Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 4
4 23. febrúar 2008 LAUGARDAGUR Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is 360.000,- kr.AFSLÁTTURFullt verð kr. 1.360.000,- Tilboð kr. 1.000.000,- Árgerð: 2006 Aukahlutir: Grjótgrind, tvöföld gaskútafesting og skyggni STÓRLÆKKAÐ VERÐ ÁNOTUÐUM FERÐAVÖGNUMYearling 103 fellihýsi VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 8° 8° 6° 5° 6° 14° 15° 13° 9° 10° 15° 16° 13° 14° 20° 5° 30° 15° Á MORGUN 5-13 m/s stífastur austan til. MÁNUDAGUR 5-13 en hvessir sunnan til með kvöldinu. LÆGÐAGANGUR Í dag verður lægð að mjaka sér til austurs meðfram suður- og suðausturströnd landsins. Henni fylgir úrkoma, fyrst á suður- hluta landsins en síð- an einnig fyrir norðan síðdegis og í kvöld. Úrkoman syðra verður rigning eða slydda með ströndinni en snjókoma til landsins. Snjókoma eða él nyrðra síðdegis. 0 -1 -3 -3 -4 -2 -1 3 3 2 -5 7 7 5 6 3 4 5 13 13 15 10 -2 -3 -5 -5-3 -2 -3 -2 -3-3 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur BREIÐAVÍK Geir H. Haarde forsæt- isráðherra tilkynnti í gær að rík- isstjórnin myndi hefja undirbún- ing að lagafrumvarpi um bætur sem greiða á til þeirra manna sem voru vistaðir í Breiðavík á árun- um 1952 til 1979. Hann sagði frumvarpið verða í samræmi við tillögur Breiðavíkurnefndarinnar en skýrsla nefndarinnar var formlega kynnt í gær. Í henni kemur skýrt fram að skaðabóta- skylda hafa skapast í málinu vegna þess tjóns sem drengirnir urðu fyrir. Telur nefndin að líta eigi til þess fyrirkomulags sem viðhaft hefur verið í Noregi í skaðabótagreiðslum vegna svip- aðra mála. Geir sagði að ekki væri hægt að segja til um hversu háar bætur væri rétt að greiða. Samkvæmt fréttum norska blaðsins Afton- posten af bótagreiðslum til fólks sem varð fyrir harðræði á norsk- um upptöku- heimilum var ákveðið að börn sem vistuð voru á heimilum gætu sótt um bætur frá ríki og þeim sveit- arfélögum sem sýnt þótti að bæru ábyrgð á vistuninni. Virðast algeng- ustu upphæðir á bótum frá norska ríkinu vera frá 625 þúsund upp í tvær og hálfa milljón íslenskra króna, en hámarks bótagreiðsla frá norska ríkinu vegna slíkra mála svarar til 3,7 milljóna íslenskra króna. Sveitarfélög í Noregi hafa þó greitt fólki mun hærri bætur eða allt að rúmlega níu milljónum íslenskra króna. Gylfi Thorlacius hæstaréttar- lögmaður, sem mikið hefur starf- að á sviði skaðabótaréttar, segir þær upphæðir sem Norðmenn hafa greitt þolendum harðræðis á vistheimilum mun hærri en þær skaðabætur sem greiddar hafa verið hér á landi vegna miska. Hann segir að við mat á upphæð skaðabóta sé litið til andlegs miska sem sýnt þykir að mann- eskja hafi orðið fyrir. Einnig sé litið til fjárhagslegs tjóns en í máli þeirra manna sem voru börn í Breiðavík sé afar erfitt að meta slíkt vegna þess hve langur tími er liðinn frá því brotin áttu sér stað. Sé miðað við bætur sem þol- endur kynferðisofbeldis fá greiddar vegna miska sé ljóst að upphæðirnar séu langt undir þeim bótagreiðslum sem Norð- menn hafa borgað. „Mér finnst því líklegast að fundin verði ein ákveðin upphæð sem borguð verði út til allra,“ segir Gylfi. karen@frettabladid.is Breiðavíkurdrengir fá bætur frá ríkinu Ríkisstjórnin undirbýr greiðslu miskabóta til mannanna sem dvöldust í Breiða- vík. Breiðavíkurnefndin telur að líta eigi til skaðabóta sem greiddar voru í Nor- egi. Prófessor í skaðabótarétti segir miskabætur í Noregi mun hærri en hér. GEIR H. HAARDE BREIÐAVÍK Ríkisstjórnin undirbýr greiðslu miskabóta til þeirra sem voru vistaðir í Breiðavík. Í skýrslu nefndar forsætisráðherra kemur skaðabótaskylda ríkisins skýrt fram. LÖGREGLUMÁL Eldglæringar stóðu upp úr reykháfi á vetnisstöð á plani við verslun og bensínstöð Select við Vesturlandsveg um klukkan 20 í gærkvöldi, og var slökkvilið kallað til. Ekki var talin þörf á því að rýma bensínstöðina þegar að var komið en slökkvilið tryggði vettvanginn. Slökkvilið hafði samband við umsjónarmann vetnisdælunnar sem kom fljótt á svæðið. Hann gerði við leka í öryggisventli. - bj Slökkvilið kallað að Select: Eldglæringar á vetnisstöð DÓMSMÁL Karlmaður var sakfelld- ur í Hæstarétti á fimmtudaginn fyrir tvö þjófnaðarbrot, hylm- ingu, nytjastuld, þrjú fíkniefna- brot og fyrir að hafa í tvígang ekið bíl án réttinda. Var