Fréttablaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 2
2 18. febrúar 2008 MÁNUDAGUR Ýsa í thai green curryÞú sparar 300 kr. 998 kr.kg. Gott á mánudegi noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ LÖGREGLUMÁL Rúmlega tvítugur karlmaður var handtekinn í fyrrinótt grunaður um að hafa stungið tvítugan mann í bakið á skemmtistaðnum Gauki á Stöng í fyrrinótt. Við rannsókn kom í ljós að ekki var um hnífstungu að ræða heldur virðist sem hinn slasaði hafi dottið á oddhvassan hlut í áflogum við manninn. Að sögn lögreglu var hiti í fólki á staðnum og í grennd við hann því tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á þessum slóðum á skömmum tíma. Maðurinn sem hlaut áverkana á baki var fluttur á sjúkrahús en meiðsli hans voru ekki alvarleg. Meintum árásar- manni var sleppt í gær þegar ljóst var að ekki var um líkams- árás að ræða. - þo Skarst á baki á Gauknum: Slys en ekki hnífstunga Rafmagnslaust um helgina Rafmagnslaust var í vesturhluta Kópavogs og í Garðabæ í tæpar fjórar klukkustundir í fyrrinótt vegna bilunar í streng í nýja Arnarnesshverfinu. Þá fór rafmagn af í miðborg Reykjavíkur í á aðra klukkustund á föstudagskvöld. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Þjófarnir ófundnir enn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn mannanna tveggja sem stálu peningum úr peningakassa veit- ingastaðarins Pizza Pronto við Ingólfs- torg í fyrrakvöld. Að sögn lögreglu var um óverulega upphæð að ræða. LÖGREGLUFRÉTTIR DANMÖRK Sjö kvöld í röð hafa ung- menni í Kaupmannahöfn og víðar í Danmörku staðið fyrir ólátum, kveikt í bifreiðum, ruslagámum og nú síðast einnig skóla byggingum. Ellefu manns voru handteknir í fyrrinótt og loguðu þá eldar á nærri 100 stöðum í landinu, þar af á fjórtán stöðum í höfuðborginni. Kveikt var í tíu byggingum, þar af fimm skólum. Óeirðirnar eru mestar í hverfum þar sem innflytjendur búa og flest- ir óeirðarseggjanna eru börn inn- flytjenda. Flest eru þau yngri en 18 ára. Átökin hörðnuðu eftir að skop teikning af Múhameð spá- manni var birt í dönskum dagblöðum í vikunni, en í gær virtist sem eitthvað væri að draga úr þeim. Óeirðirnar virðast eiga sér svip- aðar rætur og óeirðir ungra inn- flytjenda í Frakklandi síðustu árin og áratugina. Ungmennin hafa það á tilfinningunni að þeim sé útskúfað úr samfélaginu og kvarta meðal annars undan því að verða fyrir kynþáttafordómum af hálfu lög- reglunnar. „Þetta vandamál verður hér áfram. Þetta er ekki afstaðið þótt vikan sé liðin,“ segir Ulla Holm, sérfræðingur í þjóðernisátökum við Alþjóðamálastofnun Danmerkur, í viðtali við dagblaðið Politiken. - gb Ungir innflytjendur kveiktu í tíu byggingum í fyrrinótt, þar af fimm skólum: Íkveikjur á hundrað stöðum BIFREIÐ BRENNUR Flestir óeirðarseggjanna eru yngri en 18 ára. NORDICPHOTOS/AFP Með fíkniefni í bílnum Lögreglan á Akureyri stöðvaði á laugardag konu um tvítugt vegna umferðarlagabrots og gruns um akst- ur undir áhrifum fíkniefna. Við nánari athugun kom í ljós að konan var með kannabisefni og amfetamín á sér og var hún því handtekin. ÞJÓÐLENDUMÁL „Það gæti haft áhrif á hugsanleg fyrri mál að fjármála- ráðherra hefur ákveðið að skjóta ekki til dómstóla málum eins og varðandi