Fréttablaðið - 17.02.2008, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 17.02.2008, Blaðsíða 84
MENNING 48 Afi ullarsokkur og dalur drauganna er fimmta bók Kristjáns Hreinssonar um ævintýri Badda og vina hans. Baddi þessi er strák- lingur sem á alveg frábær- an afa sem er kenndur við ullarsokk og fjölmarga félaga aðra sem flestir eiga sér einnig eitthvert viður- nefni. Þessi saga hverfist aðal- lega um ferðalag Badda og afa vestur í Dalasýslu og svaðilför þeirra í göngum með Kolbeini bónda sem hefur, líkt og margar aðrar persónur þessarar sögu, komið fyrir í fyrri Badda- bókunum. Ævintýrin sem Baddi segir frá eru bæði stór og smá, fólkið í sveit- inni sem og í þorpinu þar sem fjölskylda hans býr er upp til hópa stórfurðulegt og uppátækjasamt. Sam- skipti Badda og Bjarna litla vinar hans (sem talar í útúr- snúningum á málsháttum sem fljótt verður leiði- gjarnt) eru fyrst og fremst við fullorðið fólk en ekki jafnaldrar þeirra. Brandar- ar, orðaleikir og vísanir í sögunni hafa því meira skemmtanagildi fyrir eldri aldurshóp – það mætti kannski segja að þetta væri bók fyrir öldruð börn. Þessi raunsæislega saga er ekki frumleg; margt í henni sem minnir á barna- bækur níunda áratugarins. Þá voru ófár sögur skrifað- ar um sveitastörf og stemn- ingu í sjávarþorpum þar sem „borgin“ og „nútím- inn“ voru blessunarlega fjarri. Sagan um afa ullar- sokk og dal drauganna er lituð af mikilli fortíðarþrá en boðskapur hennar er sígildur – óskin eftir ein- földu lífi og mikilvægi þess að sýna öðrum virðingu og sanngirni Í bókinni eru svarthvítar teikningar eftir Ágúst Bjarnason sem eru nokkuð skondnar en ósköp hefði verið skemmtilegt að prenta þær í lit. Kristrún Heiða Hauksdóttir Fortíðarþrá og ullarsokkar Kristján Hreinsson rithöfundur. AFI ULLARSOKKUR OG DALUR DRAUGANNA Kristján Hreinsson Nú þegar á annað ár er liðið síðan Bandaríkjaher yfirgaf herstöðina á Miðnesheiði er mjög við hæfi að rifjað sé upp hvernig stöðin varð til á fimmta áratugnum og þær pólitísku deilur sem stóðu um hana á eftirstríðsárun- um. Þessu verkefni, sem til- tölulega lítið hefur verið rannsakað til þessa, hefur Friðþór Eydal, fyrrverandi upplýsingafulltrúi varnar- liðsins, helgað sig í þessari nýjustu bók sinni. Í bókinni lýsir Friðþór til- urð Keflavíkurstöðvarinnar, sem var langstærsta ein- staka framkvæmd Banda- ríkjahers á Íslandi á stríðs- árunum, og þeim deilum sem stóðu um hana eftir að íslenska ríkið eignaðist hana að stríðinu loknu. „Mikil- vægi Keflavíkurstöðvarinn- ar í varnaráætlunum Banda- ríkjanna í upphafi kalda stríðsins olli hatrömmum deilum um afkastamesta samgöngumannvirki þjóðar- innar og samskipti Íslands og Bandaríkjanna,“ segir í káputexta bókarinnar. Friðþór byggir verkið á víðtækri heimildaöflun í skjalasöfnum hernaðaryfir- valda, íslenskra og banda- rískra stjórnvalda og í frá- sögnum heimildarmanna. Það gefur bókinni sérstakt gildi hve margar áður óbirt- ar ljósmyndir úr ýmsum söfnum, bæði opinberra og einkaaðila, er í henni að finna. Þær hjálpa til að varpa skýru ljósi á þennan merka umrótskafla í Íslandssög- unni, sem er ágætlega lýst í titli bókarinnar, frá heims- styrjöld til herverndar. Friðþór skilur við efnið þar sem kalda stríðið milli nýju stórveldanna í vestri og austri er sífellt að færast í aukana, Íslendingar sögðu endanlega skilið við hlut- leysisstefnu með stofnaðild að Atlantshafsbandalaginu og grunnurinn er lagður að nýjum herverndarsamningi við Bandaríkin. Þannig má vænta þess að Friðþór ætli sér að taka þar upp þráðinn í nýju bindi um sögu Kefla- víkurstöðvarinnar og