Fréttablaðið - 17.02.2008, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 17.02.2008, Blaðsíða 102
30 17. febrúar 2008 SUNNUDAGUR Sífellt er að færast í aukana að íslenskir karlmenn láti laga aðeins útlitið hjá lýtalæknum. Vinsælast er að láta fjarlæga ástarhandföng og undirhöku og aðgerðir í kringum augu og nef eru einnig vinsælar. Engar nákvæmar tölur eru til um kringum fjölda slíkra aðgerða en áætlað má reikna með að þær séu í kringum hundrað á ári. Dr. Ottó Guðjónsson hjá Lækna- húsinu segir að ekki sé um neina eiginlega sprengingu að ræða en vissulega sé þetta hægfara þróun sem hófst fyrir fimm árum eða þegar umtalað góðæri fór að láta verulega á sér kræla í íslensku þjóð- lífi. „Það var ekki úr háum söðli að detta,“ segir Óttó, sem hafði ekki tölur á reiðum höndum yfir hversu margar fegrunaraðgerðir á körlum hann fram- kvæmdi á ári hverju. „Þetta er ekki nein sprenging en vissulega finnur maður aðeins meira fyrir þessum áhuga,“ bætir hann við. Þórir S. Njálsson, lýtalæknir hjá Lækningu, sagðist í samtali við Fréttablaðið gera í kringum þrjátíu slíkar aðgerðir á ári. Hann tók undir orð Ottós og sagði þetta vera hæg- fara þróun. „Þetta er vissulega aukn- ing en ekkert sem hefur gerst snögg- lega,“ útskýrir hann. Þórir segist aðallega gera tvenns konar aðgerðir: annars vegar séu það hin illa séðu ástarhandföng sem eru fjarlægð með fitusogi og hins vegar aðgerðir í kringum augun. „Mönnum finnst þeir þá vera svolítið brúnaþungir og vilja létta aðeins útlitið og virka glaðlegri,“ segir Þórir. Ólafur Jakobsson hjá Sérfræði- læknum í Skipholti vildi ekki gefa upp hversu margar aðgerðir hann framkvæmdi á ári. Hann tók undir með þeim Þóri og Ottó að ástar- handföngin og aðgerðir í kringum augun væru vinsælastar og svo væri undirhakan líka alltaf ofar- lega á blaði. Ólafur hefur aðeins verið starfandi hér á landi í hálft ár og sagði þróun fegrunar- aðgerða á körlum vera rólega hér. Í Svíþjóð, þar sem hann var áður við störf, hefði þessi þróun hafist fyrir um tuttugu árum. freyrgigja@ frettabladid.is „Ég gerði þetta bara upp á gamla mátann, óskaði eftir leyfi hjá föð- urnum, fór síðan niður á hné og bað hennar,“ segir Ómar R. Valdi- marsson, talsmaður Impregilo og ræðismaður með meiru. En hann og unnustann Margrét Ýr Ingi- marsdóttir ætla að ganga í það heilaga 08.08.09 eða 8. ágúst eftir eitt og hálft ár. Árið 2008 verður ekki síður stórt í lífi skötuhjúanna en í lok apríl má reikna með fjölgun í fjölskyldunni. Margrét gengur nefnilega með stúlkubarn undir belti. Ómar hefur verið duglegur að leyfa lesendum bloggsíðu sinnar að fylgjast með meðgöngunni og meðal annars birt sónarmyndir af stúlkunni. Að sögn Ómars er það einmitt ástæðan fyrir þessum góða tíma sem líður þangað til brúðkaupið verður; þau vildu bíða þangað til erfinginn yrði orðinn ögn stálpaðri og gæti tekið þátt í athöfninni. Þetta er fyrsta barn Ómars og Margrétar og einnig fyrsta barna- barnið hjá báðum fjölskyldunum. Ómar segir að það ríki mikil eftir- vænting hjá báðum afaforeldrun- um. „Já, hún er nú svo mikil að for- eldrar mínir sem búa í Kenía hafa ákveðið að flytja heim vegna þessa,“ segir Ómar en faðir hans, Ómar Valdimarsson og eiginkona hans, Dagmar Agnarsdóttir, hafa verið búsett í Afríkuríkinu Kenía í þrjú ár þar sem Ómar hefur verið sendifulltrúi Rauða krossins í Naíróbí. - fgg HVAÐ SEGIR MAMMA? Hvað er að frétta? Allt ljómandi gott. Platan mín, Celebrating Life, er loksins að koma út og ég er að fara á Evróputúr til að fylgja henni eftir. Þannig að ég get ekki annað en verið kátur. Augnlitur: Blár. Starf: Kennari og tónlistarmaður. Fjölskylduhagir: Ég á frábæra fjölskyldu. Hvaðan ertu? Úr miðbænum. Ertu hjátrúarfullur? Nei. Ég er öfgafullur rök- og efahyggjumaður. