Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 4
4 20. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR BORGARMÁL Stórátak í uppbygg- ingu göngu- og hjólreiðaleiða og veruleg fjölgun leikskólaplássa er meðal þess sem kynnt var í þriggja ára áætlun Reykjavíkur- borgar sem lögð var fyrir borgar- stjórn í gær. Haldið verður áfram með verk- efnið „frítt í strætó“, og börnum öldruðum og öryrkjum einnig boðið upp á gjaldfrjálsar strætis- vagna samgöngur. Fjölga á íbúð- um Félagsbústaða um hundrað á ári. Einnig á að kanna möguleika á að koma upp fimm ára deildum í grunnskólum í öllum hverfum. Gert er ráð fyrir minni tekju- aukningu borgarsjóðs en undan- farin ár. Hún verði um þrír millj- arðar milli ára sem er um þriðjungur árlegrar tekjuaukn- ingar undanfarin ár. Hún muni þó duga fyrir útgjaldaaukningunni, sem muni nema um 2,6 milljörð- um árlega. Ólafur F. Magnússon borgar- stjóri sagði á blaðamannafundi í gær að áætlunin tæki mið af óvissu í efnahagsmálum, hún væri aðhaldssöm og til greina kæmi að hægja á steypufram- kvæmdum til að liðka fyrir meiri útgjöldum til velferðarmála. Aðspurður svaraði hann því ekki við hvaða framkvæmdir hann ætti. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgar- stjórn, segist vart fá tölurnar sem settar eru fram í áætluninni til að stemma við þessi orð borgar- stjóra. „Það á að fresta skóla- byggingum og slá af í velferðar- málum í aðra röndina og svo er verið að ýta út af borðinu ein- hverjum stærsta loforðapakka Sjálfstæðisflokksins í íþróttamál- um,“ segir hann og vísar til niður- skurðar í framkvæmdum við íþróttamannvirki, sem setja muni fyrirætlanir íþróttafélaga í upp- nám. „Þannig að þarna er í raun engu haggað í áætlunum um gatnagerð og malbik en sparað í því sem snýr að börnum, öldruð- um og íþróttum. Satt best að segja kemur þetta manni svolítið á óvart.“ Dagur segir að í áætluninni sé sett fram svartsýnni spá á efna- hagshorfur en áður hefur sést, en að svör skorti við því hvernig borgin hyggst bregðast við. Dagur segir áætlunina bera óvissu- ástandinu í Ráðhúsinu merki, og efast jafnframt um að hún hafi verið rædd til hlítar innan meiri- hlutans. stigur@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR Ýmsir annmarkar eru á hugmynd um að byggðakvóti verði boðinn upp og féð renni til sjávarbyggða, sem Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir talaði fyrir á fundi á Akureyri á mánudag, segir Einar K. Guðfinnsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Hann segir hugmyndina ekki nýja, en fara þurfi yfir hana áður en hann taki afstöðu. Dæmi um annmarka séu erfiðleikar sem það gæti valdið smærri byggðum verði byggðakvótinn alfarið sleginn af. „Síðan vakna spurningar um það hvernig deila ætti út því fjármagni sem fæst fyrir kvótann. Ég geri ráð fyrir því að það verði sömu átökin um það eins og um útdeil- ingu á byggðakvótanum,“ segir Einar. Hann bendir ennfremur á að hugmyndir um uppboð á byggða- kvóta þurfi að fara saman við veiðigjaldið, þarna sé gert ráð fyrir því að útgerðin greiði fyrir aflaheimildir sem hingað til hafi ekkert verið greitt fyrir. Hugmyndir Samfylkingarinnar um uppboð byggðakvótans koma í kjölfar álits Mannréttindanefnd- ar Sameinuðu þjóðanna um að úthlutun kvóta feli í sér mismun- un. Einar segir að enn sé unnið að því í sjávarútvegsráðuneytinu að undirbúa svar Íslands við áliti nefndarinnar. Þeirri vinnu ljúki vonandi á vormánuðum. - bj Annmarkar á hugmynd um uppboð á byggðakvóta segir sjávarútvegsráðherra: Sömu átökin og um kvótann EINAR K. GUÐFINNSSON „Ég geri ráð fyrir því að það verði sömu átökin um [útdeilingu fjármagnsins] eins og um útdeilingu á byggðakvótanum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SJÁVARÚTVEGUR Með hugmyndum Samfylkingarinnar um uppboð á byggðakvóta er í raun verið að leggja til að veiðiheimildir verði hirtar af útgerðum og þær látnar kaupa þær aftur á uppboði, segir Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ. „Aflaheimildirnar eru að mestu leyti úti á landi svo þetta yrði ekkert annað en landsbyggðaskatt- ur sem sjávarútvegurinn ætti að standa undir,“ segir hann. „Mér líst ekkert á þessa hugmynd og við leggjumst alfarið gegn henni.