Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 82
54 16. febrúar 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Burnley hafa verið að gera góða hluti í 1. deildinni á Englandi undanfarið og sæti í úrslitakeppni deildarinnar er nú seilingarfjarlægð. Jóhannes Karl, eða Joey eins og Bretarnir kjósa að kalla hann, er afar ánægður með gengi liðsins. „Þetta er búið að ganga mjög vel hjá okkur upp á síð- kastið og nú verðum við bara að herða róðurinn á loka- kaflanum og ná betri úrslitum á heimavelli okkar, Turf Moor, ef við ætlum að ná sæti í úrslitakeppninni,“ sagði Jóhannes Karl, sem hefur gengið í endurnýjun lífdaga hjá Burnley eftir að Steve Cotterill var rekinn sem knattspyrnustjóri félagsins og Owen Coyle ráðinn í hans stað um miðjan nóvember á síðasta ári. „Það kom mér óneitanlega vel að Cotterill var rekinn þar sem ég var í raun og veru ekki lengur í plönunum hjá honum þrátt fyrir að hann hafi fengið mig til félagsins á sínum tíma. Coyle hefur gefið mér tækifæri með liðinu og ég hef komið við sögu í öllum leikjunum síðan hann tók við. Ég er þakklátur fyrir það og vona að hann sé ánægður með framlag mitt til liðsins,“ sagði Jóhannes Karl, sem telur Burnley-liðið afar vel mannað. „Við erum náttúrlega með mjög reynslumikið lið og marga leikmenn sem hafa spilað í úrvalsdeildinni á Englandi. Koma Andy Cole til Burnley var gott spark í rassinn á mönnum og undir- strikar líka metnað félagsins enn frekar. Innan vallar er Cole hreint út sagt ótrúlegur leikmaður sem þefar uppi hvert einasta færi og hættir aldrei, en utan vallar er hann mjög rólegur og alveg laus við stjörnustæla. Hann er líka frábær á boltanum og það er líka það skemmtilegasta við núverandi knattspyrnustjóra Burnley að hann vill að við spilum góðan fótbolta en kýlum boltann ekki endalaust upp völlinn eins og forveri hans í starfi lagði gjarnan upp með,“ sagði Jóhannes Karl, sem er bjartsýnn á framtíð sína hjá Burnley. „Það er allt jákvætt í kringum Burnley í augnablikinu. Ég á tvö ár eftir af samningi mínum við félagið eftir þessa leiktíð og er því bara mjög ánægður,“ sagði Jóhannes Karl. JÓHANNES KARL GUÐJÓNSSON: ER AFAR ÁNÆGÐUR MEÐ LÍFIÐ HJÁ BURNLEY Í 1. DEILDINNI Á ENGLANDI Andy Cole er hreint út sagt ótrúlegur leikmaður Ármúla 22 • 108 Reykjavík • Sími 533 5900 • www.skrifstofa.is Opnunartími: mánud. - föstud. 9:00 til 18:00 og laugard. 11:00 - 15:00 HÅG Capisco er margverðlaunaður skrifstofustóll sem hentar einstaklega vel fyrir þá sem kjósa að vinna við hæðarstillanleg rafmagnsskrifborð. Það er mjög auðvelt að sitja í mjög lágri stöðu upp í það að vera hálfstandandi. Capisco skrifstofustóllinn er með10 ára ábyrgð og lífstíðarábyrgð á hæðarpumpu BR O S 01 37 /2 00 7 Hönnuður Peter Opsvik Capisco er heilsuvænn vinnufélagi Tilboðsverð frá kr. 78.273.- > Geir kúrir undir feldinum Geir Sveinsson gaf HSÍ ekki svar við því í gær hvort hann væri til í að taka við íslenska landsliðinu í handknattleik líkt og búist var við. Geir sagði á fimmtudag að hann lægi undir feldi og hann kúrir þar enn. Einar Þorvarðar- son, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði í gær að engin tíðindi væru komin og varðist allra frétta. Ekki náðist í Geir í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. KÖRFUBOLTI KR og Keflavík buðu upp á stór- skemmtilega skemmtun í DHL-höllinni. Í síð- ustu viðureign liðanna niðurlægðu Keflvíking- ar Íslandsmeistarana og KR ætlaði svo sannarlega að svara fyrir það tap. Það gerðu Vesturbæingar því þeir voru mun betri og sterkari á öllum sviðum leiksins og unnu