Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 22
[ ]Uppþvottur er gjarnan ástæða ósættis á heimili. Engin ástæða er þó til að rífast yfir óhreinum diskum ef fallegur upp-þvottabursti er til staðar og hægt að taka til hendinni. Margrét Ingólfsdóttir kennir útstillingahönnun í Iðnskólan- um í Hafnarfirði og endurrað- aði húsgögnunum í stofunni. „Ég hef gert þetta gegnum tíðina og var mjög dugleg að endurraða og breyta,“ segir Margrét. „Fyrir stuttu færði ég öll hús- gögnin í stofunni hjá okkur og fékk þannig meira spennandi upp- röðun. Breytingin var ótrúlega mikil og til batnaðar, þarna bætt- ist ekki neitt nýtt við en fólk tekur strax eftir breytingunni. Það varð allt miklu rýmra og okkur fannst eiginlega hálf tómlegt á eftir. En þetta er eins og í gluggaútstilling- unum, oft bara spurning um nokkra sentímetra til eða frá. Ég er alltaf að þjálfa nemendur í þessu og sýna þeim að ef þeir færa eitthvað um tíu sentímetra getur það breytt allri útstillingunni. Þetta gengur í rauninni út á að raða rétt upp fyrir augað og er auglýsingamennska, sálfræði og fagurfræði í bland,“ segir Mar- grét. „Aðrar drastískar breytingar höfum við ekki gert á heimilinu í bili en á döfinni er að breyta aðeins herbergjaskipan fyrir ferminguna í vor.“ -rat Spurning um nokkra sentimetra Margrét Ingólfsdóttir útstillingahönnuður endurraðaði í stofunni hjá sér og fékk meira pláss. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Flísar eru sívinsælt gólfefni og úrvalið er býsna fjölbreytt, bæði af náttúrusteinflísum og steyptum. Við kíktum inn í tvö fyrirtæki, Harðviðarval og Egil Árnason sem bæði selja ítalskar flísar. „Við bjóðum nú í fyrsta sinn upp á flísar frá ítalska framleiðandan- um Edilcuoghi Cheramiche sem hefur getið sér mjög gott orð fyrir listrænan metnað í sinni leirvöru- framleiðslu,“ segir Helga Gunn- arsdóttir sölumaður hjá Harðvið- arvali og sýnir hágæðaflísar sem hún segir bæði arkitekta og almenning heillast af. Þorbjörn Guðmundsson er sölu- maður hjá Agli Árnasyni. Þar er líka gott úrval flísa. Mest er um stórar 60X60, en hann segir flísar af stærðinni 60X30 vinsælar líka. Náttúrusteinn er alltaf sígildur að sögn Þorbjörns en eftirlíkingar veita honum þó harða samkeppni. „Sumir vilja ekkert nema náttúru- stein en eftirlíkingarnar hafa þann kost að þær þurfa miklu minna viðhald,“ bendir hann á. Eins má geta þess að fái náttúru- steinninn ekki viðhlítandi með- höndlun í upphafi, áður en honum er lokað, þá verður hann aldrei fallegur, heldur alla tíð með grárri slikju.“ gun@frettabladid.is Flísar gefa gólfum líf Flísarnar frá Ariostea fást í mörgum litum hjá Agli Árnasyni. Þessar eru sterkar og vinsælar, fást hjá Agli Árnasyni. Steyptar ítalskar flísar frá ítalska fram- leiðandanum Ariostea. Fást hjá Agli Árnasyni. Gegnheilar ítalskar mosaíkflísar af stærðinni 5X5, sem fást í Harðviðarvali. Gegnheilar keramikflísar með náttúru- legri áferð frá hinum ítalska Edilcuoghi fást í Harðviðarvali. Stærðin er 12X60. Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 viðarparket
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.