Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 58
30 20. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Varnarmaðurinn Sverrir Garðarsson úr FH skrifaði í gær undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið GIF Sunds- vall og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var kaupverðið á bilinu 20-30 milljónir króna. Sverrir vakti gríðarlega athygli fyrir vaska framgöngu með Hafnarfjarðarliðinu síðasta sumar og hann var í framhaldinu verðlaunaður með sæti í landslið- inu. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik í lokaleik Íslands í undankeppni EM gegn Danmörk í nóvember á síðasta ári. Sverrir fór til nokkurra félaga áður en hann kom til GIF Sundsvall snemma í janúar en Cain Dotson, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, sagði í samtali við Frétta- blaðið í gær að félagið hefði verið búið að fylgjast með Sverri í þó nokkurn tíma. „Við vissum alveg hver fótboltamaðurinn Sverrir Garð- arsson var í janúar þegar við fórum þess á leit við FH að fá hann til félagsins. Ég veit ekki hvort að það sé hægt að segja að við höfum fengið hann á reynslu þar sem við vissum alveg hvað hann gæti inni á knattspyrnuvellinum, en vildum kynnast persónu hans betur og komast að því hvort hann væri rétti maðurinn fyrir okkur,“ sagði Dotson sem ber Sverri vel söguna. „Ég hef hitt Sverri nokkrum sinnum og átt við hann gott spjall og mér finnst hann frábær persónuleiki og hann hefur þetta íslenska hugarfar og baráttuanda sem á eftir að nýtast GIF Sunds- vall mjög vel,“ sagði Dotsons sem kvað kaupin á Sverri marka stór spor í sögu félagsins. „Sverrir er nýbúinn að spila sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland og ég tel að kaup okkar á honum undirstriki metnað félagsins og vilja til að ná langt. Hann er klárlega ein stærstu kaup sem GIF Sundsvall hefur staðið í og við bind- um því miklar vonir við að hann eigi eftir að halda áfram að bæta sig og sanna sig hjá félaginu,“ sagði Dotson sem kvað viðræðurnar við FH hafa gengið mjög vel. „Við áttum mjög góð samskipti við FH og náðum að komast að samkomulagi fljótlega. Ég tel að við höfum keypt Sverri á sanngjörnu verði,“ sagði Dotsons sem vildi ekki tjá sig frekar um kaupverðið. Sverrir gaf ekki kost á viðtali þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. SVERRIR GARÐARSSON: SKRIFAÐI Í GÆR UNDIR ÞRIGGJA ÁRA SAMNING VIÐ SÆNSKA FÉLAGIÐ GIF SUNDSVALL FH fær á bilinu 20-30 milljónir króna fyrir Sverri > Alfreð útilokar endurkomu Í kjölfar þess hversu illa HSÍ gengur að ráða nýjan lands- liðsþjálfara hafa kviknað á ný þær raddir sem vilja að HSÍ reyni að freista Alfreðs Gíslasonar í hinsta skipti. Alfreð sagði við Fréttablaðið í gær að enginn möguleiki væri á því að hann tæki aftur við liðinu. Aðstæð- ur leyfðu það hreinlega ekki. Alfreð er þrátt fyrir það að aðstoða HSÍ við þjálfaraleitina og er boðinn og búinn að leggja sitt lóð á vogarskál- arnar. Hann segir að arftaki sinn muni ennfremur fá aðgang að öllum hans gögnum og geta notið liðsinnis síns hafi hann áhuga á því. WEST HAM DERBY W W W. I C E L A N DA I R . I S 18.–20. APRÍL Verð á mann í tvíbýli frá 57.300KR. Icelandair er samstarfsaðili West Ham og býður ferðir á alla heimaleiki liðsins í vetur. Fjölmargir leikir framundan, s.s. á móti Portsmouth, Newcastle og Aston Villa. + Nánari upplýsingar: www.icelandair.is/ithrottaferdir KÖRFUBOLTI Helena Sverrisdóttir er að spila vel með TCU-háskól- anum í Bandaríkjunum og var í gær valin besti leikmaður Mountain West-deildarinnar aðra vikuna í röð. Helena var með 16,5 stig, 10,5 fráköst og 3,0 stoðsendingar að meðaltali í tveimur sigurleikjum liðsins, þar sem hún náði bæði sínum besta árangri í fráköstum (12) og stigum (24) í einum leik. TCU hefur nú unnið sex leiki í röð og Helena er bæði stigahæsti (13,3 í leik) og frákastahæsti (7,6) leikmaður liðsins á þessum tíma. Líkt og fyrr er Helena eini nýliðinn í deildinni sem er á topplistum í stigum (fjórða af nýliðum með 9.3 í leik), fráköst- um (önnur með 6,0) og stoðsend- ingum (önnur með 2,8). -óój Helena Sverrisdóttir hjá TCU: Valin best aðra vikuna í röð FINNUR SIG VEL Helena Sverrisdóttir er að gera það gott með TCU. FRÉTTABLAÐIÐ/KEITH ROBINSSON KÖRFUBOLTI Jason Kidd getur loksins farið að undirbúa atlögu sína að NBA-meistaratitlinum með Dallas Mavericks eftir að leikmannaskiptin sem hafa verið í loftinu í meira en viku gengu loksins í gegn í gær. Kidd fer til Dallas ásamt framherjanum Malik Allen og bakverðinum Antoine Wright en í staðinn fær New Jersey leik- stjórnandann Devin Harris, miðherjann DeSagana Diop, Maurice Ager, Trenton Hassell og framherjana Keith Van Horn sem var búinn að leggja skóna á hilluna. Nets