Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 62
34 20. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 GAMLA MYNDIN LÁRÉTT 2. helvíti 6. þys 8. hátíð 9. gerast 11. 2000 12. nafnbætur 14. steintegund 16. tveir eins 17. erfiði 18. impra 20. skóli 21. svall. LÓÐRÉTT 1. löngun 3. í röð 4. autt rými 5. angan 7. möttull 10. skammstöfun 13. þunnur vökvi 15. hjartaáfall 16. belja 19. bor. LAUSN LÁRÉTT: 2. víti, 6. ys, 8. jól, 9. ske, 11. mm, 12. titla, 14. kvars, 16. kk, 17. púl, 18. ýja, 20. ma, 21. rall. LÓÐRÉTT: 1. lyst, 3. íj, 4. tómarúm, 5. ilm, 7. skikkja, 10. etv, 13. lap, 15. slag, 16. kýr, 19. al. „Þarna var maður bara að vinna í Hagkaupum og í áhuga- mannaleikhópnum Leikskólan- um, með til dæmis Stefáni Halli, Ilmi og Esther Talíu. Töffarasvip- urinn fer mér ágætlega, ég er alltaf með hann. Nei, ég var að leika einhvern spæjara þarna, í leikritinu Örlagaeggin.“ Sverrir Þór Sverrisson. Myndin er tekin í júlí 1999. Páll Ásgeir Ásgeirsson, dómari og spurningahöfundur Gettu betur, stendur í eldlínunni um þessar mundir. Þetta er í fyrsta skipti sem hann tekur að sér starf í þess- um dúr og nokkrar villur sem sluppu í gegnum möskva hans hafa verið týndar til. Stærstu og umtöluðustu mistökin kostuðu Kvennaskólann sigur gegn MH í síðasta þætti. Spurt var um fræga kraftaverka- máltíð Jesú Krists. Kvennaskólinn svaraði rétt að Jesús hefði mettað fimmþúsund með fimm brauðum og tveimur fiskum. Páll hélt því hins vegar blákalt fram að brauð- in hefðu verið tvö og fiskarnir fimm. Kostaði ruglingurinn Kvennaskólann eitt stig og þar með sigurinn. „Við vorum svo handviss um að þetta væri rétt hjá okkur að strax eftir keppnina fórum við heim og leituðum að þessu í Biblíunni,“ segir Lilja Dögg Jónsdóttir, formaður Keðjunnar, nemendafélags Kvennaskólans. „Þar fundum við þetta á fjórum stöðum og sáum að við höfðum svarað rétt.“ Lilja segir mikið svekkelsi ríkja innan Kvenna- skólans. „Við ætlum samt að una niðurstöðunni sem fékkst á fundi RÚV. Úrslitun- um verður ekki breytt. Kvenna- skólinn hefur aldrei komist svona langt og verið með svona sterkt lið svo þetta er rosalega leiðinlegt. Við höfðum bara komist tvisvar sinnum áður í sjónvarpið og þá dottið út í 16-liða úrslitum í bæði skiptin.“ MH kærði leikinn líka. Þeirra kæra snerist um að liðið hafði fengið rangt fyrir að svara „skilja“ þegar spurt var um „skilvindu.“ Töldu MH-ingar um sama fyrir- bærið að ræða og vísuðu í sam- heitaorðabók. RÚV féllst ekki á rök MH og vísaði kærunni frá. „Að sjálfsögðu stöndum við með Páli Ásgeiri í þessu máli,“ segir Gettu betur-yfirnördinn Stefán Pálsson. Hann hefur keppt, þjálfað og dæmt í Gettu betur. „Það að dómarar geri mis- tök í keppninni er ekkert eins- dæmi – sjálfur gerði ég nokkur á þeim tveimur árum sem ég var í þessu – en það er sjaldgæfara að mistökin ráði úrslitum. Þá er fjandinn laus. Því hata dómarar jafna keppni. Ef það er kannski 12 stiga munur þá skipta ein mistök engu máli. Mér sýnist þetta bara innsláttarvilla hjá Páli og sorglegt fyrir hann því það er þjóðaríþrótt besservisseranna að vera vitrari en dómarinn.