Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 83
LAUGARDAGUR 16. febrúar 2008 55 FÓTBOLTI Leikið verður í fimmtu umferð FA- bikarsins á Englandi um helgina þar sem aðeins sex úrvalsdeildarlið eru á meðal þeirra sextán liða sem eru eftir í keppninni. Stórleikur 16- liða úrslita er vitanlega leikur toppliðanna tveggja í ensku úrvalsdeildinni, Arsenal og Manchester United, á Old Trafford í dag kl. 17:15. Leikur Manchester United og Arsenal er fyrir margar sakir merkilegur fyrir utan það að vera leikur tveggja bestu liða ensku úrvals- deildarinnar í dag. United og Arsenal eru þau félög sem hafa oftast unnið elstu útsláttar- keppni heims, FA-bikarinn, en United hefur unnið ellefu sinnum og Arsenal tíu sinnum. Leikurinn er 100. leikur Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóra United, í FA-bikarnum, en starfsbróðir hans hjá Arsenal, Arsene Wenger, er næstreyndastur í FA-bikarnum af núver- andi stjórum ensku úrvalsdeildarinnar og stýrir Arsenal í 64. sinn. Rooney og Evra snúa aftur í lið United Wayne Rooney og Patrice Evra snúa aftur í lið United eftir að hafa tekið út leikbann og Louis Saha er aftur orðinn leikfær eftir að hafa jafnað sig á enn einum meiðslunum. Hjá Arsenal eru Kolo Toure og Emmanuel Eboue eru komnir aftur úr Afríkukeppninni en Theo Walcott og Gael Clichy eru meiddir og ólíklegt er að Bacary Sagna leiki vegna persónu- legrar ástæðu. Bæði United og Arsenal eru að keppa á þremur vígsstöðum og líklega er FA-bikarinn neðstur í forgangsröðinni hjá bæði Ferguson og Wenger, þannig að búast má við nokkrum breytingum á byrjunarliðum beggja liða enda mikilvægir leikir í Meistaradeildinni í byrjun næstu viku. „Ég held að bæði lið eigi eftir að gera nokkrar breytingar á liðum sínum. Allavega mun ég gera nokkrar breytingar á mínu liði. Ég efast samt ekki um að leikurinn verði dæmigerður leikur á milli United og Arsenal með næga keppni, baráttu og góðan fótbolta,“ sagði Ferguson á blaðamannafundi í gær. Chelsea og Liverpool verða einnig í eldlín- unni í dag en Chelsea fær Huddersfield í heim- sókn á Brúna og Barnsley mætir Liverpool á Anfield. - óþ Átta leikir fara fram í FA-bikarnum á Englandi um helgina en United og Arsenal mætast í stórleik dagsins: Tímamótaleikur fyrir Sir Alex Ferguson 100. LEIKURINN Sir Alex Ferguson stýrir Manchester United í 100. skiptið í FA-bik- arnum þegar liðið tekur á móti Arsenal á Old Trafford í dag. NORDIC PHOTOS/GETTY SUND Það verður mikið um dýrðir í Laugardalslauginni í kvöld þegar keppt verður í „KR Super Challenge“ þar sem átta karlar og átta konur keppa í 50 metra flugsundi með útsláttarfyrir- komulagi. Keppnin er einn af hápunktun- um á Gullmóti KR sem stendur yfir alla helgina. Á meðan keppnin fer fram myndast einstök stemmning því tónlist og ljósagangur eru í aðalhlutverki á meðan keppendur keppa einn á móti einum þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. Í fyrsta riðli keppir fyrsti maður við þann áttunda, annar við þann sjöunda og svo fram- vegis. Peningaverðlaun verða veitt fyrir fyrsta og annað sæti og nema fyrstu verðlaun 20 þúsund krónum. Örn Arnarson úr SH og Sanja Jovanovic frá Króatíu sigruðu þessa keppni í fyrra, Örn eftir harða keppni frá Króatanum Mario Todravocic en Sonja hafði betur í úrslitum gegn Kolbrúnu Yr Kristjándóttur. - óój Gullmót KR í sundi 2008: Einstök sund- keppni í kvöld VANN Í FYRRA Örn Arnarson vann KR Super Challenge árið 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Átjan frjáls- íþróttamenn og -konur keppa um Íslandsmeistaratitilinn í fjöl- þrautum um helgina. Þrettán keppa í sjöþraut karla sem fram fer í dag og á morgun, en fimm keppa í fimmtarþraut kvenna á morgun. Við sama tækifæri keppa einnig níu sveinar og 22 meyjar í sömu greinum um titilinn í sínum aldursflokki. Alls eru 49 keppendur frá ellefu félögum og samböndum skráðir til leiks í Laugardalshöllinni. Flestir keppendur koma frá ÍR, samtals 16, og næstflestir frá Breiðabliki eða níu. Keppendur koma víðs vegar að af landinu, meðal annars frá Siglufirði, Þing eyjarsýslum, Eyjafirði, Skagafirði, Höfn og Þorlákshöfn. - óój MÍ í fjölþrautum um helgina: Átján keppa um titlana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.