Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 38
 20. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR Nýr, endurhannaður Ford Focus, hlaðinn tækninýjungum kemur í Brimborg í næsta mánuði. Hinn nýi Ford Focus þykir sverja sig í ætt við Mondeo hvað útlit varðar. Hann er með mjúkar línur og sterkan ættarsvip nýrra bíla frá Ford í Evrópu. Ford Focus býr yfir frábærum aksturseiginleikum sem meðal annars má þakka nýrri hönnun. Innréttingar bílsins þykja bera vott um gæði auk þess sem staðal- búnaður hans hefur verið aukinn. Nýr Focus kemur með nýjum, lok- lausum EasyFuel-búnaði frá Ford sem hindrar að röngu eldsneyti verði dælt á bílinn. Meðal aukabúnaðar sem verður fáanlegur með nýjum Focus eru loftþrýstingsnemar sem fylgjast með loftþrýstingi í dekkjum og auka öryggi og draga úr eldsneyt- iseyðslu. Einnig spennubreytir fyrir 230w rafmagnstæki auk sér- staklega vandaðra DBA-hljóm- flutningstækja með tengi fyrir MP3-spilara, AFS-beygjuljós og fleira. Ford Focus með tveggja lítra Duratorq TDCi díselvél verð- ur í boði síðar á árinu með nýjum PowerShift-gírkassa frá Volvo. Um er að ræða sex gíra sjálfskipt- an kassa með beinskiptimöguleika og tvöfaldri vökvakúplingu, sem framkallar tafarlausar en jafn- framt sérlega mjúkar skipting- ar. Með þessari nýju tækni hefur tekist að auka eldsneytisnýtingu um tíu prósent í Ford Focus sam- anborið við fyrri sjálfskiptingu og einnig minnka útblástur koltvísýr- ings. -rve Endurfæddur Focus Hinn nýi Ford Focus verður hlaðinn tækninýjungum. Ný kynslóð af lúxusjepplingnum Land Rover Freelander hefur hlotið góðar viðtökur um allan heim. Ný kynslóð af lúxusjepplingn- um Land Rover Freelander hefur hlotið góðar viðtökur um allan heim. Viðtökurnar hafa sömuleiðis verið góðar á Íslandi en í árslok hlaut Freelander 2 útnefninguna bíll ársins 2008 frá Samtökum íslenskra bíla- blaðamanna. Freelander 2 hefur rakað inn viðurkenningum víða um heim. Hefur hann meðal annars verið útnefndur sem besti jeppling- urinn á markaðnum í sjón- varpsþættinum Top Gear, bíla- blöðunum 4X4 Plus og What Car. Þess má geta að eldri útgáfan af Freelander mætti þó nokk- urri mótstöðu vegna galla sem áttu til í að koma upp í henni. Fyrirtækinu var því mikilvægt að sýna að nýja kynslóðin væri vel heppnuð. Ætlunarverkið virðist hafa heppnast og eru blaðamenn al- mennt á því að bifreiðin sverji sig meira í ætt við Discovery og Range Rover heldur en for- vera sinn. -rve Besti jeppl- ingurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.