Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 12
MARKAÐURINN 20. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N S J Á V A R Ú T V E G U R L A N D B Ú N A Ð U R Þorsteinn Jónsson er eigandi Handverkshússins í Hafnarfirði. Handverkshúsið var stofnað af Gylfa Sigurlinnasyni fyrir ellefu árum, en Þorsteinn tók við skút- unni fyrir um tveimur árum. Þorsteinn og félagar sérhæfa sig í fjölbreyttu handverki; til að mynda tréútskurði, tálgun, hnífa- gerð, steinavinnslu, leirbrennslu og silfursmíði, auk þess sem sér- hæfð verkfæri til slíkra nota eru til sölu. Þá býður Handverks- húsið heildarlausnir fyrir hand- verksstofurnar í skólum lands- ins. „Við höfum vaxið smátt og smátt. Nýlega fluttum við í nýtt húsnæði að Bolholti 4 og þreföld- uðum þá plássið hjá okkur. Okkar sérhæfing liggur fyrst og fremst í ýmiss konar handverki,“ segir Þorsteinn. Kúnnahópurinn er fjölbreyttur og kemur víða að, að sögn Þor- steins. Mestur vöxtur hafi þó orðið í aðsókn að silfursmíða- námskeiðum, sem njóti sérstakra vinsælda meðal kvenna á öllum aldri. „Annars er þetta fólk um allt land, sem er að skapa heima hjá sér. Nýja verslunin okkar er sannkallaður sköpunarheimur og menn verða upprifnir af því að koma hingað inn.“ Hjá Handverkshúsinu starfa fjórir starfsmenn. Þorsteinn seg- ist leggja mikla áherslu á þekk- ingu á viðfangsefninu og góða þjónustu. Fólk sem heimsæki Handverkshúsið eigi að fá þá til- finningu að það sé að sækja fag- menn heim. „Okkar þjónusta er við annan hóp fólks en til dæmis hjá stóru byggingarvöruversl- ununum. Það má segja að við einblínum á hliðargreinar sem stóru fyrirtækin hafa ekki lagt mikla áherslu á. Við erum mjög sérhæfð, öðruvísi og vonandi skemmtileg.“ Þorsteinn segir þó ekki standa til að fjölga verslunum eða stækka enn frekar við sig. Hann bendir þó á að þjónusta Hand- verkshússins nái nú þegar til landsins alls, enda sé mikið úrval bæði verkfæra og upplýsinga að finna á heimasíðunni Handverks- húsið.is, auk þess sem hægt sé að fá varning sendan með póstþjón- ustu. „Markmiðið er að halda vel utan um þá þjónustu sem þegar er komin á koppinn.“ Þorsteinn segir mikinn kraft í handverkinu. Vinsældir silfur- smíðinnar og steinavinnslunnar séu til að mynda alltaf að aukast. „Það er alltaf líf og fjör hérna og viðtökurnar á nýjum stað hafa verið gríðarlega góðar. Við erum alltaf með heitt á könnunni og ríf- lega hundrað titla af handverks- bókum. Fólk kemur hingað gjarn- an, fær sér kaffi og kynnir sér bækurnar í rólegheitum.“ - jsk Kraftur í handverkinu Í Handverkshúsinu í Hafnarfirði má finna allt sem þarf til handverks; allt frá námskeiðum til verkfæra. Jón Skaftason spjallaði við Þorstein Jónsson eiganda. ÞORSTEINN Í HANDVERKSHÚSINU Handverkshúsið er sannkallaður sköpunarheimur að sögn Þorsteins. Þangað getur fólk komið til að versla, sækja námskeið, eða hreinlega til að fá heitt af könnunni og skoða handverksbækur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Ekki er fyrirsjáanlegt að mörg kúabú verði rekstrarhæf miðað við núverandi mjólkurverð,“ segir Þórólfur Sveinsson, for- maður Landssambands kúa- bænda. „Þetta er því miður stað- reyndin.“ Hann segir bændur uggandi yfir stöðunni og þeir spyrji hvenær þeir fái leiðréttingar á mjólkurverði til sín, vegna hækkana á kostnaði við fram- leiðsluna. „Þær eiga sér senni- lega ekkert fordæmi.“ Um 700 kúabú eru í landinu. Þórólfur segir stöðuna nú óvenjulega að því leyti að bæði fjármagnskostnaður og almenn- ur rekstrarkostnaður búanna hafi hækkað óheyrilega. Hann nefnir þar sérstaklega kjarn- fóður og áburð. Þetta komi sér- staklega illa við skuldsett kúabú sem hafi staðið í uppbyggingu. Þórólfur vill að mjólkurverð til bænda verði hækkað 1. apríl. Hækkunin verði byggð á framreikningi sem meðal ann- ars byggist á vaxtakostnaði, beingreiðslum og áburðarverði. „Fjárfestingalánin eru nú á hátt í níu prósenta vöxtum.