Esjuna,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttar- lögmaður um orð Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra á fundi Lands - samtaka land- eigenda á Íslandi. Kom þetta fram í erindi ráðherra á aðal- fundi samtak- anna síðast lið- inn fimmtudag. Sagði ráðherra að ríkið myndi sætta sig við niðurstöður óbyggða - nefndar þess efnis að jarðir beggja vegna Esjufjalla nái saman í Mið- fjalli. Þá sagði hann niðurstöðu sína í samræmi við ákvörðun ríkisins á síðasta ári um að draga ekki í efa eignarrétt beggja vegna Smjörfjalla. Ragnar segir það vera stjórn- valdsákvörðun sem kunni að leiða til þess að það þurfi að endurskoða ákvarðanir um önnur sambærileg svæði, ef um önnur svæði er að ræða. „Vegna þess að stjórnvald getur ekki haft mismunandi afstöðu til sambærilegra atvika heldur eru allir jafnir fyrir lögunum. Það verður að gæta að því í kröfugerðinni og síðan í því hvernig kröfugerðinni er fram- fylgt fyrir dómstólum,“ segir Ragnar. Fjármálaráðherra bætti við að í þjóðlendumálum myndi ríkið hér eftir fara að nokkru hægar í sak- irnar. Hann segir það ekki hafa áhrif á jafnræðisreglu stjórnar- skrárinnar heldur einungis eigi að vera síður ástæða til að áfrýja úrskurðum óbyggðanefndar. Segir ráðherra breytingar á kröfum byggðar á úrlausnum dómstóla. „Þannig að við erum ekki raun- verulega að gera neitt sem er í ósamræmi við þær niðurstöður sem þegar liggja fyrir í málunum. Við erum bara að reyna að vinna þau þannig að deiluefnin verði færri,“ segir Árni M. Mathiesen. „Það er líklegt að þetta kunni að hafa áhrif á kröfugerð ríkisins í þjóðlendumálum,“ segir Ragnar sem setur þann varnagla að slíkt verði ekki staðreynd fyrr en kröfur um næstu svæði komi fram. „Það þarf að gæta þessa jafnræðis. Fjár- málaráðherra hlýtur að huga að hvort þessi afstaða hans til þessara mála leiði til þess að hann þurfi að endurskoða niðurstöður í öðrum sambærilegum málum, ef um þau er að ræða,“ segir Ragnar. Hann segist ekki þekkja nógu vel til að fullyrða hvort til séu nákvæmlega sambærileg málefni. olav@frettabladid.is Esjan áfram í eigu bænda en ekki ríkis Fjármálaráðherra hefur falið lögmanni ríkisins að falla frá málarekstri vegna Esjunnar. Stjórnvald getur ekki haft mismunandi afstöðu til sambærilegra atvika. Allir eru jafnir fyrir lögunum segir hæstaréttarlögmaður um fordæmið. ESJAN Þetta dáða fjall Reykvíkinga mun áfram vera í eigu bænda þar sem ríkið fellur frá kröfum sínum um eignarétt Esjunni. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI ÁRNI MATHIESEN RAGNAR AÐALSTEINSSON Í samtökunum eru á fimmta hundrað einstaklinga, sveitarfélaga og annarra lögaðila. Stofnfundur þeirra var 25. janúar 2007. Tilgangur samtakanna er að berjast fyrir því að eignarréttur landeigenda að jörð- um þeirra og landareignum sé virtur í þjóðlendumálinu eins og kveðið er á um í stjórnarskrá Íslands og í mannréttindasáttmála Evrópu. LANDSSAMTÖK LANDEIGENDA Á ÍSLANDI STJÓRNMÁL Formaður Sjálfstæðis- flokksins, Geir H. Haarde, lýsti því yfir í gær að heppilegast væri að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti flokksins í borginni, upp- lýsti um framtíðaráform sín í vik- unni sem nú er að hefjast. Vika er liðin síðan Vilhjálmur bað opinberlega um frest til að íhuga