Fréttablaðið - 23.02.2008, Page 1

Fréttablaðið - 23.02.2008, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Er ekki kominn tími á vorhreingerningu? Skráðu smáauglýsinguna á visir.is eða hringdu í síma 512 5000 og seldu gamla dótið með lítilli fyrirhöfn. Allt sem þú þarft – alla daga 18.– 29. febrúar. Verð frá 990 kr. Kompudagar í smáauglýsingunum Sími: 512 500023. febrúar 2008 — 53. tölublað — 8. árgangur ● hús&heimili Koníakið hans Eiríks er aðallega til skrauts. Taurullan og skinnskórnir taka sig líka vel út. Vel hlaðin varða, smekkleg stétt með útilýsingu og stytta af vinalegu pari á bekk vekja athygli utan við hús Þóru og Eiríks. Húsið hafa þau átt í bráðum ellefu ár, það er annar endi þriggja íbúða raðhúss. Ásamt nágrönnum sínum hafa þau prýtt í kringum sig utan dyra og uppskorið viðurkenn- ingu bæjarins fyrir fallega aðkomu, frágang og samvinnu. Umhverfið gefur tóninn fyrir það sem við tekur innan dyra. Heimilið er á tveimur hæðum og hlýlegt með afbrigðum enda öllu smekklega fyrir komið. Erfðagripir eiga þar sinn sess innan um vandaða muni úr eigin búskap þeirra hjóna. „Við höfum gaman af fallegum hlutum,“ viðurkenn- ir Þóra. „Erum með ýmislegt í kringum okkur frá foreldr- um, ömmum, öfum og mínum ömmusystrum. Það er eitt- hvað sem við höfum ekki tímt að láta frá okkur enda finnst okkur skemmtilegt að blanda saman gömlu og nýju.“ - gun Gamalt og nýtt í góðri blöndu ● Á heimili Þóru Erlendsdóttur og Eiríks Þorleifssonar við Vörðuberg í Hafnarfirði er hver hlutur á sínum stað, hvort sem hann er forn eða nýr. Í rokkókóhorninu eru útsaumuð húsgögn og aðrir munir frá móður- fólki Þóru. Svefnherb Bogadreginn veggur er milli eldhússins og stofunnar. 23. FEBRÚAR 2008 LAUGARDAGUR 4 H Ú S& H EI M IL I AÐ BJARGA EINU BARNI Njörður P. Njarðvík og eigin- kona hans Bera Þórisdóttir hafa unnið mikið mannúð- arstarf í Tógó þar sem þau settu á fót samtökin SPES. Styrkir úr Tónlistarsjóði Íslenskt tónlistarlíf nýtur góðs af innspýtingu fjármagns til útrásar og annarra verkefna. MENNING 46 HELGAREFNI 28&30 LAUGARDAGUR VEÐRIÐ Í DAG FÉKK HLÁTURSKAST ÞEGAR VIÐ UNNUM Óskar Páll Sveinsson er eini Íslending- urinn sem hefur unnið Eurovision. 36 Nýjar 1 lítra umbúðir ÚRKOMULOFT Í dag verður austan og síðar norðaustan átt, yfirleitt 8-15 m/s, hvassast syðra. Rigning eða slydda allra syðst en snjókoma til landsins. Úrkomulítið norðan til í fyrstu en snjókoma eða él síðdegis. VEÐUR 4 0 -3 -4 -1 3 SKIPULAGSMÁL World Trade Center rís á hafnarbakkanum í Reykja- vík. Reyndar ekki tveir risastórir turnar eins og þeir sem hrundu í New York, heldur World Trade Center Reykjavík, 16.000 fer- metra viðskiptamiðstöð. Bygging- ar World Trade Center er að finna í þrjú hundruð borgum í nálægt eitt hundrað löndum. Húsið verður kennt við World Trade Center en stærstur hluti þess verður leigður út til ýmissa aðila. Viðskiptamiðstöðin er hönnuð af sömu aðilum og hönnuðu Nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið og hótelið. World Trade Center Reykjavík verður tekið í notkun árið 2010 eða 2011. -glh/ sjá síðu 58 Uppbygging á hafnarbakka: World Trade Center á Íslandi VIÐSKIPTI „Danske bank er meira en velkominn í hóp okkar hluthafa,“ segir Júlíus Þorfinnsson, fram- kvæmdastjóri samskiptasviðs FL Group. Danske bank er skráður fyrir 1,1 prósents hlut í félaginu. Einnig er ríflega tveggja prósenta hlutur í Exista í nafni bankans. Það gerir Danske bank að tíunda stærsta hluthafanum í Exista. Þá er Danske bank einnig tíundi stærsti hluthafinn í SPRON, með tveggja prósenta hlut. Viðskiptin fóru fram í vikunni en upplýsingar um þau komu fram í gær. Júlíus Þorfinnsson segir að ekki liggi fyrir hvort Danske bank eigi hlutinn í FL Group sjálfur, eða hvort hann sé keyptur fyrir viðskiptavini bankans. „Þetta er ekki það stór hlutur að við sjáum ástæðu til að rann- saka það sérstaklega.“ Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort bankinn sjálfur standi á bak við eignina í hinum félögunum. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst eru eignar- hlutir í nafni Danske bank þó ekki komnir til vegna til- færslna; það er að raunverulegir eigendur bréfanna hafi einfaldlega skipt um banka. Greiningardeild Danske bank hefur oft lýst efa- semdum um íslenskt fjármálalíf og -fyrirtæki. - ikh Óljóst hvort Danir eru á bak við stóra eignarhluti í FL Group, Exista og Spron: Danske bank stór hluthafi BÍLAR Rekstrarkostnaður jeppa sem keyptur er nýr getur farið yfir tvær milljónir króna árlega samkvæmt nýjum útreikningi Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Eldsneytiseyðsla, viðhald, skattar, tryggingar, verðmætatap og vextir eru grunnur þessara kostnaðar- reikninga en við útreikninga er stuðst við bíl sem kostar 5.800.000 krónur. Þyngst vegur kostnaður vegna notkunar og verðrýrnunar en bifreiðar falla hlutfallslega meira í verði fyrsta árið en næstu tvö til þrjú árin þar á eftir, verðfall á milli ára eykst oft aftur þegar bifreið er orðin meira en fjögra ára. sjá Allt í miðju blaðsins Dýrt að reka jeppa: Verðrýrnun mest fyrsta árið FRAMTÍÐIN Teikningar af innviðum World Trade Center sem rísa mun í Reykjavík. Í BOLTABAÐI Krakkarnir í Öskjuhlíðarskóla kunna vel að meta nýja skynörvunaraðstöðu skólans. Um er að ræða sérstakt boltabað sem komið var upp fyrir gjafafé sem skólanum barst frá Spítalasjóði Hringsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÆGIR SKER EKKI Á TRYGGÐABÖNDIN Ulf M. Berthelsen hættir sem skip- stjóri á Vædderen 38 BREIÐAVÍK „Við viljum að allir sem voru vistaðir í Breiðavík fái greiddar skaðabætur. Það er klárt að séu menn látnir á upp- hæðin að renna til afkomenda þeirra,“ segir Georg Viðar Björns- son, formaður Breiðavíkursam- takanna, en af þeim 158 drengj- um sem vistaðir voru á heimilinu eru 33 látnir. „Breiðavíkurstrákarnir ætla að standa vörð um réttindi þeirra sem látnir eru og barna þeirra,“ segir Óli Svend Styff, sem einnig dvaldi í Breiðavík á barnsaldri. Páll Rúnar Elísson, einn Breiða- víkurdrengjanna, segir skýrsluna hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir sig þar sem í henni felist viðurkenning á þeim brotum sem hann varð fyrir sem barn. Hann segir þá niðurstöðu nefndarinnar að Breiðavíkurdrengir eigi rétt á bótum einnig mikla viðurkenn- ingu. „Ég sakna þess hins vegar að sjá ekki sérstaklega fjallað um þann missi sem við urðum fyrir í tengslum við menntun á heimil- inu,“ segir Páll. Hann segir flesta drengjanna aðeins hafa átt kost á láglaunastörfum vegna þess hve takmarkaða menntun þeir höfðu eftir veruna á Breiðavík. Gylfi Thorlacius hæstaréttar- lögmaður, sem mikið hefur starf- að á sviði skaðabótaréttar, segir ólíklegt að erfingjar þeirra sem voru á Breiðavík en eru nú látnir geti fengið bætur sé miðað við almenn skaðabótalög. „Þetta er samt mjög sérstakt mál og um það verður sett sérstök löggjöf. Mér þykir þó mjög langsótt að erfingi geti gert tilkall til bótanna.“ - kdk/ sjá síðu 6 Ættingjar fái bætur látinna vistmanna Breiðavíkursamtökin vilja að ættingjar þeirra 33 Breiðavíkurdrengja sem látnir eru fái sömu bætur og verða dæmdar þeim sem eru á lífi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.