Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 18
18 20. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Þaulsetinn forseti Fidel Castro Kúbuforseti er sestur í helgan stein eftir 49 ára valdasetu. Biðin eftir að hann kveddi hefur verið löng og dýr, eins og Þorvaldur Gylfason benti á í grein í Fréttablað- inu fyrir réttum þremur árum. „Ætli Reykjavíkurflugvöllur verði ekki loks- ins fluttur burt úr Vatnsmýrinni, þegar samgönguráðuneytið fær nýjan húsbónda? Og ætli Íslendingar sæki ekki loksins um inngöngu í Evr- ópusambandið, þegar Sjálfstæðisflokkurinn skiptir um formann? Hvað af þessu þrennu skyldi nú gerast fyrst?“ spurði Þorvaldur þá. Það er skemmtileg tilviljun að í sömu mund og Kastró dregur sig í hlé eru einmitt Evrópumál og Vatns- mýrin ofarlega á baugi á Íslandi. Viva el aeropuerto Ísland hefur þó ekki sótt um aðild að ESB. Það eina sem nýr formaður Sjálfstæðisflokksins hefur gefið út um ESB er að áfram verði fylgst með þróun mála. Það þýðir væntanlega að Geir sé opinn fyrir hugmyndinni – að minnsta kosti ekki afhuga henni. Aftur á móti sá Þorvaldur ekki fyrir að í borgarstjórastól settist maður sem er álíka opinn fyrir flutningi Reykjavíkurflug- vallar og Kastró fyrir lýðræði og markaðsbúskap. Virðing Karl V. Matthíasson, þingmaður Samfylkingarinnar, beindi fyrirspurn til Björgvins G. Sigurðssonar, flokks- bróður síns og viðskiptaráðherra, um Evrópumál í gær í tilefni af yfirlýsing- um Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um gjaldeyrismál um síðustu helgi. „Já,“ svaraði Björgvin. „Þetta voru mjög athyglisverð ummæli hjá háttvirtum stjórnarformanni Baugs um helgina.“ Viðskipta- ráðherra ber greinilega djúpa virðingu fyrir Jóni Ásgeir, því ekki kveða þingsköp á um að aðrir en þing- menn séu ávarpaðir háttvirtir í pontu á Alþingi – ekki einu sinni stjórnarformenn. bergsteinn@frettabladid.is Tvær af fyrstu ferðum mínum sem utanríkisráð- herra á erlenda grundu voru til Afríku annars vegar og Mið- Austurlanda hins vegar. Ástæðan var sú að stjórnarsátt- máli ríkisstjórnarinnar kveður á um að nýir hornsteinar íslenskrar utanríkisstefnu séu mannréttindi, þróunarsamvinna og friðsamleg lausn deilumála, auk þess sem ríkisstjórnin harmaði þar stríðsreksturinn í Írak. Í arf frá fyrri ríkisstjórn- um fengum við það verkefni að leiða til lykta með sóma fram- boð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, auk þess sem Ísland fer nú með forystu- hlutverk fyrir Norðurlönd og Eystrasaltsríki í Alþjóðabankan- um. Andspænis slíkum verkefn- um dugir ekki annað en að kynnast frá fyrstu hendi aðstæðum og bakgrunni brýnustu úrlausnarefna þessara alþjóðastofnana, bakgrunni þeirra mála sem stöðugt eru þar efst á dagskrá. Í ferðinni til Mið-Austurlanda kynnti ég mér sérstaklega aðstæður flóttamanna frá Írak sem þá var talið að væru tvær milljónir, einkum í Jórdaníu og Sýrlandi. Í framhaldinu ákvað Ísland sérstakt fjárframlag til stuðnings þess að írösk flótta- börn kæmust í skóla en móttaka flóttamanna frá Írak var einnig skoðuð. Þá samþykkti ríkis- stjórnin í kjölfar ferðarinnar aðgerðaáætlun Íslands um Mið- Austurlönd sem felur m.a. í sér stóraukin framlög til alþjóða- stofnana og frjálsra félagasam- taka í Palestínu og aukna þátttöku Íslands í friðargæslu- verkefnum Sameinuðu þjóðanna á svæðinu. Þannig er Íslending- ur nú kominn til starfa í Líbanon fyrir UNWRA