“ Þórólfur segir brýnt að fyrir útreikningunum liggi raunveru- leg staða kúabúanna og því þurfi Landssambandð að fá bráða- birgðauppgjör bænda fyrir síð- asta ár í hendur sem fyrst. Eins og er sé erfitt að spá fyrir um hversu mikilla hækk- ana bændur muni þarfnast. Viðmiðunarverð á mjólkur- lítranum til bænda er nú 49 krónur og 96 aurar. Ef verð til bænda verður hækkað má gera ráð fyrir að hækkuninni verði á einhverj- um tíma velt yfir á neytandann. Mjólkurlítrann má fá á bilinu 73 til 83 krónur út úr búð. - ikh Kúabúin á hausinn? DÝRAR KÝR Á FÓÐRUN Landssamband kúabænda vonast eftir hækkun á mjólkur- verðinu. „Við reiknum með því að fá jafn mikið inn í sölukerfið hjá okkur og við missum á Íslandi,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri hjá Vísi í Grinda- vík. Félagið hefur keypt þrjátíu prósenta hlut í kanadíska fyrir- tækinu Ocean Choice. Félagið hefur verið með umfangsmikla starfsemi á Nýfundnalandi, einkum í skelfiski og kola, en líka í bolfiski. Gengið var frá kaupunum skömmu fyrir ára- mót. „Við vorum komnir á kaf í þetta þegar kvótaskerðingin reið yfir. Þetta er kannski ekki besti tíminn til fjárfestinga, en við höfum lánstraust í íslenska bankakerfinu. Landsbankinn stendur á bak við okkur,“ segir Pétur Hafsteinn. Hann vill ekki gefa upp hversu mikið hluturinn kostaði, en segir að velta Vísis aukist um- talsvert við kaupin. „Við veltum um fimm milljörðum króna, en til samanburðar er veltan í Kan- ada um tuttugu milljarðar.“ Innan Ocean Choice eru einn- ig kvóti, skip og vinnsla sem keypt voru af félaginu Fishery Product International. Hjá Ocean Choice eru nú tólf vinnsl- ur og átta skip. „Svo fylgir með þessu nokkur þorskkvóti. Við verðum þarna í uppbyggingu veiða og vinnslu á bolfiski.“ - ikh Fá kvótaskerðinguna Sasan Rabieh hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri við efnarannsóknir hjá Matís. Hann er með BSc. próf í efnafræði og MSc. gráðu í efnagrein- ingum frá Ahvaz-háskólanum í Íran. Þá lauk hann Ph.D. í efnagreiningum á umhverfis sviði frá háskólanum í Duisburg í Þýskalandi. Arnljótur Bjarki Bergsson hefur tekið við starfi sérfræðings hjá Matís í verkefnum í próteinvinnslu. Hann er sjávar út- vegsfræðingur og með MSc. próf í matvælavísindum og -tækni frá Tokyo University of Marine Science and Technology. Jón Haukur Arnarson hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá Matís. Hann er með BS í matvælafræði frá Háskóla Íslands og MS í viðskiptafræði með áherslu á gæðastjórnun. Jón Árnason hefur tekið við starfi deildarstjóra á eldisdeild Matís. Jón lauk Ph.D. í fóðurfræði frá Norges Lanbruks Högskole árið 1980. F Ó L K Á F E R L I JÓN ÁRNASON ARNLJÓTUR BJARKI BERGSSON SASAN RABIEH „Vatnið er komið til að vera. Þetta er ekki lengur spurning um hvort heldur hversu stórt það verður,“ segir Jón Ólafsson, stjórnarfor- maður Icelandic Water Hold- ings, sem selur átappað vatn á flöskum undir merkjum Icelandic Glacial úti um allan heim. Rætt var við Jón í banda- ríska vefritinu TheStreet. com á dögunum í tengsl- um við aukna vatnsneyslu vestanhafs samhliða minnkandi neyslu á gos- drykkjum og kolsýrð- um drykkjum. Þar kemur meðal annars fram að Ice- landic Glac- ial sé tiltölu- lega lít- ill aðili á banda- rískum mark- aði en stefni hraðbyr á aukna markaðshlutdeild þar í landi með samstarfi við drykkja- vörurisann Anheuser Busch. Í nýlegu fréttabréfi Iceland- ic Water Holdings kemur fram að stefnt sé að því að hafa vatnið úr Ölfusinu í hillum verslana í öllum ríkj- um Bandaríkjanna 1. maí næstkom- andi. Það er á áætl- un og starfs- fólk, bæði fyrir- tækis Jóns og sonar hans og Anheuser Busch, á fullu að ná markmiðinu, líkt og segir í fréttabréfinu. - jab JÓN FÆR SÉR EINN FRÍSKANDI Vatnið sækir á

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.