Fréttablaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Það logar enn á tékkneskum jólakúlum í Árbæn- um, en Guðríður Guðjónsdóttir íþróttakennari kallar það vetrarskraut úr því hátíðin er liðin.„Við gömlu Framstúlkurnar í saumaklúbbi til 23 ára fórum í helgarferð til Prag og keyptum þa l lifandis helling af skrauti úe l á heimilinu án þess að þar logi tugir sprittkerta. „Ég er rosaleg kertakona og hefur mikið verið gert grín að jólunum hjá mér þegar kveikt er á minnst hundrað sprittkertum um allt hús. Heimilið er prýtt mörgum skrautmunum, en ég er ik stjökum Kúl Guðríður Guðjónsdóttir hefur tekið ástfóstri við handmálaðar kertakúlur frá Prag og ákvað að leyfa þeim að standa áfram til upplyftingar og yndisauka þótt jólin hafi formlega kvatt í janúar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Vetrarskraut frá Prag GÓÐUR GESTA-SPRETTUR Stefán Ingi Óskarsson kann nokkur einföld ráð til að gera heimilið fínt á stuttum tíma. HEIMILI 2 DRIFHVÍTT EÐA DJARFT Kíkt á rúmfataúrvalið í þremur verslunum. HEIMILI 3 Sími: 512 500018. febrúar 2008 — 48. tölublað — 8. árgangur FASTEIGNIR Endaraðhús á góðum stað í Kópavogi Sérblað um fasteignir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG fasteignir 18. FEBRÚAR 2008 Fasteignasalan Húsið hefur til sölu 290 fm endaraðhús á þremur hæðum við Helgubraut í Kópavogi. Möguleg skipti á minni eign. Tvær íbúðir eru í húsinu og góðar leigutekjur af íbúð í kjallara en eignin getur líka hentað tveimur fjölskyldum. Íbúðin á jarðhæð og efri hæð er 163,5 fm, 5 herbergja með sérinngangi, ásamt innbyggðum 23 fm bílskúr. Samtals 186,5 fm. Íbúðin í kjallaran ca 103 fm, 3-4 herbe j setustofa, borðstofa og sjónvarpsstofa með parketi. Gólf er nýflísalagt á stórum hluta íbúðarinnar. Flísalagður stigi liggur upp á efri hæðina og þar eru fjögur stór svefnherbergi með parketi og dúk á gólf- um. Veggfastir stórir skápar. Úr tveimur herbergjum er útgengt út á stórar suðursvalir. Baðherbergið er með flísum á vegg og á gólfi, baðkar og sturta og góð innrétting. Íbúðin í kjallar Gott að búa í Kópavogi Tvær íbúðir eru í húsinu og hægt að fá góðar leigutekjur af íbúðinni í kjallaranum. Víkurhvarf 7, 110 ReykjavíkVerð frá 27.300.000 kr. STÓRGLÆSILEGT VERSLUNAR- OG SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Á FRÁBÆRUM STAÐ ! 699 6165 899 0800 8200 301 661 7788 892 2982 661 6056 Eir 660 6085 895 8518 Verðmetum frítt fyrir þig!Hringdu núna 699 6165 HEIÐDÍS GUNNARSDÓTTIR Viðhorf ráðamanna til leik- skólans mikilvægust Lætur af störfum eftir 40 ár sem leikskólafulltrúi TÍMAMÓT 16 MÁNUDAGUR 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% Mánudagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í ágúst–október 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu* M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 40% 69% Smiðjuvegi 76 • 200 Kópavogi Baldursnesi 6 • 603 Akureyri Eldhúsblöndunartæki með útdraganlegum barka... Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá10 -15 tengi.is KWC GUÐRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR Heldur upp á tékk- neskar kertakúlur heimili Í MIÐJU BLAÐSINS MILT Í dag verða áframhaldandi suðvestlægar áttir með súld eða lítilsháttar rigningu vestan til en úrkomulitlu veðri eystra. Milt. VEÐUR 4 6 6 5 8 8 Samkeppni og bókaútgáfa „Starfsmenn Samkeppniseftirlitsins virðast telja að vörueiginleikar bóka geri þær eins og Seríós,“ skrifar Guðmundur Andri Thorsson Í DAG 12 Helga setti Íslandsmet Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni setti Íslandsmet í fimmtarþraut í gær. ÍÞRÓTTIR 26 Fær níu milljarða Paul McCartney greiðir Heath- er Mills níu milljarða við skilnað þeirra hjóna. FÓLK 20 Ekkert brjálæði að spara Ólafur Haukur seldi Eniga Meniga í bankaaug- lýsingu til að hvetja til sparnaðar. FÓLK 20 KARPINU LOKIÐ Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari vippar stólum inn í fundarherbergi í Karphúsinu skömmu fyrir undirritun kjarasamninga í gærkvöldi. