Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 6
6 20. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR KJARAMÁL „Það er nánast lögmál að þeir samningar sem eru gerðir fyrst hafa alltaf einhver áhrif á aðra samninga þó aðrir hafi sjálf- stæðan samningsrétt,“ segir Hall- dóra Friðjónsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, spurð um áhrif samninga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins. Samningar BHM við ríkið renna út í lok janúar. Halldóra segir að þar sé aðstaðan önnur en á almenn- um markaði. Í síðustu samningum hafi áherslan verið á hækkun lægstu launa, en nú virðist áhugi aðildarfélagana snúa að því að bæta kjör þeirra sem litlar hækkanir hafi fengið síðast. Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands Íslands, segir samn- inga aðila vinnumarkaðarins ekki gefa tóninn fyrir samninga kenn- ara. Framhalds- og grunnskóla- kennarar eru með lausa samninga í lok apríl og maí. Kennarar muni sjálfir móta sínar kröfur og samn- ingsmarkmið út frá sínum forsend- um, og vinna við slíkt sé nú í gangi. Nýgerðir samningar gætu orðið fordæmi fyrir ákveðna hópa innan BSRB, segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Hann segir ekkert nema gott að segja um áherslu á hækkun lægstu launa, utan við að lægstu taxtar séu enn allt of lágir og dugi ekki til framfærslu. Því verði aðkoma stjórnvalda þeim mun mikilvægari, og þar sé strax komið til móts við kröfur um lægri álögur á fyrirtæki, en kjara- bótum almennings sé frestað. - bj Nýgerðir samningar aðila vinnumarkaðarins hafa misjöfn áhrif fyrir önnur félög: Fyrstu samningar hafa áhrif HALLDÓRA FRIÐJÓNSDÓTTIR EIRÍKUR JÓNSSON SJÁVARÚTVEGUR Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 75,3 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2007 samanbor- ið við 70,5 milljarða á sama tímabili 2006. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands og mælist aukningin 6,7 prósent milli ára. Aukning á verðmæti þorskafla er 10,8 prósent eða 27,5 milljarð- ar. Þá jókst aflaverðmæti ýsu um 27,7 prósent en verðmæti karfa drógst saman um 10 prósent milli ára sem og verðmæti ufsa um 8,5 prósent. Verðmæti afla sem seldur er til vinnslu innanlands jókst um 17,1 prósent. - ovd Aflaverðmæti 75,3 milljarðar: Verðmætari afli við Ísland SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* VIÐSKIPTI Þótt skuldatryggingar- álagið sé hátt á íslenska banka, einkum Kaupþing og Glitni, geta þeir staðið það af sér þar sem sveigjanleiki við fjármögnun er einn helsti kostur þeirra. Þetta segir Tom Jenkins skulda- bréfasérfræðingur hjá Royal Bank of Scotland en hann hefur fylgst með starfsemi íslensku bankanna undanfarin ár. „Skuldatryggingar- álagið á íslensku bankana er hátt en vegna sveigjanleika þeirra er kemur að fjármögnun og hve fljót- ir þeir eru að laga sig að breyttum aðstæðum, geta þeir staðið þetta af sér. Í rauninni er ekki hætta á ferð- um fyrir þá á þessu ári,“ sagði Jenkins í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir bankana þurfa að fara varlega enda sé enn mikil óvissa fyrir hendi á fjármálamörk- uðum sem geri ástandið enn verra en ella. Þeir þurfi að halda ró. „Ég geri ekki lítið úr vandamálinu, alls ekki, en ég tel íslensku bankana ekki vera illa stadda. Mér finnst ekki ólíklegt að álagið lækki eftir tvo til þrjá mánuði,“ sagði Jenkins. Hátt skuldatryggingarálag á íslenska banka getur haft alvarleg- ar afleiðingar í för með sér haldist það hátt til lengri tíma. Skulda- tryggingarálag helst í hendur við álag á svonefnda LIBOR-vexti, það