Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 20. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Meðalverð á húsnæði hefur hækkað um 3,2 prósent á milli mánaða í Bretlandi. Þetta er fyrsta verðhækkunin sem sést hefur þar í landi síðan í september í fyrra en fjármála- skýrendur segja í samtali við Bloomberg- fréttaveituna að áhrifa tveggja stýrivaxta- lækkana Englandsbanka frá því í desember sé nú að skila sér. Til samanburðar lækkaði fasteignaverð um 0,8 prósent á milli mánaða í janúar. Verðhækkunin nær til landsins alls. Sé litið til einstakra staða hækkaði verð að meðaltali í höfuðborginni um 0,9 prósent nú að meðaltali. Í hverfunum Hammersmith, Fulham og Wandsworth hækkaði verðið hins vegar um 3,5 prósent og fer meðalfast- eignin á 402 þúsund pund, jafnvirði 52,6 milljónir króna. Á móti féll fasteignaverðið um 4,2 pró- sent í Kensington og Chelsea-hverfunum. Fasteignaverðið þar er hins vegar talsvert hærra en í öðrum hverfum og fer meðal- fasteignin á 1,6 milljónir punda, tæpar 210 milljónir íslenskra króna. - jab MITTAL-HÚSIÐ Bretar sjá loks fyrir endann á lækkun fasteignaverðs. Óvíst er hver verðlagningin verður á rándýrum húsum á borð við þetta í vesturhluta Lundúna sem indverskættaði stálkóngurinn Lakshmi Mittal greiddi sautján milljarða fyrir árið 2004. MARKAÐURINN/AFP Fasteignaverð hækkar í Bretlandi Danski bjórrisinn Carlsberg hefur ákveðið að hætta að selja bjór í plast- og léttglersflösk- um. Ástæðan er sú að neytend- ur kjósa fremur að teyga ölið í gömlu góðu þungu flöskunum þrátt fyrir að glerið sé dýrara. Jens Bekke, talsmaður Carls- berg, segir í samtali við við- skiptablaðið Börsen að löngum hafi verið litið á Carls- berg á innanlands- markaði sem bjór í dýrari kantin- um á meðan bjór í flöskum og dósum Tuborg höfði meira til almenn- ings. Plastflaskan virðist ekki hafa átt góðu gengi að fagna og verð- ur hún fljótlega tekin úr umferð. Öðru máli gegnir hins vegar um glerflöskuna, sem hverfur úr hillum danskra verslana hægt og bítandi. Hún verður eftir sem áður fáan- leg á skemmti- og veitingastöðum auk þess sem gler- flöskurnar verða seldar á erlendum mörkuðum, að sögn Börsen. - jab Kastar plastflöskunni Mál hins alræmda Jer- óme Kerviel hefur skrúfað fyrir það að lægra settir starfsmenn franskra banka fái stöðu- hækkun og verði fluttir upp í miðlaraborðið, að sögn Bloomberg-frétta- veitunnar. Stöðuhækkun sem þessi hefur þótt eftir- sóknarverð innan banka- geirans en þar hafa menn átt von á hærri bónusgreiðslum fyrir vel unnin störf en í öðrum deildum. Kerviel var sagt upp störfum eftir að um- svifamiklir verðgjörningar hans leiddu til þess að franski bankinn Sóciété Genéralé tap- aði 4,9 milljörðum evra, jafnvirði um 480 millj- arða íslenskra króna. Deilt hefur verið um það hvort yfirmenn hans hafi vitað af verðbréfavið- skiptunum fyrir nokkr- um árum en lokað aug- unum fyrir því þar sem miðlarinn hafi skilað bankanum góðum hagn- aði. Því til sönnunar átti hann von á vænum bón- usi fyrir störf sín áður en málið uppgötvaðist og hann missti vinnuna. Kerviel var fluttur upp á miðlaraborðið árið 2005 eftir fimm ára starf í bakvinnslu bankans. - jab JERÓME KERVIEL Hætt er við að verð- bréfagjörningar hins franska Kerviels hafi skrúfað fyrir mögu- leika lægri settra starfsmanna hjá frönskum bönkum að fá stöðuhækkun upp á miðlaragólfið. Skrúfað fyrir stöðuhækkun Breska ríkið hyggst þjóðnýta banka og fjármálafyrirtæki ger- ist þess þörf. Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, lagði frumvarp þessa efnis fyrir breska þingið á mánudag. Í frumvarpinu er kveðið á um að ríkið geti tekið yfir rekstur fyrirtækja sem hafi lent í kröpp- um dansi. Frumvarpið kemur í fram- haldi af þeirri ákvörðun breskra stjórnvalda á sunnudag að þjóð- nýta breska bankann Northern Rock, sem hefur verið í gjör- gæslu síðan í september í fyrra. Richard Branson, stofnandi Virgin-samstæðunnar, og fleiri fjárfestar gerðu tilboð í bankann en það mun ekki hafa verið full- nægjandi, að sögn breska blaðs- ins Daily Telegraph, sem gagn- rýnir bresku ríkisstjórnina harð- lega fyrir ákvörðunina. Northern Rock hefur fengið mikinn stuðning frá Englands- banka vegna lausafjárkrepp- unnar og sótt sér á bilinu 25 til 30 milljarða punda, jafn- virði 3.200 til 3.900 milljarða ís- lenskra króna, til hans í formi neyðarlána til tryggja sparifjár- eign viðskiptavina auk annarra skuldbindinga. - jab NÁÐ Í SPARIFÉÐ Breska ríkið getur fengið heimild til að þjóðnýta fleiri banka og