í Vatns- mýrinni. Þar ber hæst að ný tjörn verður búin til á miðju svæðinu, „Nýja tjörnin“ svokall- aða. Ekki er vitað hvað unnið er með því að hafa tvær tjarnir hlið við hlið í miðri borg – kannski verða endur í einni, en mávar í hinni? – en allir eru svona líka yfir sig hrifnir af verðlaunatil- lögunni og meira að segja Ólafur F., sem þó þarf ekki að hafa áhyggjur af því að flugvöllurinn fari eitthvað, að minnsta kosti ekki næstu tvö og hálfa árið. Þegar nýja tjörnin verður komin eru aðdáendur tjarna í góðum málum. Eins og Hollywood er „borg stjarnanna“ verður Reykjavík „borg tjarnanna“. Slæm vika fyrir... ... blaðamenn Á mánudaginn átti það að gerast. Stórtíðindi væntanleg úr sjálfri Valhöll, Vilhjálmur Þ. boðaði til blaðamannafundar klukkan 13, bein útsending og allt. Svo mætti fréttamannahópurinn og mókti í algjöru tilgangsleysi eins og unglingastóð í sjoppu bíðandi eftir því að eitthvað gerðist. RÚV hefur ekki boðið upp á jafn tilþrifalitla beina útsendingu síðan í maraþonútsendingunni af heimkomu Keikós í herflugvél- inni. Loksins þegar Vilhjálmur birtist kom til handalögmála milli starfsmanna Valhallar og blaðamanna sem voru vissir um að Villi ætlaði að varpa sprengju. Það var þó heldur betur ekki, Villi bauð upp á sama vaðalinn og áður og allir fóru heim í fýlu. ... FL grúpp FL grúpp vann sér það til frægðar í vikunni að tilkynna mesta tap á einu ári í sögu þjóðarinnar, 67,3 milljarða tap. Hvað eru 67,3 millj- arðar? Til dæmis árslaun verka- manns í 37.000 ár, 41.875 nýjar Suzuki Swift-bif- reiðar og 2.530 meðal- stórar íbúðir. Smotterí, sem sé. Nógu mikið smotterí til að það þótti taka því að verðlauna fráfarandi for- stjóra Hannes Smárason með smá vasapen- ingi, skitnum níutíu millum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.