Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 13
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 H É Ð A N O G Þ A Ð A N „Varla fæst staðist að svipta menn þessum rétti afturvirkt,“ sagði Sigurjón Högnason, lög- fræðingur hjá KPMG, um gildis- töku frumvarps um söluhagn- að á hlutabréfum, á skattaráð- stefnu fyrirtækisins sem haldin var á Grand hóteli á dögunum. Hann sagði að óvissa hlyti að skapast varðandi söluhagnað sem myndaðist frá upphafi árs- ins 2008 og fram að því að breyt- ingarnar á lögum um söluhagnað af hlutabréfum yrðu lögfestar. Á þessum tíma væru eldri heim- ildir um frestun söluhagnaðar í gildi. Þetta kynni að hafa í för með sér að menn yrðu sviptir réttindum aftur í tímann. Sam- kvæmt frumvarpinu ættu lögin að hafa tekið gildi um síðustu áramót. Sigurður gagnrýndi ýmslegt í frumvarpinu í erindi sínu, en bætti því við að vonandi yrðu gall- ar sniðnir af því í með- förum Alþingis. Samkvæmt frum- varpinu verður afnum- in heimild til að fresta skattlagningu söluhagn- aðar af hlutabréfum; hann verði í raun skattfrjáls. Um leið verður frádráttur vegna hagnaðar af sölu hlutabréfa tak- markaður þannig að hvorki verði hægt að draga hann frá öðrum tekjum né nota hann til að mynda yfirfæran- legt tap hjá félög- um. Ýmis hörð gagn- rýni hefur komið fram á frumvarpið. „Meginreglan er sú að kostnaður við að afla tekna sé frá- dráttarbær. Í þessu tilviki er til dæmis vaxtakostnaður ekki frádráttarbær svo það er verið að þrengja þetta,“ sagði Guð- mundur Skúli Hertvigsson hjá Deloitte í Markaðnum. Þá benti Friðgeir Sigurðsson, forstöðu- maður skattasviðs Kaupþings, á að frumvarpið væri langt frá því að vera skýrt um heimild- ina til að nýta yfirfæran legt tap sem hefur orðið fyrir gildistöku laganna. Árni M. Mathiesen fjármála- ráðherra segist ekki hafa kynnt sér gagnrýni á frumvarpið til hlýtar en hins vegar sé ljóst að öll glögg gagnrýni verði skoðuð. F J Á R M Á L A G E I R I N N Gallarnir sniðnir af frumvarpinu SIGURJÓN HÖGNASON ÁHUGAFÓLK UM SKATTA Margt var um manninn á skattaráðstefnu KPMG. Þar var meðal annars fjallað um reikningsskil í erlendum gjaldmiðlum og skattaleg álitamál, frumvarp um söluhagnað hlutabréfa og fyrirtækjaskatta í alþjóðlegu samhengi auk þess sem fjármálaráðherra fjallaði um stöðu Íslands í skattamálum. MARKAÐURINN/RÓSA með ánægju Hagstæðara verð Aðra leið Tíðar flugferðir Hægt að fljúga til eins áfangastaðar og heim frá öðrum Auðvelt að breyta bókunum Finnum hótel við hæfi Í boði að velja sæti  Engin sunnudagaregla Engin hámarksdvöl Aðstoðum við bókanir á framhaldsflugi erlendra flugfélaga Fjórtán áfangastaðir í sumar Hagstæðir fyrirtækjasamningar í boði Kostirnir eru ótvíræðir: Hafðu samband í síma 5 500 600 eða sendu okkur línu á vidskiptaferdir@icelandexpress.is – Saman leggjum við grunninn að vel heppnaðri viðskiptaferð! Mjúk lending! London Köben 11 x í viku* 10 x í viku *F rá o g m eð 2 6 . f eb rú ar Með fyrirtækjasamningi við Iceland Express tryggirðu fyrirtækinu hagstæðara verð og sparar fyrirhöfn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.