Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 19
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. UM HEIMSINS HÖF Nú býðst íslenskum stúdentum að stunda háskólanám um borð í fljótandi skemmti- ferðaskipi sem siglir milli framandi landa. FERÐIR 2 Ferðalag Önnu Jónu Lárusdóttur, félagsmála- fulltrúa aldraðra hjá Félagi heyrnarlausra, til Indónesíu tók óvænta stefnu undir lokin. Árið 1978 bjó Anna Jóna ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum í Sádí-Arabíu. Á sama tíma flugu Loftleiðir pílagrímsflug milli Sádí-Arabíu og Indón- esíu. „Okkur var boðið ókeypis flug til Indónesíu þar sem vélunum var flogið tómum frá Sádí-Arabíu og var þetta okkur kærkomið frí og gott tækifæri til að sjá eyjuna Balí. Eftir yndislegt tíu daga frí var komið að því að fara aftur heim til Sádí-Arabíu. Við komum deginum áður til Indónesíu þar sem við gistum á sama hóteli og íslensk áhöfn sem starfaði á vegum Loftleiða,“ segir Anna Jóna. Næsta morgun héldu Anna Jóna og fjölskylda út á flugvöll ásamt flugáhöfninni og öðru starfsfólki þar sem ætlunin var að fljúga til baka en hlutirnir fara ekki alltaf eins og ætlað er. Vélin sem beðið var eftir kom aldrei og eftir langa bið á flugvellinum kom starfsmaður flugfélagsins og tilkynnti að vélin hefði farist. „Á þessum tíma vissum við ekki hvort ein- hverjir hefðu lifað slysið af. Það greip um sig skelf- ing meðal fólks á flugvellinum því í vélinni voru vinir, ættingjar og starfsfélagar. Það var átakanlegt að horfa upp á alla sorgina og geta lítið sem ekkert gert til þess að hjálpa enda upplýsingar takmarkað- ar. Seinna um daginn fór hópurinn aftur upp á hótelið þar sem hann höfðum verið deginum áður. „Á þessum tímapunkti gerðum við okkur grein fyrir því að við værum nú strandaglópar á þessum stað. Þetta var fyrir tíma greiðslukorta og við vorum peningalaus og áttum ekki fyrir flugi heim. Við vorum farin að hugsa um hvort við gætum á einhvern hátt unnið okkur inn fyrir farinu heim, en þegar neyðin er stærst er hjálp- in næst því þarna var Íslendingur stöðvarstjóri hjá Loftleiðum og hafði hann frétt af okkar vandamáli. Hann bjargaði okkur um far í erlendri vél sem einnig var í pílagrímsflugi á leið til Sádí-Arabíu. Við hjónin þurftum að fara í gervi flugmanns og flugfreyju til þess að fá að fara með og fengum við stimpla í vega- bréf okkar sem staðfesti að svo væri. Þessari ferð komum við seint til með að gleyma og erum þakklát fyrir að hafa komist heil heim.“ segir Anna Jóna. mikael@frettabladid.is Indónesía ógleymanleg ÍTALSKAR GÓLFFLÍSAR Ítalskar flísar fara vel á íslenskum gólfum. HEIMILI 4 Anna Jóna og fjölskylda hennar voru farin að sjá fram á að komast ekki til baka frá Indónesíu þegar Íslendingur sem vann þar kom þeim til bjargar. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM Ármúla 42 · Sími 895 8966 Lærðu kínversku á skemmtilegan hátt Nýtt námskeið byrjar 24. febrúar Fyrir alla aldurshópa 15% - 70% TILBOÐSDAGAR Dagana 20. febrúar - 1. mars eru tilboðsdagar í Atson Frábært úrval af leður- og roðvörum með 15 - 70 % afslætti Komdu og gerðu góð kaup! Atson • Brautarholti 4 • s. 561-0060 • www.atson.is OPNUNARTÍMI Á TILBOÐSDÖGUM mán. - föst. 8.00 - 18.00 fi m. 8.00 - 19.00 laugard. 12.00 - 16.00 Breiðhöfða Ford Explorer XLT V6, 4X4, 46þ.km. 2006, 7 manna, ssk, leður, litað gler. Verð 3.300.000.- skipti ath. Porsche Cayenne S, Nýr bíll, 2008, Verð 10.900.000.- Range Rover Sport HSE, 2006, 34þ.km. Verð 6.940.000.- Ford F350 King Ranch, 2006, 40þ.km. 35“ dekk, topplúga, Verð 4.290.000.- Toyota LandCruiser 90VX, 12/98, 199þ.km. 8 manna, ssk, álfelgur, krókur. Verð 1.650.000.- áhvílandi 1.120.000.- VW Golf Trendline. 02/05, 29þ.km, 17“ álfelgur. Verð 1.560.000.- Ford F150 Lariat, 2007, 24þ.km. topplúga, magasín. Verð 3.990.000.- 517 0000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.