Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 34
 20. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR16 ● fréttablaðið ● bílar REYNSLUAKSTUR Toyota Highlander Hybrid er lúxusjepplingur af stærri gerð- inni, framleiddur fyrir Banda- ríkjamarkað. Hann er búinn tvinn-drifkerfi sem sameinar bensínvél og rafmótora og dregur úr eyðslu og útblæstri. Á árinu 2007 seldust í Bandaríkj- unum yfir 350.000 tvinnbílar, og frá því slíkir bílar komu fyrst á markað þar árið 1999 (fyrstir voru Toyota Prius og Honda Ins- ight) hafa samtals selst yfir ein milljón. Þrír af hverjum fjórum þessara bíla eru frá Toyota, flestir af gerð- inni Prius, en eftir því sem Toyota hefur farið að bjóða upp á tvinn- tæknina í fleiri gerðum hafa þær einnig selst grimmt. Toyota Highlander hefur verið á Bandaríkjamarkaði síðan árið 2001, en með 2008-árgerðinni urðu kynslóðaskipti. Highland- er er byggður á undirvagni fram- drifna Toyota Camry-fólksbílsins, og er því ekki byggður á grind eins og „alvöru“ jeppar á borð við Land Cruiser. Undirvagninum deilir Highlander með Lexus RX. Framan af fékkst Highlander aðeins með bensínvélum en frá og með 2006-árgerðinni hefur hann fengist með tvinn-drifbúnaði (sem Toyota kallar Hybrid Syn- ergy Drive). Bíllinn sem fékkst til reynslu- aksturs er af nýju 2008-kynslóð- inni, búinn uppfærðu tvinn-drif- kerfi með tveimur rafmótorum, 123 kW að framan og 50 kW að aftan. Meðal nýjunga miðað við fyrri kynslóð er að nú er hægt að ýta á takka sem lætur bíl- inn ganga eingöngu á rafdrifinu, reyndar aðeins á lítilli ferð og að hámarki um eins og hálfs kíló- metra leið. Önnur nýjung er full- komnara fjórhjóladrifskerfi, sem er samþætt rafeindastýrða stöð- ugleikakerfinu sem Toyota kall- ar VDIM. Samanlagt skilar 3,3-lítra V6- bensínvélin og rafmótorarnir 270 hestöflum og 288 Nm togi. Aflið skortir því ekki. Tvinn-drifkerf- ið notar háspennu-nikkel-málm- hýdríð-rafgeymi en tólf volta rafkerfi bílsins sjálfs er alveg aðskilið og notar hefðbundinn 12V-rafgeymi. Um leið og bíllinn er sett- ur í gang finnst að hann er ekki hefðbundinn bensínbíll. Það er gert með því einfaldlega að ýta á hnapp, en við það heyrist ekkert vélarhljóð heldur kviknar bara á ljósum, mælaborði og upplýs- ingaskjá. Þegar sjálfskiptingunni er rennt í bakkgír sendir bakk- myndavél myndir á upplýsinga- skjáinn, sem stórbætir sýn aftur úr þessum hátt í fimm metra langa bíl. Þegar þrýst er á bensíngjöfina rennur bíllinn hljóðlaust af stað. Það er síðan ekki fyrr en bíllinn er kominn á ferð sem bensínvélin dettur í gang, en ökumaður tekur varla eftir því þar sem það gerist líka mjög hljóðlega. Stiglaus sjálf- skiptingin og mjúk fjöðrunin (þó ekki of mjúk), eiga líka sinn þátt í því hve hljóðlega og rykkjalaust bíllinn skilar sér áfram, jafnvel yfir reykvískar hraðahindranir. Í Limited-útfærslu er sjö sæta bíllinn ríkulega búinn. Hituð, raf- stýrð leðursæti, leðurklætt stýri (sem er reyndar grennra en þægi- legast væri), póleraðar harðvið- arskreytingar, miðstöð/loftkæl- ing sem er stillanleg fyrir hvern farþega í fram- og fremri aft- ursætum, fullkomin hljómtæki og þannig mætti áfram telja. Að teknu tilliti til stærðar, hins dýra vél- og drifbúnaðar og ríkulega útbúnaðar innanstokks er ekki annað hægt að segja en að verðið sé gott í samanburði við sambæri- lega bíla (sem þó eru ekki búnir tvinn-drifkerfi). Innflutningsað- ilinn Islandus.com gefur upp að miðað við núverandi gengi Banda- ríkjadals sé það í kring um fimm milljónir króna. Mestu munar um tvinn-drif- kerfið í innanbæjarumferð. Það drepur á bensínvélinni á hverj- um gatnamótum, tekur af stað á rafdrifinu, og rafgeymarnir hlað- ast í hvert sinn sem hemlað er. Þetta sparar eldsneyti og útblást- ur. Uppgefin lágmarksmeðal- eyðsla er um 7,6 lítrar á hundrað- ið. Eyðsla reynsluakstursbílsins á fyrstu tankfyllingunni reyndist um 10 lítrar, sem er nokkuð gott með tilliti til stærðar bílsins og að um vetrarakstur er að ræða. En það er ekki minni eyðsla en til dæmis evrópskir díselbílar af svipaðri stærð skila núorðið. Enda myndu þeir sem af alvöru setja umhverfisvænleika í fyrir- rúm við val á bíl fá sér minni og léttari bíl, búnum minni og spar- neytnari vél. Með því að fjárfesta í tvinn-drifinu getur sá sem velur Highlander Hybrid þó leyft sér þann lúxus að aka um á svo stór- um og öflugum bíl með eilítið betri umhverfissamvisku. - aó Bíllinn er ríkulega búinn; stiglaus sjálfskipting, fjölrofastýri, hraðastillir og fleira. Allt að sjö manns geta látið fara vel um sig á leðurklæddri hægindainnréttingu. Hægt er að fylgjast með orkuflæði tvinn-drifsins á skjá í mælaborðinu. Lúxusjepplingur sem bætir umhverfissamviskuna Nýr og stærri Hálendingur. Bíllinn hefur vaxið talsvert frá fyrri kynslóð, sem seldist mjög vel á Bandaríkjamarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TOYOTA HIGHLANDER HYBRID Vél: 3,3 l V6 bensín, 2 rafmótorar í tvinn-drifkerfi (Hybrid Synergy Drive) Afl : 270 hö/288 Nm Drifbún.: 4x4, stiglaus sjálfskipt- ing (CVT) Mál: L 4,79m, B 1,91m, H 1,76m, hjólhaf 2,79m Þyngd: (2.041 kg) Hröðun: 7,6 sek. 0-96 km/klst PLÚS: Hljóðlátur, þægilegur, rúm- góður, gott verð og sparneytinn miðað við búnað og stærð MÍNUS: Takmarkaðir torfæruei- gin-leikar; minni dráttargeta vegna CVT-skiptingar, lítið hliðarhald í sætum Verð: Um 5.000.000 kr. Innfl ytjandi: islandus.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.