Fréttablaðið - 19.02.2008, Side 8

Fréttablaðið - 19.02.2008, Side 8
8 19. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR Auglýsingasími – Mest lesið KOSOVO, AP Bandaríkin og flest aðildarríki Evrópusambandsins, þar á meðal Þýskaland, Frakkland og Bretland, hafa ákveðið að viður- kenna sjálfstæði Kosovo. Enginn einhugur er þó innan Evr- ópusambandsins í þessu máli. Spán- verjar og Slóvakar segja sjálfstæðis- yfirlýsinguna ólöglega. Grikkir, Rúmenar og Kýpverjar ætla heldur ekki að viðurkenna Kosovo. Fyrst allra ríkja til þess að viður- kenna nýja ríkið varð hins vegar Afganistan. Þúsundir Serba í borginni Mit- rovica efndu í gær til mótmæla gegn því að Kosovo yrði sjálfstætt ríki. Fólkið hrópaði „Þetta er Serbía“ og „Niður með Banda ríkin“. Sumir báru myndir af bandaríska fánanum með hakakross krotaðan yfir. Stjórnin í Serbíu hefur lagt fram kæru á hendur leiðtogum Kosovo fyrir að stofna „falsríki“ og brjóta með því gegn stjórnlögum Serbíu. „Hið svokallaða Kosovo-ríki verður aldrei aðildarríki Samein- uðu þjóðanna,“ sagði Vuk Jeremic, utanríkisráðherra Serbíu. „Serbar munu beita öllum ráðum á alþjóða- vettvangi til að koma í veg fyrir viðurkenningu Kosovo.“ Hann segir að Serbar treysti því að Rússar komi í veg fyrir að Kos- ovo fái aðild að Sameinuðu þjóðun- um. Serbar muni einnig koma í veg fyrir að Kosovo fái aðild að bæði Evrópuráðinu og Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu. Til þess að fá aðild að þessum stofnunum þurfa öll aðildarríkin sem fyrir eru að hafa gefið samþykki sitt. „Meðan Serbía er aðildarríki að þeim fær hið svokallaða Kosovo ríki ekki aðild,“ sagði Jeremic. Serbar hafa öldum saman búið í Kosovo. Þar er vagga menningar þeirra og fjölmargar sögulegar minjar sem þeir hafa sterkar taug- ar til. Albanir voru allt þar til á síð- ustu öld í minnihluta íbúa, en segj- ast vera afkomendur þjóðar sem bjó þar til forna. Serbar og Kosovo-Albanar áttu í heiftúðugu stríði árin 1998-99, sem lauk eftir harðar loftárásir Atlants- hafsbandalagsins. Síðan hefur Kos- ovo verið undir umsjón Sameinuðu þjóðanna og NATO, og verður það áfram þrátt fyrir sjálfstæðisyfir- lýsinguna. Atlantshafsbandalagið ítrekaði í gær að 16 þúsund manna herlið á vegum þess yrði áfram í Kosovo, bæði til að vernda serbneska minni- hlutann og aðstoða við að byggja upp réttarríki. gudsteinn@frettabladid.is Engin eining um Kosovo Afganistan varð fyrst ríkja heims til að viðurkenna sjálfstæði Kosovo. Serbar segjast aldrei ætla að sætta sig við aðild Kosovo að alþjóðastofnunum. SERBAR MÓTMÆLA SJÁLFSTÆÐISYFIRLÝSINGU Þúsundir Serba ganga að brúnni yfir Ibarfljót sem skilur að serbneska og albanska hluta borgarinnar Mitrovica í norðan- verðu Kosovo. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRETLAND, AP Mohamed Al Fayed, faðir Dodis Al Fayed sem lést ásamt Díönu prinsessu af Wales í bílslysi 1997, sagði gögn sanna að parið hefði verið myrt þegar hann bar vitni fyrir dánardómstól í London í gær. Eftir lát Díönu barst lögreglu skjal með samtali hennar og lög- fræðings þar sem hún sagðist ótt- ast um líf sitt. Skjalið var ekki birt fyrr en sex árum síðar og sagði Al Fayed seinkunina sanna að parið hefði verið myrt. „Hún sagðist ótt- ast að hún myndi deyja eða verða myrt í bílslysi og það kom síðan fyrir hana og son minn.“ Al Fayed tilgreindi ættingja Díönu, starfsfólk og lögreglumenn sem hann sagði hafa átt aðild að morðinu. - sdg Syrgjandi faðir bar vitni í gær: Díana og Dodi voru myrt MOHAMED AL FAYED Segir Filippus prins, eiginmann Elísabetar II Englands- drottningar, hafa skipulagt morðið. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.