fær að auki tvo valrétti og þrjár milljónir dollara frá Dallas. Kidd snýr því aftur til Dallas þar sem hann lék fyrstu tímabilin á sínum ferli frá 1994 til 1996. Kidd er 34 ára en státar af meðaltali upp á 11,3 stig, hefur 10,4 stoðsend- ingar og 8,1 frákast og kemur til með að hjálpa Dallas-liðinu að vinna sinn fyrsta NBA- titil en Kidd á einnig eftir að ná sér í hring. - óój Stór skipti í NBA-deildinni: Jason Kidd far- inn til Dallas HANDBOLTI Kvennalið Vals mætir franska liðinu Merignac í átta liða úrslitum í Áskor- endakeppni Evrópu. Merignac er í 8. sæti af tólf í frönsku deildinni. Fyrri leikur liðanna á að fara fram í Frakkandi 8. eða 9. mars, en síðari leikurinn 15. eða 16. mars. Aðalmarkaskorari liðsins er Elodie Mambo Cho sem kemur frá Fílabeinsströndinni en hún er þriðja markahæst í Frakk- landi með 7,5 mörk í leik. - óój Áskorendakeppni kvenna: Valskonur til Frakklands Meistaradeild Evrópu: Liverpool-Inter 2-0 1-0 Dirk Kuyt (85.), 2-0 Steven Gerrard (90.). Olympiakos-Chelsea 0-0 Roma-Real Madrid 2-1 0-1 Raúl (8.), 1-1 David Pizarro (24.), 2-1 Mancini (58.). Schalke-Porto 1-0 1-0 Kevin Kuranyi (4.). ÚRSLITIN Í GÆR KÖRFUBOLTI Valskonur heimsækja Íslandsmeistara Hauka í Iceland Express-deild kvenna í kvöld í leik sem þær verða að vinna ætli þær sér að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Haukar hafa fyrir leikinn átta stiga forskot og mun betri innbyrðisstöðu í baráttunni um 4. og síðasta sætið inn í úrslita- keppnina. Valur þarf þannig að vinna leikinn með 22 stigum til þess að eiga möguleika en þá væru sex stig á milli liðanna og Valur með betri innbyrðisstöðu þegar liðið ætti þrjá leiki eftir. Haukar eiga eftir tvo leiki eftir leikinn í kvöld en þeir eru báðir gegn efstu liðum deildarinnar. -óój Valskonur í kvöld: Þurfa að vinna með 22 stigum VEIK VON Valskonur þurfa stórsigur á Ásvöllum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Fyrstu leikirnir fóru fram í sextán liða úrslitum Meistara- deildar Evrópu í gær. Liverpool, Schalke og Roma standa vel að vígi fyrir seinni leikina. Leikmenn Liverpool pressuðu ítölsku meistarana stíft í upphafi leiksins og réðu lögum og lofum framan af leik, þá sérstaklega á miðjunni þar sem Mascherano stýrði liðinu eins og herforingi, en liðið náði ekki að koma sér í nógu góð marktækifæri. Það dró svo heldur betur til tíðinda eftir hálf- tíma leik þegar vandræðagemling- urinn Marco Materazzi fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rauða spjaldið fyrir brot á Torres, en Materazzi fékk einmitt fyrra spjaldið fyrir brot á Torres. Ódýrt rautt spjald myndu einhverjir segja og í raun voru bæði gulu spjöldin fyrir væg brot, en engu að síður óþarfi hjá Materazzi og í meira lagi klaufalegt. Liverpool gekk þó áfram illa að opna vörn Inter þrátt fyrir að vera einum leikmanni fleiri. Liverpool fékk dauðafæri á 58. mínútu þegar boltinn barst óvænt inn fyrir vörn Inter eftir baráttu á miðjum vellinum en markvörður- inn Julio Cesar sá við Torres úr opnu færi. Stuttu síðar gerði Liver- pool tilkall til vítaspyrnu þegar boltinn fór augljóslega í hönd Patr- icks Vieira en dómarinn kaus að dæma ekkert. Sóknarþungi Liver- pool hélt áfram og skilaði sér loks- ins með marki þegar fimm mínútur voru eftir af leik. Það var Dirk Kuyt sem braut ísinn með góðu marki eftir sendingu Jermaines Pennant og Gerrard bætti svo við öðru marki Liverpool á 90. mínútu með frábæru skoti af löngu færi og þar við sat og Liverpool í góðum málum fyrir seinni leikinn. Markalaust í Grikklandi Chelsea var meira með boltann og átti fleiri skot á markið gegn Olympiakos í gær en heimamenn nær því að skora. Niðurstaðan var hins vegar 0-0 jafntefli í tíðindalitl- um leik. Chelsea stendur þó ágæt- lega að vígi fyrir seinni leikinn á Brúnni þar sem lykilmenn á borð við Frank Lampard og John Terry eru að snúa aftur úr meiðslum. Sigrar hjá Schalke og Roma Það tók „gulldrenginn“ Raúl González aðeins átta mínútur að skora gegn Roma í gær en David Pizarro jafnaði leikinn fyrir heimamen og Mancini kom heima- mönnum yfir með marki á 58. mínútu og það reyndist sigur- markið. Schalke fékk einnig drauma- byrjun gegn Porto og Kevin Kur- anyi skoraði á 4. mínútu og það var sigurmarkið. omar@frettabladid.is Inter í vondum málum Liverpool komst skrefi nær átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með sannfærandi sigri á Inter. Schalke og Roma standa einnig vel að vígi. UMDEILT ATVIK Marco Materazzi fórnar höndum eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald og þar með rautt spjald á Anfield í gær. Hugsanlega harður dómur en Mater- azzi gat sjálfum sér um kennt fyrir klaufaleg brot. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.