stöðu sína á blaðamanna- fundi í Valhöll. Síðan hafa flestir borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins lýst yfir stuðningi við hann „ef hann ákveður að halda áfram“. Geir ræddi mál Vilhjálms í sjónvarpsþættinum Silfri Egils í gær. Þar var spiluð fyrir hann ræða Bjarna Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, þar sem Bjarni sagði vandamálið í borgarstjórn „ekki af þeim toga að það geti bara hangið og beðið svo vikum skiptir“. Geir sagði einnig að beinast lægi við að sækja næsta leiðtoga úr hópi borgarfulltrúa flokksins. Sá hópur samanstæði af fullorðnu fólki, sem ætti að ná samkomu- lagi um hver tæki það að sér. Ekki náðist í Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson í gær, né Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem er í öðru sæti á lista sjálfstæðismanna í borginni. - kóþ Vika síðan Vilhjálmur Þ. tilkynnti á blaðamannafundi að hann íhugaði stöðu sína: Geir gefur viku til viðbótar KÝPUR, AP Tassos Papadopoulos, forseti Kýpur, varð óvænt í þriðja sæti í forsetakosningum í gær. Hann verður því ekki í kjöri í seinni umferð kosninganna, sem haldin verður um næstu helgi. Baráttan verður því milli Demetris Christofias, sem er leiðtogi Kommúnistaflokksins, og Ioannis Kasoulides, fyrrverandi utanríkisráðherra og hægri- manns. „Fólkið hefur kveðið upp sinn úrskurð,“ sagði Papadopoulos forseti, sem hlaut 31,79 prósent atkvæða. Kasoulides fékk 33,51 prósent en Christofias 33,29 prósent. - gb Kosningar í Kýpur: Forsetinn féll í fyrstu umferð GREIÐIR ATKVÆÐI Papadopoulos forseti á kjörstað. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Maður sem grunað- ur er um að hafa ekið á fjögurra ára gamlan dreng í Reykjanesbæ í desember með þeim afleiðingum að hann lést fór úr landi í gær. Farbann yfir manninum, sem er pólskur, féll úr gildi síðastliðinn þriðjudag og var hann því frjáls ferða sinna. Rannsókn málsins stendur enn yfir og beðið er niðurstöðu DNA- rannsóknar svo hægt sé að sanna með óyggjandi hætti að drengur- inn sem lést hafi orðið fyrir ökutæki mannsins. Ekki hefur verið sýnt fram á að hinn grunaði hafi ekið bílnum og maðurinn hefur alla tíð neitað sök. - þo Banaslys í Reykjanesbæ: Sá grunaði far- inn úr landi VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Yfir- lýsingar oddvitans er beðið. AKUREYRI Á sjötta hundrað ökumenn á Akureyri hafa skrifað undir skjal þar sem notkun salts til hálkuvarna á götum bæjarins er mótmælt. Framkvæmdaráði Akureyrar var afhentur listinn á föstudag. Í bókun ráðsins kemur fram að frá því í nóvember hafi verið gerðar tilraunir með notkun á salti samhliða sandburði á völdum stöðum í bænum. Reynslan verður metin í lok vetrar og ákveðið hvort salt verði notað til hálkuvarna á götum bæjarins í framtíðinni. - þo Ökumenn mótmæla: Vilja ekki salt sem hálkuvörn Tinni, fylgdi enginn Tobbi með nafninu? „Nei og ekki heldur neinn Vand- ráður, en ég á nú samt vin sem heitir Kolbeinn!“ Halldór Tinni Sveinsson, ritstjóri Húsa og híbýla, var skírður Halldór Vésteinn Sveinsson, en breytti nafni sínu fyrir þremur árum, til heiðurs teiknimynda- persónu Hergés. Sú fór aldrei langt án besta vinar síns, hundsins Tobba. SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.