varn- arsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna. Það væri verðugt. Auðunn Arnórsson Ljósi varpað á merkan kafla FRÁ HEIMSSTYRJÖLD TIL HERVERNDAR Keflavíkurstöðin 1942-1950 Friðþór Eydal Höfundarnir lýstu verkum sínum nokkuð í síðustu Les- bók Morgunblaðsins fyrir tónleikana. John Speight segir að sinfónía sín sé um stríðið í Írak. Hann er mikill friðarsinni. Í sinfóníu hans er and- rúmsloftið þröngt og kæf- andi og ber jafnvel keim af eins konar kaos og ráðleysi, tónmyndir standa stutt við og eru sundurlausar. Hljóm- sveitarbúningurinn er matt- ur og ógagnsær þó stundum heyrist skærir kaflar, sér- staklega þegar stök hljóð- færi, t.d. klarinett og tromp- et láta til sín taka. Þessar strófur hljóma eins og lítil mannleg örlög einstaklinga sem kæfð eru í sviplausum grimmdarmassa. Hvergi er frelsi, hvergi andblær. Bara kæfandi tortúr. Það er erfitt að hlusta á þetta verk, það er í raun innhverft og þján- ingarfullt en samt afskap- lega mannlegt. Á einum stað heyrist einstaklega sorgar- blandinn sellóleikur sem er líkt og síðustu leifar mennskunnar í hryllingn- um. Þetta er tilfinningalega erfitt verk sem heimtar mikið af hlustandanum þó það sé ekki tónlistarlega strembið áheyrnar. Sinfónía Atla Heimis fjall- ar um hamingjuna, frelsið og dauðann. Textinn við tón- listina er eftir Heinesen, Kasantsakis og Gunnar Gunnarsson. Textinn sem á að vera um dauðann fjallar reyndar um sjálfsvíg, maður lætur sig reka á ísjaka til hafs þar til bráðn- ar undan honum. Þetta finnst mér einkennilegt val á texta sem á að fjalla um dauðann. Og á maður að reyna að útleggja það eitt- hvað? Nei, það geri ég ekki, en það er ekki hægt að horfa framhjá því að þetta er ekki eðlilegur dauði. Sinfónía Atla er seiðandi verk en samt opið og úthverft næstum því til enda. Söngraddirnar eru þjálar og lýsandi og hljóm- sveitarbúningurinn er hugs- un og myndvísi textans til mikillar áherslu jafnframt því að hann hefur sitt eigið gildi og bakraddirnar, ásamt glitríkum hljómsveitarblæ, sveipa tónlistina ákveðnum töfraljóma, búa til sérstak- an og skýran hljóð- og skáld- legleikaheim. Í seinni hluta síðasta kaflans dofnar hinn úthverfi blær og hann verð- ur innhverfur – dauðinn nálgast. Atli minnir í viðtalinu í Lesbókinni á orð Mahlers um það að sinfóníuformið eigi að spanna gervallan heiminn eða mannlífið. Ég er ekki frá því að í þessari sinfóníu sé hann á vissan hátt meðvitað og meðfram að gjalda þakkarskuld hinum horfna meistara. Blær tónlistarinnar minnir stundum á Das Lied von der Erde (enda fjalla verkin mikið til um það sama) og sinfóníur meistarans, t.d. trompetkallið í upphafi ann- ars kaflans og þetta kemur líka fram í upphafshljómum þriðja kaflans sem er mál- andi mahlerískt og víðar og víðar. Í verkinu skynja ég líka það sem ég vil kalla sin- fóníska gleði, nautn tón- skáldsins af að semja tón- listina sem smitar til áheyrenda. Flytjendur sungu og spil- uðu af mikilli sannfæringu og elegans. Og sama er að segja um sinfóníuna eftir John Speight. Því miður var ekki nærri því hálft hús á tónleikun- um. En þessir tónleikar voru algjör veisla. Sigurður Þór Guðjónsson Algjör sinfóníuveisla SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI 7. FEBRÚAR Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einsöngvarar: Ágúst Ólafsson, Gunnar Guðbjörnsson. Bakraddir: Hrólfur Sæmundsson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir. Stjórnandi: Thomas Kutling. Efnisskrá: John Speight: Sinfónía nr. 4; Atli Heimir Sveinsson: Sinfónía nr. 3. John Speight Atli Heimir Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.