“ Stefáni finnst Páll Ásgeir standa sig vel. „Þetta eru skemmtilegar spurningar hjá honum en dálítið léttar. Það hefðu verið jólin og páskarnir ef mitt lið hefði keppt með spurningunum hans.“ Stefán segir að Kvennaskólinn megi vel við una þrátt fyrir allt. „Ég held þau hafi nú ekkert verið á leiðinni að vinna keppnina hvort sem er og því kemur þetta sér bara vel fyrir þau. Nú eru þau hálfgerðir sigurvegarar, það er partur af fórnarlambsvæðingu samfélagsins. Leiðinlegra er þetta fyrir sigurliðið því nú fylg- ir það þeim að hafa bara unnið fyrir mistök. Mitt ráð til keppn- isliða er að drullast til að fá bara nógu mörg stig svo að óheppnisfaktorinn skipti engu máli.“ gunnarh@frettabladid.is MEGN ÓÁNÆGJU MEÐ GETTU BETUR Í KVENNASKÓLANUM OG MH: Dómarar hata jafna keppni FIMM FISKAR, TVEIR FISKAR, FIMM BRAUÐ, HA? Páll Ásgeir Ásgeirsson klikkaði aðeins á Biblíunni. STENDUR MEÐ PÁLI Stefán Pálsson er Gettu betur-yfir- nördinn. Hann ráðleggur liðum að fá nógu mörg stig svo óheppn- isfaktor skipti engu máli. Mikil leynd hvílir yfir því hve- nær og hvernig finnski skrýmsla- kóngurinn Lordi kemur til lands- ins, En hann hefur staðfest komu sína hingað til lands í tengslum við frumsýningu kvikmyndarinn- ar Dark Floors á fimmtudaginn í næstu viku. Gamla Eurovision-stjarnan leikur í myndinni og var einn af hugmyndasmiðum hennar og er meinilla við að koma fram án þess að vera farðaður og í fullum herklæðum. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu eru þeir Júlíus Kemp og Ingvar Þórðar- son hjá Kvikmyndafélagi Íslands meðal framleiðenda myndarinn- ar og standa þeir fyrir komu finnska tónlistarmannsins. Myndin var frumsýnd í Finn- landi í síðustu viku og er Ísland því annað í röðinni. Að sögn Júlí- usar Kemp er svo stefnt að því að leggja heiminn að fótum sér en samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er nú unnið að samning- um við bandaríska fyrirtækið Lionsgate um dreifingu í Amer- íku. Júlíus segir að Lordi verði ekki með hljómsveitina með sér og hlær bara þegar hann er spurður hvort ekki sé mikið mál að flytja inn svona skrýmsli á einu bretti. „Nei, það held ég ekki,“ segir Júlíus. Dark Floors er hryllingsmynd og er öll leikin á ensku. Júlíus segir að hún hafi gengið vel ofan í finnska áhorfendur en útskýrir um leið að Dark Floors sé fyrst og fremst framleidd fyrir alþjóð- legan markað. - fgg Lordi kemur til Íslands Tómas M. Tómasson, bassaleikari Þursaflokks- ins, er hvergi banginn við úrslitakvöld Eurov- isionkeppni RÚV og telur að foreldrarnir eigi eftir að þyrpast í Höllina og láti það eftir börn- um og barnapíum að velja framlag þjóðarinnar í Eurovision. Svo skemmtilega vill til að endur- koma Þursaflokksins verður þetta sama kvöld. „Mér líst bara vel á það, ég hef reyndar ekkert verið að fylgjast með Eurovision,“ sagðir Tómas þegar Fréttablaðið náði í skottið á honum á milli æfinga hjá Þursunum. „Annars held ég að það hafi ekki verið vitað að þessi tvö kvöld myndu skarast og raunar tel ég að þarna séu engir hagsmunarárekstrar; Þursar og Eurovision eru ekki beint að stíla inn á sama liðið og ég held að það sé alveg nægur markað- ur fyrir báða hópana,“ bætir Tómas við. Uppselt er að verða á tónleikana í Laugar- dalshöllinni og var hljómsveitin að leggja loka- hönd á nokkur smáatriði sem þurfti að lagfæra. „Við erum að verða nokkuð vel æfðir og ætlum síðan að taka okkur frí fram á föstudag.