Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 1
Biðst afsökunar | Danska blaðið Ekstra Bladet hefur beðið Kaup- þing afsökunar á greinaskrifum um bankann haustið 2006. Afsök- unarbeiðnin er hluti af dómssátt, en Kaupþing höfðaði mál vegna skrifanna. Blaðið greiðir einnig bætur og greiðir lögfræðikostnað. Kaupa í Capacent | Capa In- vest, nýtt fjárfestingarfélag í eigu Róberts Wessman og Jóns Dið riks Jónssonar, hefur eignast tuttugu prósenta hlut í IMG-Hold- ing, eignar haldsfélagi Capacent- samstæðunnar. Gefið var út nýtt hlutafé og Capa Invest orðið kjöl- festufjárfestir í samstæðunni. Stýrivextir óbreyttir | Seðlabanki Íslands breytti ekki stýrivöxtum á vaxtaákvörðunardegi sínum í síð- ustu viku. Stýri vextir eru 13,75 prósent. Greiningardeildir bank- anna gera ráð fyrir að bankinn hefji að lækka vexti næst þegar vöxtum verður breytt. Evran um bakdyrnar | „Við kunn- um ekki við að lönd reyni að kom- ast bakdyramegin í evruna,“ sagði Jürgen Stark, stjórnar maður í Evr- ópska seðlabankanum á Viðskipta- þingi 2008. Hann segir bankann á móti einhliða upptöku þjóða á evru og þær sem kjósi þá leið geti ekki vænst stuðnings bankans eða Evrópusambandsins. Gjaldeyrismál í brennidepli | Staða krónunnar var til umræðu á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands. Erlendur Hjaltason, for- maður Viðskiptaráðs, kallaði í ræðu sinni eftir skýrri sýn og aðgerð- um stjórnvalda varðandi framtíðar- skipan gjaldeyrismála og styrk- ingu efnahagslegs stöðugleika. 14 12 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 20. febrúar 2008 – 8. tölublað – 4. árgangur Krónan í ölduróti Mynt sem verður aldrei stöðug 8-9 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Ingimar Karl Helgason skrifar „Aðgerðir til að treysta starfsumhverfi bankanna á borð við styrkingu gjaldeyrisforðans eru alger nauðsyn við þessar aðstæður. Með slíkum aðgerð- um eru send skilaboð til umheimsins sem mark er tekið á,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskól- ann í Reykjavík. Skuldatryggingarálag bankanna er himinhátt um þessar mundir. Í byrjun vikunnar var skulda- tryggingarálag Kaupþings sex sinnum hærra en að jafnaði í Evrópu, álagið hjá Glitni fimm sinnum hærra, og þrisvar sinnum hærra hjá Landsbanka. Eftir því sem álagið er hærra eru lánskjör bank- anna óhagstæðari. Skuldatryggingarálag banka hefur alls staðar hækkað, en talið er að álagið á íslensku bankana sé hærra vegna uppruna þeirra og hefur það verið kallað Íslandsálag. „Þetta þýðir að álagið er ekki einkamál bankanna heldur verða stjórnvöld að treysta starfsumhverfi þeirra eins og matsfyrir- tækið Moody‘s undirstrikar í nýlegu áliti um láns- hæfi landsins. Bankarnir þurfa aukinn aðgang að lausu fé,“ segir Ólafur og hvetur til þess að við- ræður verði teknar upp við Evrópska seðlabank- ann. „Skuldatryggingarálagið er orðið óþolandi hátt og hamlar aðgengi að lánsfé meira en staða bank- anna gefur tilefni til.“ Ólafur minnir á að áður fyrr hafi Seðlabankinn átt samstarf við aðra norræna seðlabanka um aðgang að fé sem grípa mætti til ef vandi steðjaði að. „Slíkir samningar eru raun hæfir og mikils metnir, til dæmis af matsfyrirtækjum. Brýnt er að tryggja aukinn aðgang að lausu fé og geta sýnt umheiminum að fjármálakerfið eigi bak- hjarl í samningum af þessu tagi. Þess vegna er brýnt að leita hófanna eftir slíkum samningi við Evrópska seðlabankann og hugsanlega fleiri seðla- banka eftir atvikum. Þetta eru aðgerðir sem menn skilja og mark er tekið á“, segir hann. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi að ekki stæði til að leita eftir samstarfi við Evrópska seðlabankann í þessu tilltiti og það hefði ekki staðið til. Hins vegar væri undirbúningur hafinn á vettvangi ríkisstjórnar- innar til að draga úr neikvæðum afleiðingum hugsanlegrar lánsfjárkreppu á alþjóðamörkuðum. „Eðlilegt er að vinna að slíku í góðu samstarfi við aðila á markaðnum,“ sagði Geir. Hann hitti fyrir helgi, ásamt utanríkisráðherra, forsvarsmenn fjár- málafyrirtækja til skrafs og ráðagerða. Gjaldeyrisforði Seðlabankans nemur nú ríflega 174 milljörðum króna. Sjá síður 8-9 Þurfum að senda marktæk skilaboð Hátt skuldatryggingarálag íslensku bankanna er til vandræða. Ólafur Ísleifsson segir að styrkja verði gjaldeyrisforðann. Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com „Við væntum þess að um tíu manns vinni hjá okkur til að byrja með. Svo kemur þetta í ljós,“ segir Jón Steinn Elíasson, framkvæmdastjóri Toppfisks. Fyrirtækið keypti fyrir fáum dögum fasteignir og tæki Gunn- ólfs á Bakkafirði. Byggðastofn- un leysti þessar eignir til sín í haust. Fram kemur á vef Byggða- stofnunar að þar á bæ sé þess vænst að salan verði til að styrkja atvinnulífið á Bakkafirði. Jón Steinn býst við því að vinnslan á Bakkafirði hefjist í næsta mánuði. - ikh Tíu störf á Bakkafirði AFLINN Á LAND Fiskvinnsla hefst að nýju í Gunnólfi á Bakkafirði í mars. Silfur- og steinavinnsla í sókn Kraftur í handverkinu Alparnir alltaf til Á skíðum, bretti og hjóli „Við höfum spilað vörn, tekið skrefið aftur á bak til að treysta stoðirnar og fínstilla rekstur- inn sem gerir okkur kleift að nýta tækifærin sem hafa orðið til. Þeir sem komast í gegnum erfið leikana standa sterkir eftir,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, sem kynnti sitt fyrsta ársuppgjör eftir miklar svipting- ar í hluthafahópi félagsins í síð- ustu viku. Félagið hefur stokkað upp í eignasafni sínu upp á síðkastið, selt alla hluti sína í bandarísku flugrekstrarsamstæðunni AMR og fært eignarhlut í þýska bank- anum Commerzbank, sem nú er agnarsmár, í veltubók svo fátt eitt sé nefnt. Forstjórinn segir einskipti- kostnað hafa fallið á félagið í kjölfar mikils vaxtar í harðri samkeppni í fyrra. Nauðsynlegt hafi verið að bjóða í gott fólk. Seglin hafa verið dregin niður í bili og mun FL Group einbeita sér að kjarnafjárfestingum sínum. Dregið verður úr styrkveitingum í nafni FL Group á næstunni. Þá hafa minni umsvif erlendis falið í sér að ekki hefur þurft að nota margumtalaða einkaþotu upp á síðkastið, sem félagið fékk afnota af í fyrra í tengslum við stórar er- lendar stöðutókur. - jab / sjá síðu 6 FL Group leggur einkaþotunni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.