Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 11
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 S K O Ð U N S A G A N Á B A K V I Ð . . . Margir hafa barið á dyrnar hjá mér upp á síðkastið með grát- bólgin augun og allt niður um sig í von um ráðleggingar. „Í þessu skelfilega ástandi,“ eins og nokkrir hafa sagt á milli titrandi tannanna. Glansinn var farinn af jakkafötum flestra en aðrir hafa látið nægja að kaupa eldri og út- runnin módel á helmingsafslætti og vel það. Og þá er nú farið að slá í harðbakkann! Ég er ekki vanur að gefa ráð- leggingar um hlutabréfakaup enda getur það komið aftan að manni um heila eilífð, svona eins og Skrattinn í sauðarleggnum. Miklu betra – og ég ráðlegg fleir- um að taka slíkt til sín – er að gefa ráð í formi vísbendinga, óljósra leiða sem geta vísað á gullnámu. Sem raunin er í sára- fáum tilfellum. Einhvern tímann síðasta sumar rak ég augun í ráð sem kvað á um að núna ættu fjárfestar að kaupa ógrynni af dósamat og loka sig og sína inni í byrgi með haglar- ann þar til veðravítinu slotaði á hlutabréfamarkaði. Lítið gagn í því að mínu viti. Aðstæður hafa versnað allsvakalega síðan þá og óvíst hvernig þeim líði sem fóru eftir þeim ráðum, hafi þeir ekki selt sig út fyrir löngu. En eitt er víst. Þeir sem leituðu í var hafa þurft að kaupa haglara, skotfæri, dósamat og ógrynni af skeini- pappír. Af því leiðir að tekjur fyrirtækja sem sinna daglegum þörfum fólks – og þá er ég ekki að tala um haglarabísnessinn – ættu að koma ágætlega inn í árið. Fólk þarf jú að sinna sínu daglega stöffi og margir til að sinna því. Tannkrems- og andremmubana- framleiðendur ættu líka að gera það gott, að mínu viti. Margir mættu reyndar nota meira af slíku stöffi. (Taka ber fram að spákaup- maðurinn á enga hluti í neytenda- vörufyrirtækjum sem snúa að andremmu fólks). Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Skitið í byrginu DeCoce, fyrirtæki Kára Stefáns- sonar, hefur nýlega sett á mark- að greiningarpróf vegna krabba- meins í blöðruhálskirtli. Þetta hefur vakið nokkra athygli, enda er þessi tegund krabbameins talin eitt helsta heilbrigðismál vestrænna karla. Kári hefur um árabil verið um- deildur í íslensku samfélagi, allt frá því að hann setti Íslenska erfðagreiningu á stofn í maí árið 1996 og árin þar á eftir þegar tekist var á um miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði. Kári Stefánsson er fæddur í Reykjavík árið 1949. Hann gekk í Menntaskólann í Reykja- vík. Þar var hann meðal annars samtíða Davíð Oddssyni Seðla- bankastjóra og lék meðal annars í frægri uppfærslu Herranætur á Bubba kóngi. Þar lék Kári keis- arann en Davíð kónginn. Úr MR lá leiðin í læknisfræði í Háskóla Íslands. Haft hefur verið eftir Kára að HÍ hafi verið leiðinlegasti skóli sem hann hafi gengið í. Þaðan hélt hann til Bandaríkjanna í framhalds- nám, þar sem hann sérhæfði sig í taugalækningum og taugameina- fræði. Hann var settur prófessor við Háskólann í Chicago árið 1990. Hann gerði síðan stuttan stans hér á landi þegar hann tók við forstöðu Tilraunastöðvar HÍ að Keldum, en sagði stöð- unni lausri þegar honum bauðst prófessorsstaða við Harvard- háskóla. Kári var við Harvard til árs- ins 1997, en árinu áður tilkynnti hann um stofnun DeCode Ge- netics. Þá hafði hann safnað tólf milljónum Bandaríkjadala hjá erlendum áhættufjárfest- um. Hugmyndin var að nýta sér- stöðu Íslendinga, um erfðastofn og sögu þjóðarinnar. Stórt skref var stigið í sögu fyrir- tækisins tveimur árum síðar þegar DeCode gerði sam- starfssamning við svissneska lyfjaris- ann Hoffmann-La Roche upp á sem þá nam sautján millj- örðum króna. Það þótti gríðarleg fjárhæð í þann tíð. Það vakti athygli að hús Ís- lenskrar erfðagreiningar í Vatns- mýri reis á undra- skömmum tíma og var tekið í notkun í kringum áramót- in 2001/2002. Þar hafa höfuðstöðvar fyrirtækisins verið síðan. Kári þykir mikill keppnis maður en hann leggur stund á körfubolta og líkamsrækt. Margir sem hafa séð til hans í miðstöð World Class í Laugum segja hann ávallt vera með ein- beittasta móti. - ikh Krabbameinspróf DeCode komið á markað . . . K Á R A S T E F Á N S S O N Hringdu í síma ef blaðið berst ekki 40,09% 33,18% 63,07% Fí to n/ S ÍA Við stöndum upp úr Fréttablaðið er með 57% meiri lestur en 24 stundir og 90% meiri lestur en Morgunblaðið Meðallestur á tölublað m.v. allt landið, 18–49 ára. Könnun Capacent í nóvember 2007 – janúar 2008. Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins samkvæmt nýjustu könnun Capacent Gallup. Fréttablaðið hefur mikið forskot á samkeppnisaðila sína miðað við meðallestur á tölublað hjá aldurshópnum 18–49 á öllu landinu. Við erum bæði þakklát og stolt og bendum auglýsendum á að notfæra sér þessa vitneskju þegar þeir ákveða hvar auglýsingu þeirra er best borgið. Allt sem þú þarft... ...alla daga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.