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, stendur hjá, líklega kátur með að karpinu sé lokið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KJARAMÁL Aðilar vinnumarkaðar- ins undirrituðu kjarasamninga á níunda tímanum í gærkvöldi. Launataxtar hækkuðu um 18 til 21 þúsund við undirskrift og munu hækka frekar á samningstímabil- inu, sem rennur út í nóvember árið 2010. Laun hækka mest hjá þeim lægst launuðu og sögðu verkalýðsforkólfar það einsdæmi. Ríkisstjórnin kynnti í gær aðgerðir sínar til loka kjörtíma- bilsins til að greiða fyrir gerð samninganna. Persónuafsláttur hækkar um 7.000 krónur umfram hækkun í samræmi við neysluvísi- tölu. Skerðingarmörk barnabóta hækka í 150 þúsund krónur fyrir einstaklinga og skerðingarhlutföll vegna annars og þriðja barns verða lækkuð um eitt prósent. Skattar á fyrirtæki lækka úr 18 prósentum í 15 strax á næsta ári. Fyrirkomulag vaxtabóta og húsaleigubóta verður endur skoðað á kjörtímabilinu, stimpilgjöld felld niður og húsaleigubætur hækkaðar í 46 þúsund krónur á mánuði. Einnig verður komið á húsnæðis- sparnaðarkerfi með skatta- frádrætti fyrir 35 ára og yngri. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar eru einnig loforð um uppbyggingu starfsmenntunar. Stefnt verður að því að eigi fleiri en tíu prósent fólks á vinnumarkaði verði án viðurkenndrar starfs- eða fram- haldsskólamenntunar árið 2020. Ríkisstjórnin áætlar að aðgerð- irnar kosti um 20 milljarða króna, sem dreifist yfir kjörtímabilið. - sgj / sjá síðu 6 Tímamótahækkun fyrir þá lægst launuðu Launataxtar hækkuðu um 18 til 21 þúsund krónur við undirritun kjara samninga í gærkvöldi. Ríkisstjórnin mun eyða 20 milljörðum króna í hækkun persónu- afsláttar, lækkun tekjuskatts á fyrirtæki og hækkun bóta á kjörtímabilinu. VEÐRIÐ Í DAG ÍSAFJÖRÐUR „Menn eru farnir að kalla þetta reykingasundlaug því þakið er hrunið og kominn pollur á gólfið,“ segir Erik Newman vert á Kaffi Edinborg á Ísafirði sem byggði á dögunum snjóhús fyrir reykingamenn við kaffihúsið eins og greint hefur verið frá. Í rign- ingunni undanfarna daga hefur húsið látið á sjá og nú er það lítið annað en skjólveggur. „Það stóð uppi í tvo daga og það var gríðarleg ánægja með það bæði meðal reykinga manna og annarra,“ segir Erik sem hyggur að sjálfsögðu á endurbyggingu um leið og veður leyfir. „Við höfum verið að skoða hvort það megi bæta hönnunina. Til dæmis með því að smíða einhvers- konar grind undir húsið en þá erum við líklega komin á grátt svæði lagalega séð.“ Erik segir að fjölmargir hafi skoðað snjóhúsið og að sjálfsögðu lét lögreglan sig ekki vanta. „Þeir tóku myndir og skoðuðu allt í bak og fyrir en þar sem það var ekki varanlegt gerðu þeir engar athuga- semdir,“ segir Erik. - þo Vertinn á Kaffi Edinborg á Ísafirði hyggur á endurbyggingu reykingaskýlis: Reykingasnjóhús gufaði upp BANDARÍKIN, AP Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti segir stuðningsmönnum eigin- konu sinnar Hillary að prófkjörin í Ohio og Texas í næsta mánuði ráði úrslitum um það hvort hún eigi möguleika gegn Barack Obama. „Þetta er undir ykkur komið,“ sagði hann á 800 manna kosninga- fundi í bænum Toledo í Ohio í gær. Hann sagði fundargestum að Hillary væri eini frambjóðandinn sem væri með hugmyndir sem gætu bjargað ríkjum á borð við Ohio út úr vandræðum sem herjað hafa á þau, þar sem þúsundir manna hafa misst atvinnu. - gb Bill Clinton í Ohio: Úrslitin ráðast í Ohio og Texas FÁNINN Á LOFT Kosovo-Albanar á Íslandi fagna sjálfstæðisyfirlýsingu lands síns. MANNFAGNAÐIR Fjöldi Kósovo- Albana á Íslandi fagnaði í gær sjálfstæðisyfirlýsingu þings Kósovo og hittust í Dugguvogi í Reykjavík. „Þetta er alveg rosalega gaman og við Albanar búnir að drekka mikið og syngja og ætlum að skemmta okkur hér í alla nótt,“ sagði Gani Zogaj, iðnverkamaður. Hann hefur ekki áhyggjur af viðbrögðum Rússa. „Evrópusam- bandið og Ameríka styðja okkur. Við erum 95 prósent íbúanna og Serbar eru bara nýkomnir á svæðið. Svo við segjum bara: „Þakka þér, Evrópubandalag.“ - kóþ / sjá síðu 4 Kósovo-Albanar á Íslandi: Drukku dátt og sungu í fögnuði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.