Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 16
2,1 104 1,1milljarður króna er tap Aska Capital á undirmáls-lánum, að því er fram kom í ársuppgjöri bankans. Bankinn segir að áhrifa amerískra undirmálslána gæti ekki lengur í fjárfestingum bankans og þannig hafi staðan verið þegar í lok síðasta árs. kaupsamningum var þinglýst í síðustu viku, samanborið við 75 til 85 vikurnar þar á undan. Velta á fasteignamarkaði nam 3,5 milljörðum króna í vikunni. prósents atvinnuleysi mældist í janúar samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er það minnsta sem mælst hefur í mánuðinum í tuttugu ár. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Talsverðar breytingar hafa orðið í kjölfar vorhreingerninga innan- dyra hjá FL Group eftir að nýir menn settust við stýrið. Jóni Sigurðssyni, forstjóra félags- ins, var á uppgjörsfundi félags- ins í síðustu viku tíðrætt um niðursveifluna á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum en dýfan varð meðal annars til þess að hlutafjáraukning á genginu 14,7 krónur á hlut, sem fyrirhuguð var á á fyrri helmingi ársins, var sett í salt. Spurður um þetta sagði Jón að eins og útlitið væri um þessar mundir myndi hann frekar kaupa bréfin á markaði. Gengi bréfa í FL Group hefur fallið um 65 prósent frá því fyrir nákvæmlega ári og endaði í 10,2 krónum á hlut á uppgjörsdeg- inum. Gróft reiknað þurftu þau að hækka um 44 prósent til að ná 14,7 króna markinu. Allt í salti Sameiningar og hagræðing í fjár- málageiranum eru meðal þess sem hér þarf að eiga sér stað, að því er fram kom í máli Tryggva Þórs Herbertssonar, forstjóra Aska Capital, í pallborðsumræð- um á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku. Að umræð- um loknum og í almennu spjalli gesta þingsins sveif blaðamaður á Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóra Lands bankans, og Lárus Welding, forstjóra Glitnis, og spurði álits á umræðum. „Svara þú bara fyrir okkur. Þú ert góður í þessu,“ sagði Lárus við Sigurjón og stökk í annað spall. Bankastjóri Lands bankans tók vel um leitunum blaða- manns, en aftók um leið fyrir að það væri vísbending um yfir- vofandi sameiningu bankanna að hann svaraði fyrir báða í þetta skiptið. Sameiningar í vændum Útsending á netinu frá vaxta- ákvörðunarfundi Seðlabankans síðasta fimmtudag gekk ágæt- lega. Hljóð var að vísu örlítið brogað á köflum, en þó ekki svo að truflaði mikið. Væntanlega hefur þeim létt mjög sem að útsendingunni komu því í tvö skipti þar á undan fór allt aflaga sem gat og útsending féll niður, fjarstöddum áhugamönnum um vaxtaákvarðanir til mikill- ar armæðu. Í bæði skiptin var útsendingarsíðan vandlega merkt Nýherja sem tók að sér tæknivinnslu, en í þetta skiptið bar svo við að merki félagsins var hvergi að sjá. Lausleg athug- un leiddi þó í ljós að ekki hefði verið skipt um fyrirtæki til að sjá um útsendinguna. Líklega hefur fyrirtækið bara ekki viljað taka áhættuna á að flagga nafn- inu ef illa færi í þriðja sinn. Tóku ekki séns á mistökum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.