Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 74
 16. febrúar 2008 LAUGARDAGUR Skagfirska söngsveitin og Óperukórinn í Reykjavík halda tvenna sameiginlega tónleika ásamt barnakór, þremur einsöngvurum og hljómsveit, í Langholts- kirkju í dag kl. 15 og 17. Á söngskránni eru tvö verk eftir Björgvin Þ. Valdimars- son, söngstjóra Skagfirsku söngsveitarinnar. Fyrra verkið sem flutt verður er „Jörð“ en það frumflutti kórinn á vortónleikum sínum árið 2001. Nú hefur Björgvin endurskrifað verkið og hefur meðal annars skrifað það út fyrir fullskipaða hljómsveit, þannig að segja má að um endurfrumflutning sé að ræða. Um frumflutning er að ræða í tilfelli seinna verksins. Það heitir „Solveig á Miklabæ“ og er byggt á sögunni um Mikla- bæjar-Solveigu sem flestir kann- ast við. Textinn við bæði verkin er eftir Bjarna Stefán Konráðs- son. Solveig var ráðskona hjá séra Oddi á Miklabæ á átjándu öld. Felldu þau hugi saman, en á þessum tíma þótti óviðeigandi að prestur ætti í sambandi við konu af lægri stétt. Þeim var stíað í sundur og fór svo að séra Oddur giftist annarri konu. Í kjölfarið framdi Solveig sjálfs- víg. Mörgum árum seinna hvarf séra Oddur sporlaust og hefur draugi Sol veigar verið kennt um hvarf hans. Björgvin segir söguna af Solveigu og séra Oddi lengi hafa verið sér hugleikna. „Ég heyrði söguna af Solveigu á Miklabæ sem strákur og hún hefur gerj- ast með mér síðan. Við Bjarni höfum kosið að nálgast söguna sem mannlega harmsögu fremur en draugasögu. Í verkinu göng- um við þannig út frá því að Solveig hafi verið fórnarlamb tíðar andans sem ríkti á átjándu öld.“ Þegar Skagfirska söngsveitin frumflutti verkið „Jörð“ árið 2001 varð Björgvin strax var við mikil viðbrögð frá tónleikagest- um. „Ég tel óhætt að segja að ekkert verk sem söngsveitin hefur flutt hafi vakið jafn mikil viðbrögð. Fólk hringdi meira að segja í mig heim eftir tónleikana til þess að tjá mér ánægju sína. Verkið fjallar um andstæður sem koma fram í náttúrunni og fegurð landsins og er býsna vold- ugt og hljómmikið.“ Til að koma hughrifum verk- anna til skila hefur Skagfirska söngsveitin fengið Óperukórinn í Reykjavík til liðs við sig. Stjórn- andi Óperukórsins, Garðar Cortes, stjórnar flutningi á tón- leikunum. Þá mun barnakór einnig syngja með kórunum ásamt þremur einsöngvurum, þeim Nönnu Maríu Cortes messó- sópran, Aroni Axel Cortes bassa og Hlöðver Sigurðssyni tenór. Undirleik annast 27 manna sin- fóníuhljómsveit. Björgvin segir tónlistarfólkið hafa unnið vel saman. „Samstarfið við Óperu- kórinn hefur verið mjög ánægju- legt í alla staði. Það er frábært að starfa með Garðari og hann hefur miðlað okkur af reynslu sinni.“ vigdis@frettabladid.is Mannleg nálgun á sögu Solveigar og séra Odds ARON AXEL CORTES Einn af einsöngvur- unum sem koma fram á tónleikum í Langholtskirkju í dag. BJÖRGVIN Þ. VALDIMARSSON Stjórnandi Skagfirsku söngsveitarinnar og tónskáld. MasterCard Mundu ferðaávísunina! Barcelona Vorveisla Prag Budapest Kraká Vilnius FÖSTUDAG 15. FEB KL. 20:30 BERGÞÓRA ÁRNADÓTTIR 60 ÁRA Minningartónleikar um söngvaskáldið ÖRFÁ SÆTI LAUS SUNNUDAG 17. FEBRÚAR KL. 20 ÞJÓÐARGJÖF TIL ÍSLENDINGA Einn fremsti kammerkór heims. NOKKUR SÆTI LAUS ÞRIÐJUDAG 19. FEBRÚAR KL. 20 DENIS BOURIAKOV OG VÍKINGUR HEIÐAR ÓLAFSSON Tvær rísandi stjörnur. ÖRFÁ SÆTI LAUS LA TRAVIATA giuseppe verdi sigrún pálmadóttir | jóhann friðgeir valdimarsson | tómas tómasson „Frumsýning í Hafnarfjarðarleikhúsinu er alltaf tilhlökkunarefni. Í þetta sinn stigu flinkir leikarar á svið með skemmtilega sýningu.“ Elísabet Brekkan, Fréttablaðið. „Hjálmar Hjálmarsson fer á kostum í hlutverki sjón- varpsins“ „ ... get ég ekki annað en mælt með sýningunni, sem er troðfull af skemmtilegum atriðum ...“ Martin Regal, Morgunblaðið. „ ... konan sem sat tveim sætum frá mér hló oft hátt og snjallt. Og ég er viss um að hún var í raun og veru að skemmta sér...“ Jón Viðar Jónsson, DV. Midasala: 555 2222. www.midi.is i í f fj l i i llt f til l f i. tt i ti i i l i i til i . lís t , tt l i . j l j l f t í l t i j i ... t i lt i i, t f ll f til t i ... ti l, l i . ... t t i t f l ft tt j llt. i í t ... i ss , . Næstu sýningar Lau. 16. febrúar kl. 20 Lau. 23. febrúar kl. 20 Lau. 1. mars kl. 20 27. febrúar 28. febrúar 2.mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.