Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 12
12 23. febrúar 2008 LAUGARDAGUR SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS Með víðsýni að vopni gegn fordómum Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða afhent næstkomandi þriðjudag. Verðlaun verða veitt í fjórum flokkum og hafa fimm verið tilnefndir í hverjum flokki. Í gær voru tilnefningar í flokknum „Frá kynslóð til kynslóðar“ kynntar. Nú eru þeir kynntir sem eru til- nefndir fyrir starf sitt gegn fordómum á Íslandi, í hvaða mynd sem þeir fordómar birtast. Götuhernaðurinn er hópur ungmenna á aldrinum 18 til 23 ára sem hefur unnið að því að bæta ímynd fatlaðra á Íslandi og notað til þess heldur óvenjuleg- ar aðferðir. Á vefsíðunni oryrki.is er að finna tónlist, ljósmyndir og myndbönd eftir meðlimina þar sem óspart er gert grín að fötluðum til að sýna þennan hóp í skemmtilegu ljósi. „Okkur fannst vanta að öryrkjar og þá aðallega hreyfihamlaðir virkuðu hressari út á við. Það varð til þess að við ákváðum að gera grín að okkur sjálfum og sýna fram á að fatlaðir eru ekki eintómir fýlupúkar sem eru síkvartandi í fjölmiðlum,“ útskýrir Andri Valgeirsson, talsmaður Götuhernaðarins, og segir hópinn aldrei hafa efast um að grín hentaði best til að koma boðskapnum á framfæri. „Við vorum viss um það. Ef við fengum neikvæð viðbrögð fannst okkur það bara enn fyndnara. Sú umfjöllun vakti oft meiri athygli en það sem við vorum að gera. Það er auðvitað ekki hægt að gera öllum til geðs,“ segir Andri og tekur fram að grínið hafi helst farið fyrir brjóstið á fólki sem á ekki við fötlun að etja og taldi að verið væri að gera lítið úr fötluðum. „Fyrst gekk sá orðrómur á netinu að við værum ófatlaðir, sérstaklega inni á kvikmyndir.is þar sem við settum inn myndirnar okkar,“ segir Andri og bætir við að myndband eftir hópinn frá árinu 2006 hafi jafnframt vakið harkaleg viðbrögð. „Í myndinni vildu allir líkjast fötluðum töffara, Gyrði Sig, þar á meðal gaur sem lætur keyra yfir sig svo hann komist í hjólastól. Sketsinn var gerður til að sýna að fatlaðir eru bara eins og annað fólk. Eins að við getum verið fyrirmynd annarra.“ Að sögn Andra hefur Götuhernaðurinn þó almennt hlotið jákvæðar viðtökur í samfélaginu og átt í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg, Hitt húsið og Ný- ung, ungliðahreyfingu innan Sjálfsbjargar. Hópur- inn er nú í vetrarfríi, en stefnir á gerð raunveru- leikaþátta og eru líkur á að þeir verði sýndir í sjónvarpi. - rve Götuhernaðurinn berst fyrir bættri ímynd fatlaðra: Öryrkjagrín í öndvegi ANDRI VALGEIRSSON Er í forsvari fyrir Götuhernaðinn sem beitir óvenjulegum aðferðum til að bæta ímynd fatlaðra á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Salmann Tamimi hefur verið í for- svari fyrir Félag múslima á Íslandi síðan það var stofnað árið 1997. Frá þeim tíma hefur Salmann haft veg og vanda af því að uppfræða Íslendinga um inntak íslams til að uppræta þá fordóma sem kunna að ríkja gegn múslimum í samfé- laginu. „Ég hef flutt erindi í skólum og komið fram í fjölmiðlum til að útskýra um hvað íslam snýst. Markmiðið er að við lærum að koma fram eins og manneskjur við hvert annað,“ segir Salmann, sem er kvæntur íslenskri konu og hefur verið búsettur hérlendis síðan 1971. Hann segir stöðu múslima hafa versnað talsvert á Íslandi síðan þá. Þar megi helst kenna um stríði úti í heimi og nei- kvæðri fjölmiðlaumfjöllun um múslima, vanþekkingu og hópum sem ali á hræðslu í garð múslima og vilji hindra að þeir hljóti rétt- indi á við aðra. Salmann viðurkennir að stund- um taki á að standa vörð um hags- muni múslima, sérstaklega þar sem starfið komi niður á fjölskyld- unni. „Auðvitað bitnar það á henni ef fjallað er af fordómum um mús- lima í fjölmiðlum eða menn hringja með alls kyns svívirðingar heim til okkar. Þess vegna er þetta Salmann Tamimi, formaður Félags múslima: Mannréttindi öllum SALMANN TAMIMI Trúir því að staða mannréttindamála muni lagast. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Valgerður Halldórsdóttir stýrir vef um stjúptengsl: Gott tengslanet VALGERÐUR HALLDÓRSDÓTTIR Segir gott tengslanet geta skapast hjá stjúpfjöl- skyldum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Valgerður Halldórsdóttir er félagsráðgjafi og ritstjóri vefs- ins stjuptengsl.is. Með vefnum vill hún skapa vettvang þar sem fólk getur lesið og fræðst um stjúptengsl. Vonast hún til að það eyði ranghugmyndum um stjúp- fjölskyldur, bæði meðal sjálfra fjölskyldnanna og í samfélaginu öllu. „Við tölum um að þegar börn teikni ættartré, þá þurfi mörg börn að teikna heilan ættar- runna,“ segir Valgerður. „Ég hef sjálf alla tíð verið alin upp í ein- hvers konar stjúptengslum. Hef stofnað mína stjúpfjölskyldu og á mína stjúpforeldra og stjúp- barn og fór af stað með vefsíðuna af því að ég lenti í vandræðum með stöðuna. Stjúpfjölskyldan krefst þess að fólk setjist niður og ræði hlutina og þegar vel tekst til skapast gott tengslanet, ef við kunnum að nýta okkur það. En það getur líka orðið stór og mikil flækja ef við kunnum það ekki.“ Valgerður segir þetta við- kvæmt mál á mörgum heimilum en styrkur stjúpfjölskyldunnar felist samt sem áður í því að þekkja og viðurkenna öll þau tengsl sem myndast. Stjúpfjöl- skyldur eigi ekki að bera sig saman við kjarnafjölskylduna enda séu þær byggðar á ólíkum forsendum. „Fólk þarf að fá að vera á sínum eigin forsendum án þess að verið sé að bera saman. Á eigin forsendum áttu miklu meiri möguleika á viðurkenningu og velgengni. Það er náttúrlega heilmikill mannauður í stjúpt- engslum og börn hafa þörf fyrir sitt tengslanet ekki síður en full- orðnir. Vandinn er oft sá að fólk er ekki búið að klára skilnaðinn þegar það fer úr einu sambandi í annað. Styrkleikinn er sá að um leið og þú veist við hverju er að búast áttu auðveldara með að takast á við hlutina og upplifa sigra.“ Valgerður segist hafa fengið mikil viðbrögð eftir að hún opn- aði heimasíðuna. Greinileg þörf hafi verið á vettvangi fyrir umræðuna. „Í raun og veru vant- aði rödd. Ég er kannski ekki að finna upp á neinu nýju en þarna getur fólk lesið sér til um stjúpt- engsl og fræðst um hvernig tak- ast megi á við vandamálin.“ - rat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.