Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 12
12 20. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Þessir kjarasamningar eru mjög mikilvægur áfangi í þeirri vinnu sem nú er í gangi við að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, um nýgerða kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins. „Þarna er um langtímasamninga að ræða, sem eyða þeirri óvissu sem var ríkjandi, sem er mjög jákvætt. Framlag ríkisins í þeim efnum er einnig mjög mikilvægt,“ segir Guðjón. „Það er mikilvægt að fyrirtækin í landinu haldi sig við þá forgangs- röðun sem lagt er upp með,“ segir Guðjón. Í samningunum var áhersla lögð á hækkun lægstu launa en að þeir sem notið hafi launaskriðs fái minni hækkanir. „Þessir samningar ættu jafnframt að vera mikilvægt tæki fyrir Seðla- bankann og flýta fyrir vaxtalækkun- arferlinu,“ segir Guðjón að lokum. SJÓNARHÓLL NÝUNDIRRITAÐIR KJARASAMNINGAR Jákvætt að eyða óvissu GUÐJÓN RÚNARSSON Framkvæmda- stjóri Uppi varð fótur og fit í Heimaey þegar minks varð vart í bænum. Ásmundur Pálsson meindýraeyðir var snar í snúningum og náði að skjóta minkinn eftir snarpan eltingaleik, sem kom ljós- myndara Fréttablaðsins í Eyjum næstum því í koll. Fljótt var eini minkurinn í Eyjum allur. Minkurinn var í porti nokkru í bænum þegar Ásmundur kom að með vopnið. „Svo hljóp hann út úr portinu og beint að Óskari Friðriks- syni ljósmyndara svo ég þorði ekki að skjóta á hann,“ segir Ásmundur. „Þannig að ég hljóp á eftir honum inn í annað port þar sem hann fór undir gám og þá náði ég að koma skoti á hann. Svo reyndi hann að fela sig í einhverju dekkjarusli en þá náði ég að koma skoti á hann aftur og þar með steinlá hann.“ Meindýraeyðirinn var með sand- skot í byssunni svo engin hætta var á að þau myndu endurkastast og stofna nærstöddum í hættu. Alkunna er að minkur er afar sjaldgæfur í Eyjum. „Síðasta haust var mér sagt af minki við Heima- klett en hann var svo kominn í borð um Stíganda VE 77 en þar náði ég að skjóta í afturendann á honum en þá fór hann í sjóinn og ég veit ekki meira um afdrif hans. Þannig að þessi sem lá núna er sá fyrsti sem næst.“ Meindýraeyðirinn hefur sínar skýringar á því hvernig vargurinn kemur til Eyja. „Ég held að hann komi með Herjólfi. Það er töluvert af honum í Þorlákshöfn og þeir gætu hugsanlega komið með ruslagámun- um en hingað er sent kurl til að brenna. Hann gæti hafa komið með því.“ jse@frettabladid.is Síðasti minkurinn fallinn ÁSMUNDUR MEÐ MINKINN Eini minkurinn sem vitað er um í Vestmannaeyjum féll fyrir hendi meindýraeyðis í gær. Hér er Ásmundur ánægður með dagsverkið. MYND/ÓSKAR FRIÐRIKSSON ...MINKURINN FALDI SIG EN TÓK SÍÐAN Á RÁS... ...FRAM HJÁ LJÓSMYNDARA OG ÚT UM HLIÐIÐ... ...OG MEINDÝRAEYÐIRINN Á EFTIR. EFTIR AÐ HAFA SÆRT DÝRIÐ KOMST SKYTTAN Í GOTT FÆRI. „Það er alltaf nóg að gera og mikill árangur af starfinu,“ segir Guðrún Benediktsdótt- ir, Davis-leiðbeinandi í Hafnarfirði. „Ég fæ góðar reynslusögur til baka þar sem Ron Davis-aðferðin reynist mjög vel bæði börnum og fullorðnum. Það er svo gefandi og gaman þegar maður sér að maður getur hjálpað fólki til að takast á við lesblinduna, fengið þeim verkfæri í hendur og unnið með þau. Mímir símenntun býður upp á lesblindu- námskeið fyrir fullorðna sem er niðurgreitt af menntamálaráðuneytinu og við erum með nokkur námskeið á ári. Fullorðnir eru farnir að skoða sjálfa sig út frá allri umræðunni sem hefur verið undanfarin ár um athyglisbrest, les-, skrif- og stærð- fræðiblindu. Fólk er farið að kveikja á því að kannski hafi þetta hrjáð það allt þess líf, þetta hafi upprunlega orðið til þess að sjálfsmyndin hafi ómeðvitað brotnað niður og að fólk hefur fengið neikvæðar hugsanir um sjálft sig. Þegar fólk fer að vinna í þessu opnast alveg nýr heimur,“ segir Guðrún. „Þetta er það sem tekur hug minn fyrir utan heimilið. Maður er í þessu af öllu hjarta.“ Guðrún og maður hennar, Guðjón Pálmarsson, eiga þrjá unglinga, 13, 16 og 18 ára. „Ég er í því að halda utan um ungling- ana og að sjálfsögðu hjónabandið líka, það má ekki gleyma því. Eldri unglingarnir eru báðir í framhaldsskóla og stelpan í grunnskóla og á að fermast í vor. Svo hef ég verið á fullu á hundanámskeiðum. Það er algjör heilsubót að eiga stóran hund því að maður þarf að fara með hann út að ganga á hverjum degi,“ segir hún. Guðrún hefur háskólanám í bígerð og er að velta fyrir sér að sækja um að taka iðjuþjálfun utanskóla við Háskólann á Akureyri í haust. „Draumurinn er að geta unnið sem iðjuþjálfi og tekið Davis-leiðréttingar með í framtíð- inni. Margir krakkar, sem koma til mín hafa verið og eru í iðjuþjálfun, og ég held að Davis-leiðbeiningar og iðju- þjálfun eigi vel saman. Ég get ekki flutt til Akureyrar en nú er möguleiki að stunda þetta nám að heiman.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUÐRÚN BENEDIKTSDÓTTIR, DAVIS-LEIÐBEINANDI: Hjálpar lesblindum af öllu hjarta Biðlistar „Biðlistar í endurhæfingu eru orðnir mjög langir enda segir það sig sjálft þegar plássum fækkar.“ KRISTÓFER ÞORLEIFSSON, FORMAÐ- UR GEÐLÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS, UM FÆKKUN PLÁSSA FYRIR GEÐSJÚKA. Fréttablaðið, 19. febrúar. Rjúpur á okurverði „Mér datt þetta í hug þegar rjúpurnar voru að seljast á okurverði í haust.“ REGÍNA ÓLÍNA ÞÓRARINSDÓTTIR UM VIÐSKIPTAHUGMYND HENNAR SEM GENGUR ÚT Á AÐ RÆKTA RJÚPUR FYRIR JÓLAMARKAÐINN.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.