sann- gjarnt, 80-69. KR-ingar jöfnuðu þar með Kefla- vík að stigum og sendu um leið skýr skilaboð með frammistöðu sinni í leiknum. Sannkölluð úrslitakeppnisstemning var í DHL-höllinni í gær. Fullt hús af áhorfendum og ótrúlega góð stemning þar sem „Miðjan“ fór hreint á kostum. Miðjan stríddi leikmönnum Keflavíkurliðsins óspart og virtust þeir ekki höndla pressuna og „kyndingarnar“. KR náði fljótt ágætu forskoti og leiddi með sex stigum eftir fyrsta leikhluta, 18-6. Það var aðeins meira líf í Keflvíkingum í öðrum leik- hluta en KR-ingar héldu þeim ávallt í seilingar- fjarlægð. Mikið munaði um að útlendingarnir sterku, Johnson og Walker, voru nær meðvit- undarlausir hjá Keflvíkingum; hvorugur skor- aði stig í hálfleiknum en KR leiddi með átta stigum í leikhléi, 37-29. Baráttan hélt áfram í síðari hálfleik. Kefla- vík barðist grimmilega við að komast inn í leik- inn en Suðurnesjamenn voru í stórkostlegum vandræðum með að brjóta niður frábæran varnarleik KR-inga. KR-ingar spiluðu síðan skynsaman sóknarleik og léku sem ein liðs- heild, ólíkt Keflvíkingum þar sem einstakl- ingsframtakið var í fyrirrúmi. Munurinn var 11 stig eftir þrjá leikhluta, 60- 49, og Keflvíkingar náðu í raun aldrei að ógna KR í leiknum af neinu viti. Mikill hiti var í leik- mönnum sem og áhorfendum og upp úr sauð undir lokin þannig að vísa varð einhverjum stuðningsmönnum Keflavíkur út úr húsi. KR-ingar fögnuðu geysilega í leikslok og ljóst að meistararnir eru að koma upp á hár- réttum tíma. „Ég held að menn séu svolítið að gleyma því að við erum Íslandsmeistarar. Það kom aldrei til greina að láta niðurlægja okkur tvisvar. Við erum að senda skýr skilaboð hér í dag og deildin verður að átta sig á því að KR er stórveldið og við ætlum okkur að klára þennan titil. Það er pottþétt,“ sagði Fannar Ólafsson, fyrirliði KR-inga, sem sneri aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Hann er fyrrverandi leikmaður Keflavíkur og leiddist ekkert að vinna sína gömlu félaga. „Það er sérstaklega gaman og ég flýtti komu minni til baka út af þessum leik.“ Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavík- ur, vildi meina að KR hefði ekki unnið leikinn heldur hefði Keflvíkingar tapað honum sjálfir. „Við töpuðum og það var enginn að vinna okkur. Þetta er það lélegasta sem ég hef séð til minna manna í vetur. Menn voru að reyna of mikið sjálfir og þá getum við ekkert,“ sagði Sigurður, sem blæs á að útlendingar Keflavík- ur séu betri en aðrir útlendingar í deildinni. „Þeir eru síst betri en aðrir. Þeir lentu í góðri liðsheild og þá eru þeir góðir. Þeir persónulega eru ekkert mjög góðir og það sáum við í dag. Þú mátt alveg skrifa það,“ sagði Sigurður ákveðinn. henry@frettabladid.is Meistararnir sendu skýr skilaboð Keflvíkingar áttu aldrei möguleika gegn geysilega grimmum KR-ingum þegar topplið Iceland Express- deildarinnar mættust vestur í bæ í gær. KR-ingar voru grimmari og sterkari á öllum sviðum leiksins og unnu mjög sanngjarnan og sannfærandi sigur, 80-69. Keflavík heldur þó toppsæti deildarinnar. STEMNING Gríðarleg stemning og barátta var í KR-liðinu í gær. Hér fagna þeir JJ Sola og Joshua Helm en þeir áttu báðir góðan leik. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Valur og Afturelding mættust í þriðja sinn í N1-deild karla í vetur og loks náði Valur að sigra, 36-22. Þrjú af sjö stigum Aftureldingar í deildinni til þessa komu gegn Val og má segja að Valur hafi náð að kveða Aftureld- ingargrýlu í kútinn og það á glæsi- legan hátt. Eins og lokatölurnar bera með sér náði leikurinn aldrei að verða spennandi. Valur komst í 6-2 þegar korter var liðið af leiknum og tíu mínútum síðar var enn fjögurra marka munur, 12-8. Þá skoraði Valur sex mörk í röð áður en Aftur- elding skoraði síðasta mark hálf- leiksins rétt fyrir leikhlé, 18-9. Yfirburðir Vals voru ekki minni í síðari hálfleik og það þrátt fyrir að liðið sýndi engan stjörnuleik. Baráttan sem einkennt hefur Aftur eldingu í vetur virðist vera fokin út í veður og vind. Valur hélt sjö til tíu marka forystu allan síð- ari hálfleikinn þar til liðið bætti um betur síðustu mínútur leiksins og jók forskotið í 14 mörk áður en flautað var til leiksloka. Óskar Bjarni Óskarsson var ánægður með að ná loks að sigra Aftureldingu í vetur. „Menn voru trekktir fyrir leikinn því þeir hafa spilað virkilega vel gegn okkur í vetur. Þeir eru seigir og var þetta langversti leikurinn þeirra gegn okkur í vetur. Það vantaði þennan neista, samheldni og baráttu sem hefur einkennt þeirra leik. Mér fannst við ekki vera neitt frábær- ir. Það er mikil breidd í liðinu og margir sem tóku af skarið en við eigum mikið inni. 5-1 vörnin var góð í fyrri hálfleik en mér fannst við hætta svolítið í seinni hálfleik, sem er svo sem eðlilegt eftir að hafa fengið á okkur níu mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Óskar eftir góðan sigur sem kom liðinu í annað sæti deildarinnar. Aftureld- ing er sem fyrr í næstneðsta sæti. - gmi Valur valtaði yfir Aftureldingu og hefndi fyrir þrjú töpuð stig fyrr í vetur: Valsmenn borðuðu kjúklingana af bestu lyst í Vodafonehöllinni HEITUR Baldvin Þorsteinsson var sjóðheitur í gær og skorar hér eitt af átta mörkum sínum í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Iceland Express-deild karla: KR-Keflavík 80-69 (37-29) Stig KR: Joshua Helm 18, JJ Sola 14, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 13, Brynjar Þór Björnsson 11, Avi Fogel 11, Helgi Már Magnússon 9, Fannar Ólafsson 4. Stig Keflavíkur: Tommy Johnson 15, Bobby Walker 12, Arnar Freyr Jónsson 8, Sigurður Þorsteinsson 7, Anthony Susnjara 7, Magnús Þór Gunnarsson 6, Þröstur Jóhannsson 6, Jón Norð- dal Hafsteinsson 5, Gunnar Einarsson 3. Fjölnir-ÍR 67-112 Stig Fjölnis: Sean Knitter 22, Anthonu Drejaj 9, Tryggvi Pálsson 8, Hjalti Vilhjálmsson 8, Níels Dungal 3, Ægir Steinarsson 2, Valur Sigurðsson 2, Stig ÍR: Nate Brown 23, Hreggviður Magnússon 21, Sveinbjörn Claessen 18, Steinar Arason 15, Tahirou Sani 13, Ómar Sævarsson 6, Jakob Egils- son 6, Eiríkur Önundarson 5, Ólafur Sigurðsson 2, Þorsteinn Húnfjörð 2, Davíð Fritzson 1. N1-deild karla: Valur-Afturelding 36-22 (18-9) Mörk Vals: Arnór Malmquist Gunnarsson 10/5 (16/5), Baldvin Þorsteinsson 8 (9), Sigurður Egg- ertsson 7 (8), Elvar Friðriksson 3 (6), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Hjalti Þór Pálmason 2 (5), Fannar Þór Friðgeirsson 2 (5), Sigfús Páll Sigfússon 1 (1), Kristján Þór Karlsson 1 (3), Ingvar Árnason (1), Pálmar Pétursson (1) Varin skot: Pálmar Pétursson 17/2 (39/2 43,6%) Hraðaupphlaup: 8 (Baldvin 4, Elvar 2, Arnór, Sigurður) Fiskuð víti: 5 (Baldvin 2, Arnór, Fannar, Orri) Utan vallar: 12 mínútur Mörk Aftureldingar: Einar Örn Guðmundsson 6 (12/1), Daníel Jónsson 5 (6), Jóhann Jóhannsson 3 (4), Ingimar Jónsson 3 (7), Davíð Ágústsson 2 (4), Magnús Einarsson 2 (7), Ásgeir Jónsson 1 (3)Hilmar Stefánsson (2/2) Varin skot: Oliver Kiss 10 (27/2 37%), Davíð Svansson 7 (26/3 26,9%) Hraðaupphlaup: 5 (Einar, Davíð, Ingimar, Jóhann, Magnús) Fiskuð víti: 3 (Hilmar, Einar, Magnús) Utan vallar: 18 mínútur ÚRSLIT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.