flótta- mannaaðstoð SÞ fyrir Palestínu- menn og brátt fer jafnréttissér- fræðingur til Sýrlands til að starfa þar að málefnum flótta- manna frá Írak. Staða stríðandi fylkinga Mið-Austurlönd eru púðurtunna heimsins og enginn getur lokað augum fyrir mikilvægi þess að deilan um hernumdu svæðin fái varanlega úrlausn. Formlegt friðarferli hófst í Annapolis í nóvember en það hefur enn ekki leitt til stillu á svæðinu, þvert á móti hefur ástandið versnað. Það eru vonbrigði að Ísraelsmenn hafi ekki linað tökin á hernumdu svæðunum. Í símtali við Tzipi Livni utanríkisráðherra Ísraels fyrir nokkrum dögum lýsti ég sérstaklega áhyggjum af þeirri hörku sem sýnd er almennum borgurum á Gaza ströndinni. Að sama skapi verður að fordæma auknar eldflaugaárásir frá Gaza sem bitna á almennum borgurum í Ísrael. Hvað þarf til að skapa trúverðugt friðarferli? Alþjóðasamfélagið hefur lært af friðarumleitunum síðustu ára meðal annars á Írlandi og í Líberíu að forsenda árangurs er stuðningur borgaralegs samfé- lags og aðkoma fleiri en hefðbundinna pólitískra leiðtoga að samningaborði. Aðeins þannig nær hið pólitíska umboð að vera nægilega sterkt til að samningar haldi og aðeins þannig komast þau málefni til umræðu sem breikkað geta myndina og opnað glufur. Ályktun öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna nr. 1325 frá árinu 2000 fjallar um nauðsyn aðkomu kvenna að því að skapa frið og öryggi í aðildarríkjum og alþjóðasamfélagi. Sú ályktun var samþykkt á grundvelli reynsluraka sem sanna að með aukinni þátttöku kvenna næst meiri árangur. Ísland hefur gert ályktun 1325 að áherslu- máli í framboði sínu til öryggis- ráðsins. Friðarráð ísraelskra og palest- ínskra kvenna Á fundi í Betlehem í sumar kynntist ég friðarráði palest- ínskra og ísraelskra kvenna er kallast International Women´s Commission for a Just and Sustainable Palestinian-Israeli Peace þar sem áhrifakonur frá Palestínu, Ísrael og ýmsum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna taka þátt. Friðarráðið starfar undir verndarvæng UNIFEM og nokkrir kvenleið- togar, eins og forseti Finnlands, forseti Líberíu og forsætisráð- herra Nýja-Sjálands eru einnig heiðursfélagar. Í kjölfar ferðar minnar varð ég þess heiðurs aðnjótandi að bætast í þennan hóp. Konurnar innan IWC eru málsmetandi innan sinna samfélaga og hafa unnið að friði, margar um áratuga skeið. Þær gerðu það sem bræðrum þeirra hefur ekki tekist; þær settust niður, tóku helstu ágreiningsmálin í deilum Ísraels og Palestínumanna fyrir, lið fyrir lið og náðu að lokum samkomulagi innan síns hóps um nær öll atriðin. Þær sögðu mér að ekki hafi gengið þrauta- laust að ná samningum. Þetta sýni hins vegar að til séu leiðir til úrlausnar auk þess sem þær vona að reynsla þeirra og þekking komi að notum í samningaferlinu. Ég vil beita mér fyrir því að rödd þessara kvenna fái hljómgrunn á alþjóðavettvangi og hef þegar talað máli þeirra á grundvelli ályktunar öryggis- ráðsins númer 1325. Helsta áskorunin felst í að finna raunhæfar leiðir til að þetta geti orðið að veruleika. Alþjóðasam- félagið er aðili að friðarferlinu, t.d. í gegnum öryggisráð SÞ, sem gæti, ef viljinn er fyrir hendi, auðveldað aðkomu IWC. Fulltrúar IWC, Anat Sara- gusti, sjónvarpsfréttakona frá Ísrael, og Maha Abu-Dayyeh Shamas, baráttukona fyrir auknum réttindum kvenna í Palestínu, eru staddar hér á landi í boði utanríkisráðuneytis- ins