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Twin Peaks allra tíma og The Mighty Boosh svona nýverið. Uppáhaldsmatur: Dýrakjöt. Fallegasti staðurinn: Hlíðarendi. iPod eða geislaspilari: Plötuspilari. Hvað er skemmtilegast? Að leika knattspyrnu með KF Mjöðm. Hvað er leiðinlegast? Að þurfa alltaf að bíða í heila viku eftir næstu Mjaðmaræfingu. Helsti veikleiki: Leti og besservissismi. Helsti kostur: Ég er afburðagreindur og ákaf- lega glaðvær. Helsta afrek: Að hafa verið bílstjóri á Brúðubílnum. Mestu vonbrigðin: Að neyðast til að hætta sem bílstjóri á Brúðubílnum þegar ég var að fara að taka við hlutverki Lilla. Hver er draumurinn? Að sjá hund sendan út í geiminn. Hver er fyndnast- ur/fyndnust? Friðrik Sólnes. Hvað fer mest í taug- arnar á þér? Yfirleitt fer léleg þjón- usta mest í taugarnar á mér. Þessa dagana fer þó meira í taugarnar á mér að það skuli eiga að rífa annað hvert timburhús við Laugaveg til að byggja ljóta steypu- kassa. Hvað er mikil- vægast? Að bera virðingu fyrir sjálfum sér, sam- ferðamönnum sínum og umhverfi sínu. HIN HLIÐIN BJÖRN „BORKO“ KRISTJÁNSSON TÓNLISTARMAÐUR Saknar Lilla og Brúðubílsins Ómar verður afi í fyrsta sinn VON Á STÚLKU Þau Margrét og Ómar eiga von á stúlkubarni í apríl. FLYTUR HEIM Ómar Valdimarsson ætlar að flytja heim og vera sem næst fyrsta afabarninu sínu. „Hann var alveg æðislegt barn og er ennþá. Ég man eftir því að hann gaf út blað í Búðardal aðeins tíu ára gamall til að safna sér peningum þannig að þessi athafnamaður hefur alltaf blundað í honum. Og hann er alveg ótrúlega fylginn sér í þessu kvikmyndastússi sínu. En fyrst og fremst er hann Ólafur alveg ótrú- lega ljúfur og góður drengur.“ Vilborg Eggertsdóttir er móðir kvikmynda- leikstjórans Ólafs Jóhannessonar sem hlaut Teddy-verðlaunin á kvikmyndahá- tíðinni í Berlín. ÞÓRIR S. NJÁLSSON: FEGRUNARAÐGERÐUM KARLA FJÖLGAR Á HVERJU ÁRI Íslenskir karlar hata ástarhandföng ENGAR ÁSTARHANDFÖNG Ástarhandföng Nicolas Sarkozy voru fjarlægð af frönsku blaði til að láta hann líta betur út. Slíkar aðgerðir eru vinsælar hjá íslenskum körlum. ENGIN SPRENG- ING Ottó Guðjónsson, lýtalæknir hjá Læknasetrinu, segist finna aðeins meira fyrir áhuga íslenskra karla á fegrunar- aðgerð- um. OG HVAÐ KOSTAR ÞETTA: Aðgerð í kringum augu: 70 til 103 þúsund Fitusog: 140 til 320 þúsund Undirhaka: 90 þúsund Nef: 180 til 350 þúsund Heimildir: 10x.is og lytalaeknir.is VELJUM LÍFIÐ Hljómsveitin Hjaltalín fagnaði fyrstu plötu sinni með útgáfu- tónleikum á Nasa á fimmtudagskvöldið. Stór hópur tónlistar- unnenda var mættur á tónleikana enda þykir plata Hjaltalíns ágætlega heppn- uð. Tveir gestir skáru sig þó úr og vöktu óskipta athygli. Þar voru mættir saman, jakkafata- klæddir og glæsilegir, borgarfulltrú- arnir Gísli Marteinn Baldursson og Dagur B. Eggertsson. Þeir félagar skáluðu í bjór og virtust skemmta sér hið besta. Svo vel skemmtu þeir Gísli og Dagur sér að til þeirra sást á Kaffibarnum eftir tónleikana. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI 26.03. 1980
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.