Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 8
MARKAÐURINN 20. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T T E K T S T I K L U R * 1 9 9 2 Gengisskráningarvísitalan samsett af ECU (18%), USD (76%) og JPY (6%). 1 9 9 3 Millibankamarkaður með gjaldeyri stofnaður. Viðskipti fóru fram á skráning- arfundum í Seðlabankanum. 1 9 9 5 Vikmörk víkkuð í 6%. Gengisskráningarvoginni breytt og hlutfall mynta endur- speglaði hlut viðskiptaland- anna. 1 9 9 7 Gengisskráningarfundir lagðir af. Gjaldeyrismarkaður fyrir viðskipti kl. 9.15- 16.00 hvern viðskiptadag tók til starfa. 2 0 0 0 Vikmörk víkkuð í 9%. 2 8 . M A R S 2 0 0 1 Seðlabankinn tók upp verð- bólgumarkmið. Vikmörk krón- unnar formlega afnumin. * Heimild: Seðlabankinn R ætt var um stöðu gjaldmiðilsins á nýafstöðnu Viðskiptaþingi. Meðal helstu niðurstaðna þar, bæði hjá flestum frummælendum og í pall- borðsumræðum, var að óhjákvæmi- legt væri að Íslendingar myndu notast við krónuna næstu árin þótt tæknilega mögu- legt sé að taka upp evru, eins og fram kom í máli Richards Portes, prófessors við Lond- on School of Econ- omics. Hins vegar er ljóst að vilji nú- verandi stjórn- valda stendur ekki til þess; hvorki til að hefja aðildarvið- ræður við Evrópu- sambandið á þess- um tímapunkti né að taka evru upp einhliða. Íslenskir bankar eru hins vegar orðn- ir mjög stórir miðað við íslenskt efnahagslíf og spurningar hafa vaknað um hvort þeir eigi sér framtíð hér á landi að óbreyttu. Einnig velta menn fyrir sér burðum Seðla- bankans til að styðja við bankana. KRÓNAN ENN UM SINN Íslendingar verða því að sætta sig við krón- una næstu árin, enda má ætla óhjákvæmilegt annað en að hún verði hér gjaldmiðlill, jafn- vel allan komandi áratug. Jurgen Stark, stjórnarmaður í Evrópska seðlabankanum, sá í ræðu sinni á Viðskipta- þingi alla meinbugi á einhliða upptöku evr- unnar. Íslendingar nytu seint stuðnings Evr- ópska seðlabankans, stigju þeir einhliða skref. Þá sagði Percy Westerlund, sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Íslandi, að Ís- lendingar kynnu beinlínis að baka sér óvild sambandsins með slíkum æfingum. Þó hefur verið bent á ýmsa kosti við að taka upp evruna einhliða, til dæmis að öll gengis- áhætta væri frá og vextir myndu lækka. En einnig að á því séu gallar. Við þyrftum að kaupa allar okkar evrur og fórna sjálfstæðri peningastefnu, svo nokkuð sé nefnt. Ljóst var af umræðum á Viðskiptaþinginu að upptaka evru væri stærra mál en að líta mætti á það sem skammtímalausn á tíma- bundnum vandamálum í efnahagsmálunum. KRÓNAN LEIKSOPPUR YTRI AFLA En hvers vegna öll þessi umræða um evru? Meðal þess sem hæst hefur borið er sá óstöð- ugleiki sem fylgir krónunni, ekki síst með vaxandi flæði fjármagns, auknum utanríkis- viðskiptum og útrás íslenskra fyrirtækja. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sagði í grein í Fjármálatíð- indum í fyrra, að eftir því sem leyst væri úr fjármagnshöftum um allan heim „verð- ur peningastefna hvers lands í ríkari mæli leiksoppur afla sem standa utan áhrifasviðs hennar“. Gengissveiflur hafa enda verið töluverðar frá því að flotgengisstefna var tekin upp árið 2001. Sé miðað við gengi Bandaríkjadals hefur verðið á honum farið frá rúmum 58 krónum og upp fyrir 110 krónur á þessum tíma. Það þykir mörgum drjúg sveifla. Áður var fylgt fastgengisstefnu, en ekki er hægt að segja að stöðugleikinn hafi verið alger. Margir minnast einnig tíðra gengisfell- inga fortíðar. Friðrik Már Baldursson, prófessor við Há- skólann í Reykjavík, bendir á að stýrivextir Seðlabankans séu í raun eina tæki hans til að hafa áhrif á verðlag. Því sé beitt til að reyna að halda verðbólgu í skefjum. Þetta markmið verði að hafa forgang á allt annað, hvort sem það sé atvinnuástand eða gengi krónunnar. AFBORGUNIN AF BÍLALÁNINU Útflutningsfyrirtæki og raunar aðrir hafa mikið kvartað undan óstöðugleikanum. Krónan kallar á reglulega jarðskjálfta Krónan nær aldrei fullkomnum stöðugleika að mati viðmælenda Markaðarins. Það sé í eðli smárrar myntar að sveiflast. Ná megi meira jafnvægi, en bent er á að stöndugri gjaldmiðlar sveiflist einnig. Kallað er eftir endurskoðun á peningastefnu Seðlabankans. Viðhorf stjórnmálamanna til þess eru mismunandi. Lektor við Háskólann í Reykjavík telur að strax eigi að grípa til aðgerða til að auka gjaldeyrisforðann. Ingimar Karl Helgason fór yfir málið. G J A L D E Y R I S F O R Ð I N N Gjaldeyrisforði Seðlabankans nemur nú ríflega 174 milljörðum króna. Bankinn skilgreinir gjald- eyrisforðann sem eignir í erlendum gjaldmiðlum sem eru aðgengilegar með litlum fyrirvara. Forðinn samanstendur af gulli, sérstökum dráttarréttindum og gjaldeyrisstöðu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og erlendum innstæðum auk erlendra markaðsverðbréfa. Því má velta fyrir sér hvort þetta geti orðið erfitt, ef fleiri en einn banki á í vandræðum og hafa má í huga að hluti Norðurlanda er í Evrópusambandinu, en aðeins Finnar nota evru.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.