og halda fyrirlestur á Grand Hótel Reykjavík í hádeginu í dag. Hvet ég sem flesta til að mæta og kynna sér starfsemi þessara samtaka og fá upplýs- ingar um ástandið á hernumdu svæðunum og í Ísrael frá fyrstu hendi. Höfundur er utanríkisráðherra. Friður í krafti kvenna Konurnar innan IWC eru málsmetandi innan sinna sam- félaga og hafa unnið að friði, margar um áratuga skeið. Þær gerðu það sem bræðrum þeirra hefur ekki tekist; þær settust niður, tóku helstu ágrein- ingsmálin í deilum Ísraels og Palestínumanna fyrir, lið fyrir lið og náðu að lokum sam- komulagi innan síns hóps um nær öll atriðin. Í DAG | INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Mið-Austurlönd Auglýsingasími – Mest lesið V andamálaleysið hrjáir okkur ekki, glaða eyjarskeggja: okkur er lagið að gera smámál að stórum, okkur lætur það betur en að einhenda okkur á hin stóru mál og leysa þau. Við blásum upp tittlingaskítinn svo hann freyði. Í þriggja ára áætlun nýja-gamla meirihlutans í Reykjavík sem kynntur var í gær var lögð rík áhersla á bættar almenningssamgöngur: öryrkjar, gamalt fólk – fyrirgefið – eldri borgarar, börn, unglingar og framhaldsskólafólk fá frítt með Strætó svo endalausum sendiferðum linni um hina víðlendu stór- borg, Reykjavík. En þá kemur babb í bátinn: nú skal gefa út skírteini fyrir njót- endur Strætó. Ekki viljum við að öryrkjar úr nálægum byggð- arlögum stelist með strætó, hvað þá eldra fólk, að ekki sé talað um krakkana. Ný skilríki fyrir þúsundir fríkúnna Strætó. Og þá eykst vandi vor: ekki má gefa út skírteini fyrir börn nema for- ráðamenn samþykki segir Persónuvernd, öryrkjar og eldri borg- arar sleppa: en skírteini skulu þeir fá – annars gætu einhverjir dónar snuðað Strætó um fargjaldið. Víst hafa lýðheilsumenn áhyggjur af því að fríkeyrsluliðið hætti að hreyfa sig: aki bara með strætó í stað þess að fara á tveimur jafnfljótum. Heyrst hafa raddir frá foreldrum sem ótt- ast að börn leggist í salíbunur sér til skemmtunar – eftirlitslaus með símana sína, kanni nýjar lendur og endi hnípin á stoppistöð í ókunnu hverfi. Þessi vandi er stór og sveitarstjórnarmenn verða að finna á honum skjóta lausn.Hvernig ætli þeir beri sig að á Akureyri eða Selfossi? Svona má gera úlfalda úr mýflugu og skipa til starfans nokkrar nefndir. Fríar almenningssamgöngur eru óhjákvæmilegar til að skera Reykvíkinga niður úr snöru svimandi kostnaðar við þenslu umferðarmannvirkja. Fyrsta skrefið er að fella niður öll fargjöld í strætó og hefja stórsókn gegn sóunarstefnu sem felst í enda- lausum byggingum og viðhaldi undir bílaflota þjóðarinnar á þétt- býlustu stöðum. Flæmi bílastæða kostar eigendur og rekstrar- aðila offjár: milljón bílastæði í Reykjavík eru ekki ókeypis. Þeir sem leggja fákum sínum daglangt við vinnustaði verða að borga fyrir stallinn. Við getum ekki lagt dýrmæt stór landflæmi milli húsa undir bílastæði. Og við verðum að huga að almenningsfar- artækjum sem skila fólki um Suðvesturhornið á hreinan máta og öruggan. Því er tillaga tólf þingmanna um nýja könnun á léttlestum og hraðlest frá nyrstu byggð til hinnar syðstu tímabær. Þar er litið til framfara meðan hin smáu vandamál við frískírteini Strætó eru hentug sem spaug, fáránlegir brandarar til að stytta okkur stundir við vinnulok. Veltum okkur upp úr smámunum. Hvernig á ekki að lappa upp á Strætó PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.