“ Ólafur Hólm, trommuleikari húshljómsveit- ar Eurovisionkeppninnar og aðdáandi Þurs- anna, segir að hann reyni kannski að taka sprettinn frá Smáralindinni og niður í Laugar- dal til að heyra síðustu lög Þursaflokksins. „Ég verð hins vegar auðvitað að sinna minni vinnu, svo einfalt er það,“ segir Ólafur en bætir því við að allir þeir sem hafi á einhverjum tíma- punkti í sínu lífi pælt í íslenskri tónlist hljóti að vera aðdáendur Þursaflokksins. „Ég hefði örugglega verið í Laugardalshöllinni ef þetta hefði ekki verið svona,“ bætir Ólafur við. - fgg Þursar ekki hræddir við Eurovisionglamúr SKRÝMSLAKÓNGUR Lordi verður við- staddur frumsýningu kvikmyndarinnar Dark Floors á Íslandi en þeir Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson eru meðal framleiðanda myndarinnar. Páll Óskar hefur heldur betur komist með puttana í framlag Euro-bandsins í Eurovisionsöngva- keppninni. Hann lagði að þeim Friðriki Ómari og Regínu Ósk að vera heiðarleg gagnvart landsmönnum og flytja lagið eins og það mun líklega hljóma úti ef það sigrar. Lagið er komið með nýjan enskan texta eftir Pál Óskar, heitir nú „This Is Your Life” og er orðið organdi diskó eins og heyra má á myspace-síðu Friðriks Ómars, fridriksings. Þó margir telji Merzedes Club og lag Barða Jóhannssonar Euro-grín lítur Barði ekki á þetta sem tilfallandi atriði. Hann hefur samið tvö ný lög fyrir Ceres4 og co sem verða frumflutt í partí- inu. Og nú er verið að leggja drög að plötu með Merzedes Club. Þá er hugmyndin að bandið komi fram með Cascada á Brodway 19. mars en Cascada átti meðal annars risasmellinn „Everytime We Touch” í fyrra. Óli Sindri, bakþankahöfundur og faðir netskrímslisins Mengellu, vaknaði í blóðpolli heima hjá sér um helgina eftir skemmtan næturinnar. Hélt hann í fyrstu að hann hefði verið laminn fyrir einhver ummæli sín en þegar brotin fóru að raðast saman kom í ljós að hann hafði aðeins misstigið sig á einhverri búllunni, dottið og slengt hendinni í bjórglassbrot. Skrifar hann nú með annarri hendi á lyklaborðið, fær sýklalyf í æð og bryður bakteríudrepandi sveppatöflur eins og óður maður. Í nýjasta tímariti Máls & menningar er heillöng grein eftir bókmennta- fræðinginn Emil Hjörvar Petersen um hina svokölluðu „vonlensku” hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Emil kryfur textana á alla kanta og birtir dæmi eins og þetta: „séí tsé sjáu, séivá de ida, éleifidí, édíidí“. Greinin er ekkert verri þótt Jón Þór Birgisson og félagar í Sigur Rós hafi alltaf þrætt fyrir tilvist von- lenskunnar. Íslenskir textar fylgdu með öllum lögum á meistaraverk- inu Ágætis byrjun, en síðan þá virðist andinn hafa yfirgefið Jónsa þegar textagerð er annars vegar. Ástæðan fyrir hinni svokölluðu „vonlensku” er því lík- lega mun einfaldari en sú sem Emil hefur kokk- að upp í löngu máli. -jbg/glh FRÉTTIR AF FÓLKI EKKI SAMI HÓPURINN Tómas Tómasson, bassaleikari Þursanna, er ekki hræddur við Eurovision.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.