Fréttablaðið - 17.02.2008, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 17.02.2008, Blaðsíða 104
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar Í dag er sunnudagurinn 17. febrúar, 48. dagur ársins. 9.18 13.42 18.06 9.11 13.27 17.43 með ánægju F í t o n / S Í A Hafðu samband í síma 5 500 600 eða sendu okkur línu á vidskiptaferdir@icelandexpress.is – Saman leggjum við grunninn að vel heppnaðri viðskiptaferð! Einkaþotur eru svo 2007... Með fyrirtækjasamningi við Iceland Express tryggirðu fyrirtækinu hagstæðara verð og sparar fyrirhöfn. *F rá o g m eð 2 6 . f eb rú ar London Köben 11 x í viku* 10 x í viku Hagstæðara verð Aðra leið Tíðar flugferðir Hægt að fljúga til eins áfangastaðar og heim frá öðrum Auðvelt að breyta bókunum Finnum hótel við hæfi Í boði að velja sæti  Engin sunnudagaregla Engin hámarksdvöl Aðstoðum við bókanir á framhaldsflugi erlendra flugfélaga Fjórtán áfangastaðir í sumar Hagstæðir fyrirtækjasamningar í boði Kostirnir eru ótvíræðir: Summa jarðar virðist hafa verið furðu jöfn í gegn um aldirnar. Fjöldi atómanna, sem hér eru á sveimi og mynda reikistjörnuna með öllu sem á henni er, hefur víst sveiflast sáralítið síðastliðin árþúsund. Þetta þýðir auðvitað að ekki er hægt að búa neitt nýtt til nema eyðileggja eitthvað sem var fyrir. Hráefnið er takmarkað. En hvernig er það valið hvað eyðist og hvað lifir? Í Matteusarguðspjalli 3:9 segir Jesús: „Öxin er þegar lögð að rótum trjánna og hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað.“ Þetta finnst mér fallegur boðskapur, þótt einhverjir megi ekki til þess hugsa að alheiminum sé þannig fyrir komið að einhverju verði að eyða. Sú skoðun er víst ekki í tísku um þessar mundir að það skipti ein- hverju máli hvaða ávexti maður ber í lífi sínu hérna megin grafar. ÞAÐ sem mér finnst fallegt við þennan boðskap er tvennt. Í fyrsta lagi er það engum duttlungum háð hvað lifir áfram og hvað deyr. Það sem ber góðan ávöxt lifir, svo ein- falt er það. Hitt er brennt, það rennur saman við sköpunarverkið og verður að hráefni í nýja sköp- un. Þetta er í raun náttúruvals- kenning. HITT sem er fallegt við þessa speki er að engum er áskapað að vera kastað í eld. Hver maður hefur frjálsan vilja til að ákveða breytni sína sjálfur. Öll eigum við val, við ráðum því sjálf hvaða ávexti við kjósum að bera, því Jesús er hér auðvitað að tala um ávexti andans en ekki frjósemi holdsins. EN hverjir eru ávextir andans? Jesús talar um að gera öðrum mönnum það sem maður vill að þeir geri manni. Þetta finnst sumum ógeðfellt. Þeim finnst ósanngjarnt að ekki dugi til sálu- hjálpar að passa sig að vera ekki beinlínis vondur við aðra, að gera þeim ekki það sem maður vill ekki að þeir geri manni. Jesús gengur lengra. Hann leggur beinar verkn- aðarskyldur á herðar okkar, enda vissi hann sem er, að það er hægðar leikur að valda öðrum óbætanlegu tjóni með aðgerða- leysinu einu saman. NÚ á dögum er ekki vinsælt að fjasa um eld og eyðileggingu. Það er eins og það sé einhver miðalda- keimur af því. Nútímamaðurinn vill vera látinn í friði, engar skyldur eða skuldadægur – bara skilyrðislausan kærleik og fyrir- gefningu. Gallinn er bara sá að kærleikur getur aldrei birst sem sinnuleysi. Fallegur boðskapur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.