er millibankavexti. Ef skuldatrygg- ingarálag er um 400 punktar, eða fjögur prósentustig, þá er líklegt að viðkomandi skuldari þurfi að greiða sambærilegt álag ofan á LIBOR- vexti fyrir nýtt lánsfé. Fjármögnun bankanna getur að þessu leyti orðið dýr haldist álagið eins og það er framyfir þann tíma sem félögin þurfa til þess að fjár- magna sig. Jenkins segir viðhorf vera uppi innan skuldabréfamarkaðarins í Bretlandi að efnahagslegar stoðir Íslands séu ótraustar. Það skýrir að hluta hvers vegna álagið á íslensku fyrirtækin er hátt. „Það er heldur ekki hægt að horfa framhjá því að margir fjárfestar telja stoðir íslenska efnahagskerfisins ótraust- ar. Til að verjast því að bankarnir skaðist frekar vegna þess þurfa þeir að einblína á skilvirka upplýs- ingagjöf til markaðarins og reyna þannig að snúa þessum viðhorfum við,“ sagði Jenkins. Skuldatryggingarálag á mörkuð- um hefur hækkað umtalsvert að undanförnu í takt við erfiðleika á fjármálamörkuðum. Algengt álag þegar ástand er eðlilegt er um hundrað punktar. Fyrirtæki sem þurfa að fjármagna starfsemi sína á næstunni standa því frammi fyrir miklum vanda þar sem lánsfé á mörkuðum er almennt mun dýrara en það hefur verið undanfarin ár. Það getur dregið úr samkeppnis- hæfni þeirra og þar með lækkað verðmæti þeirra. magnush@frettabladid.is Segir íslenska banka geta staðist álagið Sveigjanleiki íslensku bankanna getur skipt sköpum fyrir lækkun skuldatrygg- ingarálagsins hjá þeim, segir Tom Jenkins hjá Royal Bank of Scotland. Álagið er um 565 punktar hjá Kaupþingi, 530 hjá Glitni og 275 hjá Landsbankanum. HÖFUÐSTÖÐVAR KAUPÞINGS Skuldatryggingarálag á Kaupþing hefur verið hátt að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ GVA „Það er almennt viðhorf hér innan bankans að þetta ástand gangi yfir í haust á grundvelli þeirra upplýsinga sem safnað hefur verið saman og unnið úr,“ segir Gauti Eggertsson, hagfræðingur hjá bandaríska seðlabankanum í New York. Hann segir vanda á fjármálamörkuðum sem tengdur hefur verið við svokölluð undirmálslán í Bandaríkjunum að mörgu leyti einstakan. „Þetta er vandamál sem hefur reynst erfiðlega að greina til fulls þar sem óvissuþættirnir eru margir. Efna- hagsstjórn við aðstæður eins og þessar getur verið flókin þar sem togast á verkefni um að halda niðri verðbólgu og að bregðast við snöggum efnahags- legum samdrætti vegna vandans,“ segir Gauti. VINDUR OFAN AF VANDANUM Í HAUST GAUTI EGGERTSSON Ferðaþjónusta enn skoðuð Samkeppniseftirlitið er enn að vinna úr gögnum sem það lagði hald á í mars 2007 og fjalla um Samtök ferðaþjónustunnar og nokkrar ferða- skrifstofur. Eftirlitið segir rannsóknina í fullum gangi. SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ Fagna skattalækkunum Viðskiptaráð Íslands og Heimdallur fagna áformum ríkisstjórnarinnar að lækka tekjuskatt fyrirtækja. Segir í tilkynningu Viðskiptaráðs að tillagan styðji við hugmyndir um Ísland sem alþjóðlega fjármálamiðstöð. Í tilkynn- ingu Heimdalls segir að með þessu verði Ísland enn samkeppnishæfara. SKATTALÆKKANIR 18. nóv. 08. des. 28. des. 17. jan. 06. feb. 100 200 300 400 500 600 0 punktar ÞRÓUN SKULDATRYGGINGARÁLAGS Eins og sést á þessu grafi hefur skuldatryggingarálag íslensku bankanna hækkað umtalsvert frá því nóvember. Frá því í byrjun ársins hefur það hækkað mikið. Ert þú sátt(ur) við nýundirrit- aða kjarasamninga? Já 45,5% Nei 54,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Vilt þú sjá fleiri álver á Íslandi? Segðu skoðun þína á Vísir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.