maðurinn sýknaður af ákæru vegna innbrots í félagi við tvo aðra og vegna aksturs án réttinda og undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn hefur áður hlotið rúma þrjátíu dóma. Þótti hæfileg refsing hans tíu mánaða fangelsi en með því mildar Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá fjórða desember síðastliðnum um tvo mánuði. -ovd Rúmlega fertugur karlmaður: Tíu mánuði fyrir ýmis brot BRETLAND, AP Steve Wright var í gær dæmdur í ævi- langt fangelsi fyrir morð á fimm vændiskonum í borg- inni Ipswich á Englandi. Lík kvennanna fimm fundust nakin á afskekktum stöðum í nágrenni Ipswich dagana 2. til 12. desember árið 2006. Hin fyrsta kvennanna hafði horfið í lok okt- óber en sú síðasta 7. desember. Morðin vöktu mikinn óhug meðal borgarbúa. Meira en 500 lögreglumenn leituðu morðingjans vikum saman. Wright, sem er 49 ára, var handtekinn 19. desember. Wright viðurkenndi við réttarhöldin að hafa haft kynmök við fjórar vændiskvennanna en neitaði að hafa myrt þær. Við rannsókn málanna kom þó í ljós að blóð og fleiri ummerki á vettvangi tengdu hann ótví- rætt við morðin. Wright sýndi engin svipbrigði þegar úrskurðurinn var kveðinn upp í gær. Robert Sadd, talsmaður sak- sóknara, sagði að væntanlega fengjust aldrei frá honum skýringar á því hvers vegna hann myrti kon- urnar. Keith Wright, bróðir hins sakfellda, sagðist hissa á því hve skamman tíma réttarhöldin hefðu tekið: „Ég hefði haldið að enn væri nóg af vafaatriðum eftir.“ - gb Steve Wright í ævilangt fangelsi fyrir morðin í Ipswich fyrir rúmu ári: Myrti fimm vændiskonur FÓRNARLÖMBIN Gemma Adams, Tania Nichol, Anneli Aldert- on, Paula Clennell og Annette Nichols. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Mildi var að enginn slasaðist þegar smábíll fór út af Hafnarfjarðarveginum á fjórða tímanum í gær og hafnaði rétt við Kópavogslækinn. Að sögn slökkviliðs slasaðist enginn í bílnum og var kallað á dráttarbíl til að draga bílinn af vettvangi. - bj Keyrði út af við Kópavogslæk: Mildi að eng- inn slasaðist VIÐ LÆKINN Enginn slasaðist við útafaksturinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BREIÐAVÍK „Okkur ber skylda til að standa vörð um þessa menn og þeirra fjölskyldur,“ segir Óli Svend Styff, sem dvaldi sem barn á Breiðavík, um mikilvægi þess að erfingjar látinna manna sem vistaðir voru á heimilinu sem börn fái greiddar skaðabætur. Óli segist ánægður með að skýrsla um starfsemina á upptökuheimlinu á árunum 1952 til 1979 sé orðin opinber. „Ég vildi að þetta mál kæmi fram í dagsljósið svo hægt yrði að gæta betur að hag barna samtímans. Það sem þarna gerðist má aldrei endurtaka sig og vona ég að lærdómur verði dreginn af því sem þarna gerðist,“ segir Óli. Hann segir einnig nauðsynlegt að starfsemi fleiri heimila sem rekin voru á vegum ríkis og sveitarfé- laga á svipuðum tíma verði könnuð til hlítar og reynt að koma til móts við þau börn sem þar voru vistuð. - kdk Réttur þeirra látnu: Vill standa vörð um hag allra BREIÐAVÍK „Þessi skýrsla hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir mig,“ segir Páll Rúnar Elísson sem dvaldi sem barn á Breiðavík árin 1964 til 1967. Páll segist þó sakna þess að ekki sé sérstaklega tekið fyrir hve mjög drengirnir á heimilinu fóru á mis við alla menntun. Sjálfur þurfti Páll að nema með sjö til átta ára börnum þegar hann losnaði af heimilinu fjórtán ára gamall. Sú reynsla hafi haft gríðarlega niðurbrjótandi áhrif á hann en auk þess hafi skortur á menntun orðið til þess að margir Breiðavíkurdrengja áttu aðeins kost á lægst launuðu störfum samfélagsins. - kdk Saknar skólamála í skýrslunni: Fóru á mis við alla menntun GENGIÐ 22.02.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 130,2087 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 66,76 67,08 131,22 131,86 98,99 99,55 13,277 13,355 12,544 12,618 10,636 10,698 0,6232 0,6268 106,05 106,69 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Í frétt um brennisteinsvetnismengun í gær gætti ónákvæmni um viðmið- unarmörk. Viðmið WHO miðast við sólarhringsmeðaltal mengunarinnar, en sú mengun á Íslandi, sem rætt var um, hefur farið yfir svokallað hálftíma- gildi. Að öðru leyti stendur fréttin. ÁRÉTTING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.