fjármálafyrirtæki sem lent hafa í kreppu en Northern Rock, komist frumvarp þess efnis í gegn. MARKAÐURINN/AFP Horfa til frekari þjóðnýtingar Hagfræðingur á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands Seðlabanki Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu hagfræðings á hagfræði- sviði bankans. Hagfræðisvið annast rannsóknir og greiningu á þróun efna- hags- og peningamála, gerir þjóðhags- og verðbólguspár og tekur þátt í mótun stefnunnar í peningamálum. Hagfræðisvið hefur m.a. umsjón með útgáfu Peningamála og enskri þýðingu þeirra, Monetary Bulletin. Verkefni hagfræðingsins verða m.a.: • Að fylgjast með framvindu efnahagsmála, greina gögn og skrifa um niðurstöður. • Tilfallandi rannsóknarverkefni og ráðgjöf á sviði þjóðhagfræði. • Þátttaka í öðrum verkefnum hagfræðisviðs eftir atvikum. Áskilið er a.m.k. meistarapróf í þjóðhagfræði og lögð er áhersla á að umsækjandi hafi þekkingu og áhuga á efnahagsmálum. Umsækjandi þarf að hafa gott vald á mæltu og rituðu máli, bæði íslensku og ensku, og hæfi leika til að setja fram fræðilegt efni á skýran hátt. Auk þekkingar á hefðbundnum hugbúnaði væri það kostur ef umsækjandi hefði góða þekkingu á notkun hugbúnaðar til tölfræði- greiningar og hagmælinga. Umsækjandi þarf að hafa góða samskiptahæfi leika og vera reiðubúinn til hópvinnu af ýmsu tagi. Upplýsingar um starfi ð veitir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur, í síma 569¬9600. Umsóknum skal skilað fyrir 4. mars 2008 til rekstrarstjóra Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Úrvalsvísitalan náði sínu hæsta gildi 19. júlí síðastliðinn þegar hún fór í 9.016 stig eftir mikinn uppgang frá byrjun síðasta árs. Daginn eftir að hæsta punkti var náð féll vísitalan þegar lausa- fjárkreppan á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum ýtti við henni af miklum þunga og féll hún nær viðstöðulaust allt fram til síð- ustu og þessarar viku, sem þó hefur verið með þeim skárri. Inn í dýfu á fjármálamörkuðum blandast umræður um hugsan- lega óprúttna verðbréfamiðlara hjá stærstu bönkum Evrópu sem hafa ýtt enn frekar undir lækk- anaferli á erlendum hlutabréfa- mörkuðum. Úrvalsvísitalan stóð í 5.159 stigum um miðjan dag í gær og nemur fallið því rúmum 42 pró- sentum frá því um mitt síðasta ár. Þar af hefur vísitalan fallið um 18,34 prósent frá áramótum. Líkt og greiningardeild Kaup- þings hefur bent á samanstend- ur Úrvalsvísitalan að langmestu leyti af bönkum og fjármála- fyrirtækjum og líkist því held- ur vísitölum í fjármálageira en öðrum vísitölum. Þar af er Kaup- þing langstærsta fyrirtækið sem skráð er á markað hér á landi og hefur hreyfing á gengi bankans mikið að segja um þróun Úrvals- vísitölunnar. Rætur lausafjárkreppunnar á alþjóðlegum mörkuðum liggja, líkt og áður hefur komið fram, í miklum vanskilum á bandarísk- um undirmálslánum sem tekju- lágum einstaklingum í Banda- ríkjunum stóð til boða í stað almennra íbúðalána. Einstakl- ingar þessir höfðu oftar en ekki lent á svörtum lista vegna van- skila eða gátu ekki gert grein fyrir öruggum tekjum. Vanskil- in undu upp á sig og þegar þessi heldur ótryggu og áhættusömu fasteignalán skiluðu sér ekki í bækur bankanna neyddust fjöl- mörg fyrir tæki, ekki síst í Vestur- heimi, að afskrifa háar fjárhæð- ir úr bókum sínum sem féllu til á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Afskriftir nokkurra af stærstu bönkum Bandaríkjanna námu hátt í 100 milljörðum dala, jafn- virði 6.600 milljarða íslenskra króna, á tímabilinu og öðru eins á síðasta fjórðungi síðasta árs. Óttast er að afskriftir banka, jafnt þar og í Evrópu og Asíu, nemi hátt í 400 milljörðum dala þegar upp verður staðið. Inn í lausafjárþurrðina leik- ur grunur á að óprúttnum verð- bréfaskúrkum megi að einhverju leyti kenna um afskriftir banka og fjármálafyrirtækja. Skemmst er að minnast Jerómes Kervi- el, fyrrverandi verðbréfamiðl- ara hjá franska bankanum Sóci- été Generale, en hann er sakað- ur um að eiga stærstan hlut á því að bankinn tapaði 4,9 milljörðum evra. Í gær var svo frá því greint að evrópski risabankinn Credit Suisse hefði nokkra verðbréfa- miðlara grunaða um að ofmeta eignatryggð skuldabréf bankans um allt að 2,85 milljarða dala, jafnvirði um 190 milljarða ís- lenskra króna. Af þeim sökum er reiknað með að hagnaður bank- ans dragist saman á yfirstand- andi fjórðungi. Sjö mánuðir frá fallinu Úrvalsvísitalan hefur fallið nær við- stöðulaust síðan 19. júlí síðastliðinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.