Fréttablaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 10
10 18. febrúar 2008 MÁNUDAGUR RV U N IQ U E 02 08 02 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Hreinar hendur - örugg samskipti Á tilboðií febrúar 2008DAX Handspritt, krem og sápur DAX Sótthreinsiservíettur 20 stk. 393 kr. DAX Hand & húðkrem 600 ml með dælu 496 kr. DAX Handáburður 250 ml 259 kr. DAX Handspritt 60 5 ltr. 1.492 kr. DAX Handspritt 60 600 ml með dælu 296 kr. DAX Handspritt 70 600 ml með dælu 296 kr. DAX Handsápa mild 600 ml með dælu 198 kr. ÖLFUS Stjórn Samfylkingarfélags- ins í Ölfusi lýsir yfir andstöðu við Bitruvirkjun, að því er fréttablaðið Glugginn greinir frá. Um sé að ræða eitt vinsælasta og verðmætasta útivistarsvæði sveitarfélagsins. Stjórn félags Samfylkingarinnar í Ölfusi leggist ekki gegn virkjanaframkvæmdum sem slíkum. Hins vegar eigi að nýta önnur svæði á Hellisheiði en þau sem eru á náttúruminjaskrá. Meirihluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn hefur hins vegar barist einarðlega fyrir Bitruvirkjun, enda hangi á spýtunni miklir atvinnu- möguleikar. - kóþ Samfylkingin í Ölfusi: Lýsir sig á móti Bitruvirkjun MENNTAMÁL Óvíst er hvort svoköll- uð TOEFL-próf, eða Test of Eng- lish as a Foreign Language, verða haldin á Íslandi í framtíðinni. Fyr- irtækið iSoft, sem haldið hefur prófin að undanförnu, hefur sagt sig frá því vegna samskiptaerfið- leika við fyrirtækið sem á prófið. Verði hætt að halda prófið hér þurfa 600-700 manns að fljúga út á hverju ári til að þreyta það. Skil- yrði er að taka prófið fyrir nær alla þá sem fara í háskóla í ensku- mælandi landi. Framkvæmd prófanna hefur flakkað á milli fyrirtækja og stofnana. Upphaflega sá Ful- bright-stofnunin um þau, síðan fluttust þau til Háskóla Íslands og þaðan til kennslufyrirtækisins iSoft. Hermann Jónsson, fram- kvæmdastjóri iSoft, segir fyrir- tækið hafa tekið við rekstri próf- anna gegn því að þau yrðu haldin á laugardögum. Til að byrja með hafi einhver vandamál verið með greiðslur frá ETS, en það hafi verði leyst. „Við sömdum um að þetta yrði haldið á laugardögum þar sem við erum með kennslu á virkum dögum. Það var allt frágengið rétt eftir áramót, og allt virtist í lagi.“ Snurða hljóp síðan á þráðinn þegar ETS ákvað skyndilega að færa prófin yfir á föstudaga, án þess að tala við forsvarsmenn iSoft. „Við vorum búnir að segja þeim að við gætum ekki haldið prófin á föstudögum, en þeir sögð- ust bara hafa ákveðið þetta. Það er alveg fáránlegt hvernig þeir haga sér hjá þessu fyrirtæki,“ segir Hermann. Þar sem laugardagarnir voru út úr myndinni var ákveðið að iSoft myndi hætta að halda prófin eftir 29. mars, þegar halda átti síðasta laugardagsprófið. Vandræðunum var þó ekki lokið þá. Á þriðjudag frétti Hermann af bréfi frá ETS þar sem segir að við- ræður séu enn í gangi við iSoft um prófahaldið. Þær viðræður kann- ast Hermann ekki við. Þess utan var ETS búið að bóka tvö próf í viðbót á iSoft í vor, að þeim forspurðum. „Þetta er alveg dæmigert fyrir þeirra vinnubrögð. Við eigum bara að taka því sem er hent til okkar,“ segir Hermann. „Fyrst það er búið að bóka þessi próf á okkur þá getum við alveg haldið þau, en þeir skulu ekki voga sér að gera þetta aftur.“ salvar@frettabladid.is Enskupróf í mikilli óvissu Svo gæti farið að svokölluð TOEFL-próf verði ekki lengur haldin hér á landi. Flestir sem ætla í nám í enskumælandi landi verða að taka prófið, um 600 til 700 manns á ári. Erfitt hefur reynst að vinna með ETS, fyrirtækinu sem á prófið. Í PRÓFI Frá því að TOEFL-prófið var fyrst lagt fyrir árið 1964 hafa um tuttugu milljónir þreytt það. Þar sýna nemendur fram á kunnáttu sína í ensku, jafnt talaðri sem skrifaðri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA PAKISTAN, AP Mikil spenna er í Pak- istan í dag og öryggisgæsla í hámarki vegna þingkosninganna, sem Pervez Musharraf forseti full- yrðir að verði haldnar hvað svo sem gangi á. Óttast er að ofbeldismenn reyni að koma í veg fyrir að hægt verði að halda kosningarnar með góðu móti. Í gær létust nærri fimmtíu manns og yfir hundrað særðust þegar sjálfsvígsárás var gerð á kosninga- fund í bænum Parachinar, skammt frá landamærum Afganistans í norðvesturhluta landsins. Andstæðingar Musharrafs úr flokkum tveggja fyrrverandi for- sætisráðherra, þeirra Benazir Bhutto, sem var myrt í lok síðasta árs, og Nawaz Sharif, segjast sann- færð um að Musharraf og flokkur hans muni falsa úrslitin sér í vil. Flokki Musharrafs er ekki spáð góðu gengi. Sharif, sem eins og Bhutto sneri heim úr útlegð í haust til að bjóða sig fram í kosningunum, hefur heit- ið því að öflug mótmælaalda muni rísa upp ef kosningaúrslitin verða fölsuð. Musharraf forseti, sem rændi völdum af Sharif árið 1999, stæði illa að vígi ef andstæðingar hans næðu völdum á þingi. Hann vakti hörð viðbrögð á síðasta ári þegar hann tók stjórnarskrá landsins tímabundið úr gildi, rak flesta dómara úr hæstarétti landsins og herti tökin á fjölmiðlum. - gb KOSNINGARNAR UNDIRBÚNAR Pakist- anskir hermenn fóru í fararbroddi bíla- lestar sem flutti starfsmenn kjörstaða og kjörgögn frá dómshúsinu í Karachi út á kjörstaðina í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Óttast að ofbeldismenn reyni að trufla þingkosningar í Pakistan í dag: Mikil spenna vegna kosninga BORGARSTJÓRI Í DREKAKJAFTI Jacques Peyrat, borgarstjóri í Nice í Frakklandi, virðist una sér vel í kjafti drekans milli beittra vígtanna á kjötkveðjuhátíðinni, sem haldin var þar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Þetta er alveg dæmigert fyrir þeirra vinnubrögð. Við eigum bara að taka því sem er hent til okkar. HERMANN JÓNSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI ISOFT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.