Fréttablaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 18. febrúar 2008 19 Nýverið kom út í Noregi viðtals- bók sem valdið hefur nokkrum deilum þar í landi. Hún er skrifuð af blaðamanninum Arvid Bryne og fjallar um lífshlaup tveggja Norðmanna sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni, þeirra Bjørns Østring og Sveins Blindheim. Það væri vart í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það að Bjørn Østring var einn af persónulegum lífvörðum Vidkun Quisling, svikarans og landráðamannsins alræmda. Skiptar skoðanir eru meðal norsku þjóðarinnar á því hvort viðeigandi geti talist að hampa manni sem á slíkan feril að baki sem stríðshetju. - vþ Sagan er aldrei svart-hvít BJØRN ØSTRING, ARVID BRYNE OG SVEIN BLINDHEIM Hermenn og blaða- maður. Tvær ungar og rísandi stjörnur, Víkingur Heiðar Ólafsson píanó- leikari og Denis Bouriakov, flautuleikari og núverandi leiðari Sinfóníuhljómsveitarinnar í Tampere í Finnlandi, halda tón- leika í Tíbrá-tónleikaröðinni í Salnum annað kvöld kl. 20. Báðir hafa þessir framúrskarandi ungu listamenn unnið til margra verð- launa fyrir hljóðfæraleik sinn og voru hvor um sig farnir að koma fram opinberlega strax á unga aldri. Á efnisskrá tónleikanna eru verk fyrir flautu og píanó, sem og einleiksverk fyrir bæði hljóð- færin. Þar má heyra nokkur þekktustu verk flautubók- menntanna, auk þess sem Denis mun leika eigin útsetningar á verkum sem upphaflega voru samin fyrir fiðlu. Víkingur mun svo leika Píanósónötu nr. 28 op. 101 í A-dúr eftir Ludwig van Beet- hoven, en hún er af mörgum talin ein sú allra glæsilegasta af þeim 32 píanósónötum sem Beethoven samdi. Núna í byrjun febrúarmánaðar fór Víkingur Heiðar með sigur af hólmi í píanókonsertkeppni Juilli- ard-listaháskólans þar sem hann er nú um það bil að ljúka námi hjá Robert McDonald. Víkingur verður verðlaunaður með þeim heiðri að fá að leika Píanókonsert nr. 3 eftir Béla Bartók með hljóm- sveit skólans undir stjórn Roberto Abbado, en tónleikarnir verða haldnir í hinum virta sal New York Fílharmóníunnar, Avery Fisher Hall, 31. mars næstkom- andi. Árið 2007 var ekki síður fengsælt hjá Denis Bouriakov því hann hreppti fyrstu verðlaun í fyrstu PanEuropean flautu- keppninni sem haldin var í Grikk- landi. Þá hlaut hann einnig fyrstu verðlaun í flautukeppni Barnett- stofnunarinnar í Chicago, og þriðju verðlaun og sérstaka viður- kenningu í alþjóðlegu Maxence Larrieu-flautukeppninni í Nice í Frakklandi. Það er því ljóst að hér eru engir aukvisar á ferðinni og að tónlistar- áhugafólk ætti ekki að láta þessa tónleika fram hjá sér fara. - vþ Ungir hljóðfæraleikarar í Salnum DENIS BOURIAKOV Ungur og margverð- launaður flautuleikari. Félag þjóðfræðinga á Íslandi heldur þemakvöld í húsi Sögu- félagsins við Fischersund á miðvikudag kl. 20. Yfirskrift kvöldsins er Þankagangur þjóðarinnar: Menning skoðuð út frá sjómannalögum og veður- þjóðtrú. Erindi flytja Rósa Margrét Húnadóttir og Eiríkur Valdimarsson. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Rósa Margrét Húnadóttir þjóðfræðingur kynnir BA- ritgerð sína Draumur hins djarfa manns: frá sjómannalög- um til gúanórokks sem varpar ljósi á íslenska dægurlagamenn- ingu á 20. öld. Eins og titillinn gefur til kynna er fjallað um sjómannalög, sem voru órjúfan- legur partur af dægurlagaflóru Íslendinga á vissu tímabili. Tónlistin átti sitt blómaskeið á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar en upp úr því varð breyting á umfjöllun slíkra laga um sjómannslífið sem kallast á við breytingar samfélagsins og þá hröðu þróun og tækni- framfarir sem urðu í íslenskum sjávarútvegi upp úr miðri 20. öld. Eiríkur Valdimarsson þjóð- fræðingur kynnir BA-ritgerð sína Ský á himni og skafl í fjalli: samanburður á veðurþjóðtrú úr Skagafirði og frá Breiðafirði. Hann tekur fyrir hvernig veðurþjóðtrú birtist í hugarheimi Íslendinga á öldum áður og hvernig hún býr yfir mörgum og ólíkum birtingarmyndum. Veðurþjóðtrú hefur snert marga strengi þjóðarinnar og er nokkuð fyrirferðarmikill kafli sögu hennar, hugsanlega vegna erfiðra veðurskilyrða hér oft og tíðum. Þanka- gangur þjóð- arinnar ÚTVARP Nauðsynlegur ferðafélagi sjómannsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.