“ Samfylkingin virðist komin inn á braut eignaupptöku sem hún hafi áður verið horfin frá. - bj LÍÚ hafnar uppboðshugmynd: Yrði skattur á landsbyggðina Höskuldur í fæðingarorlof Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmað- ur Framsóknarflokks, verður í fæð- ingarorlofi næstu fjórar vikur. Huld Aðalbjarnardóttir tekur sæti hans á þingi á meðan. Kristinn fær að hlusta Forsætisnefnd hefur samþykkt að Frjálslyndir fái áheyrnarfulltrúa á fundum nefndarinnar. Er það mögu- legt í krafti nýrra þingskaparlaga sem tóku gildi um áramót. Kristinn H. Gunnarsson verður áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra í forsætisnefnd. ALÞINGI SVEITARSTJÓRNIR Starfsmenn Grindavíkurbæjar munu fá launauppbót 1. apríl samkvæmt ákvörðun meirihlutans í bæjarstjórn. Uppbótin verður á bilinu 50 til 200 þúsund krónur eftir starfsaldri hvers og eins. „Meirihluti D- og S-lista vill með breytingu á starfsmanna- stefnu bæjarins umbuna því frábæra starfsfólki sem vinnur hjá Grindavíkurbæ og sýnt hefur bæjarfélaginu tryggð og velvilja. Það er von meirihlut- ans að þessi breyting efli enn frekar starfsanda í stofnunum bæjarins,“ segir í bókun meirihlutans sem boðar aðra aukagreiðslu 1. september og svo eftir það á 1. september á hverju ári. - gar Tryggðin launuð í Grindavík: Starfsmenn fá launauppbót GRINDAVÍK Bæjarstjórnin vonast til að efla starfsanda. ALÞINGI Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ætlar að láta athuga hvort börn vinni meira en reglur segja til um að þau megi gera. Siv Friðleifsdóttir, þingflokks- formaður Framsóknarflokks, innti Jóhönnu á Alþingi í gær eftir afstöðu hennar til vinnu barna. Siv sagði vinnandi börnum í stórmörkuðum fjölga og hafði meðal annars áhyggjur af því að vinna þeirra kæmi niður á námi. Jóhanna tók undir hvert orð Sivjar, þakkaði henni fyrir að vekja athygli á málinu og hét því að láta skoða það. - bþs Félagsmálaráðherra: Vinna barna verður skoðuð MENNTAMÁL Menntamálaráðuneyt- ið og Mosfellsbær hafa gert með sér samkomulag um stofnun og byggingu framhaldsskóla í Mosfellsbæ. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, undirrituðu samkomulag þess efnis í Listasal Mosfellsbæjar í gær. Haraldur sagði samkomu- lagið mikið framfaraspor fyrir Mosfellsbæ. Gert er ráð fyrir því að skólinn taki á móti 400 til 500 nemendum frá haustinu 2009. - mh Samkomulag undirritað: Framhaldsskóli rís í Mosfellsbæ SAMKOMULAG UNDIRRITAÐ Þorgerður Katrín og Haraldur Sverrisson, bæj- arstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu samkomulagið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 8° 7° 4° 4° 5° 10° 10° 7° 10° 8° 19° 16° 11° 11° 21° 3° 22° 14° Á MORGUN 3-8 m/s en hvessir heldur með kvöldinu 0 1 1 1 4 6 4 4 6 4 -1 5 8 6 5 7 12 7 19 12 12 18 -3 -2 -1 11 -4 -3 -1 -1-13-8 m/s en hvessir heldur með kvöldinu FÖSTUDAGUR Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur HLÝNAR OG KÓLNAR Núna með morgninum hlýnar á landinu í stífri sunnanátt. Fyrst hlýnar syðra en síðan víða um land síðdegis, þó ekki á Vestfjörðum. Þessu fylgir væta, einkum sunnan og vestan til en snjó- koma verður fyrir vestan. Úrkomulítið á Norðausturlandi. Í nótt frystir á ný um allt land. ■ Ekki er gert ráð fyrir breytingum á álögum á borgarbúa. ■ Kaffihús verði byggt í Hljóm- skálagarðinum og reksturinn boðinn út. ■ Fundið verði nýtt áfangaheim- ili fyrir þá sem nú dvelja á umdeildu heimili við Njálsgötu. ■ Grunnskólanemum verði gert kleift að þreyta framhaldsskóla- áfanga og ljúka unglingadeild á tveimur árum. NOKKUR ATRIÐI ÚR ÁÆTLUNINNI Steypuframkvæmdir víki fyrir velferðinni Áhersla er lögð á umhverfis- og velferðarmál í þriggja ára áætlun Reykjavíkur- borgar. Borgarstjóri svarar ekki hvaða framkvæmdum skal fresta fyrir auknar velferðaráherslur. Dagur B. Eggertsson segir skorið niður í velferðarmálum. FUNDAÐ Í BORGARSTJÓRN Ólafur F. Magnússon borgarstjóri lagði þriggja ára áætlun- ina fyrir borgarstjórn til samþykktar í gær. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var ekki mættur á fundinn, og vakti það athygli viðstaddra. Hann fundaði með öðrum í hliðarherbergi og sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um pólitíska framtíð sína. FRÉTTABLAÐIÐ / ANTON GENGIÐ 19.2.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 129,204 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 66,58 66,9 129,66 130,3 98,09 98,63 13,156 13,232 12,445 12,519 10,511 10,573 0,6202 0,6238 105,38 106 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.