Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 14
14 23. febrúar 2008 LAUGARDAGUR UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is „Mér finnst það ekki viðunandi og kveð þá heldur varlega að orði sem er nú háttur minn eins og þingmenn vita.“ Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra. „Við sem eldri erum stunduðum okkar leiki, spiluðum brennibolta, fórum í yfir og hvað eina sem við gerðum okkur til skemmtunar, en nú sitja börn við sjónvarp og tölvu.“ Herdís Þórðardóttir Sjálfstæðisflokki. Staða Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur aldrei verið verið sterkari – í stjórnarandstöðu á Alþingi. Flokkurinn hefur níu þingsæti sem er talsvert meira en áður, tveimur fleiri en Framsókn og fimm fleiri en Frjálslyndir. Það var rétt sem Siv Friðleifsdóttir sagði í þingumræðum í vik- unni að VG þreytist ekki á að segjast vera stærsta stjórnarandstöðuaflið í þinginu. Með þeim orðum sendi hún VG pillu. En hver á að halda því á lofti ef ekki einmitt þingmenn flokksins? Í ræðu á flokksráðsfundi VG í gær sagði Katrín Jakobsdóttir varaformaður flokkinn glíma við að gera sig gildandi sem leiðandi afl í stjórnarandstöðu. Hún spurði jafnframt hvaða máli flokkurinn skipti í breyttu pólitísku landslagi og hvort vinstri græn væru þreytt og miðaldra, talandi um sömu hlutina í tíu ár. Um leið og hún svaraði eigin spurningum neitandi sagði hún stjórnmál snúast um hugsjónir og hugmyndafræði en líka um athafnir og aðgerðir. „En við sem saman erum komin í þessum flokki vitum að þær aðgerðir verða að byggjast á skýrri framtíð- arsýn,“ sagði Katrín. Í þessum orðum felst pólitískur hroki; Við í þessum flokki. Fólk í öðrum flokkum veit sem sagt ekki að aðgerðir í stjórnmálum þurfa að byggjast á skýrri framtíðarsýn. Í þessa veru tala liðsmenn VG gjarnan. Eins og þeir einir hafi vitið. Kannski staða flokksins á Alþingi væri önnur ef sjálfsmynd- in og afstaðan til annarra væri örlítið öðruvísi. Kannski vinstri græn væru þá ekki að glíma við að gera sig gildandi sem leiðandi afl í stjórnarstöðu. Kannski flokkurinn sæti bara í ríkisstjórn og fram- kvæmdi hugsjónir sínar og hugmyndafræði landsmönnum til heilla. VIKA Í PÓLITÍK BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON VG Kristján Möller samgönguráð- herra veit af eigin reynslu að hálka og vindur hafa áhrif á akstursskilyrði. „Ég lenti í því á síðasta ári á keyrslu frá Raufarhöfn, var á leiðinni til baka í Kelduhverfi, að mikil vindhviða kom og hálka var á vegi og ekki var hægt að gera annað en að sveigja út af. Sem betur fer var frágangur Vega- gerðarinnar á þessu svæði þannig að vel var gengið frá bakka og gamli vegurinn ekki langt undan þannig að hægt var að sveigja í þá áttina. En það voru tvímæla- laust vindur og hálka sem gerðu það að verkum að maður lenti út af.“ Kristján sagði frá þessu í svari við fyrirspurn Gunnars Svavars- sonar um hvort notast væri við rannsóknir á vindum við vega- hönnun. Spurningunni svaraði hann játandi. Gat ekki annað en sveigt út af Kristinn H. Gunnarsson, frjáls- lyndum, lýsir áhyggjum af kjölfestuvatni í fyrirspurn til umhverfisráðherra. Spyr hann um athuganir á losun skipa á kjöl- festuvatni á íslensku hafsvæði og hvenær til standi að staðfesta alþjóðlegan samning um aðgerðir til að draga úr óæskilegum áhrifum kjölfestuvatns. Hvað er kjölfestuvatn, kynni einhver að spyrja. Sjó er dælt í kjöl skipa til að gera þau stöðugri. Og hvert er vandamálið, gæti einhver spurt líka. Það snýr að flutningi lífvera á milli hafsvæða með slíkri sjókjölfestu. Slíkar lífverur geta haft langvarandi áhrif á lífríki nýrra heimkynna. Er þetta vandamál á Íslandi, gæti líka einhver spurt. Sam- kvæmt Umhverfisstofnun er svo ekki. Skip sem sigla til landsins eru jafnan full af vörum og því ekki þörf fyrir sjókjölfestu. Spurt um kjölfestuvatn „Alþingismenn þurfa ekki sérstaklega á því að halda að vera með hlaupasnata einhvers staðar úti á landi sem pakkasendla eða frímerkjasleikjara,“ sagði Jón Magnússon, Frjálslynda flokknum, í umræðum um aðstoðarmenn þingmanna í vikunni. Og bað þing- heim að fyrirgefa orðbragðið. Eins og greint hefur verið frá er ráðgert að þingmenn landsbyggðarkjördæmanna þriggja fái aðstoðarmenn í þriðjungsstarfi og eiga þeir að hafa starfsaðstöðu í kjördæmunum. Jón Magnússon sér ýmsa annmarka á frumvarpi sem lagt hefur verið fram þar að lútandi og telur þingmenn þurfa aðstoð við lagasetningu fremur en í kjördæmunum. Skilur hann reyndar lítt í því að aðstoðarmennirnir séu aðeins fyrir landsbyggðar- þingmenn enda miklu fleiri kjósendur í þéttbýli- skjördæmunum. Sturla Böðvarsson þingforseti er á öðru máli en Jón, enda flutningsmaður frumvarpsins. Telur hann fulla þörf á að þingmenn landsbyggðarkjördæmanna fái aðstoð, enda kjördæmin stór. Jón efast um að hægt sé að binda aðstoðarmenn- ina við hluta þingmanna, slíkt brjóti í bága við stjórnarskrá. Því hafnaði Sturla algjörlega og benti á að þingmenn nytu nú þegar mismunandi kjara, eftir því hvort þeir byggju á landsbyggðinni eða höfuðborg- arsvæðinu. Frímerkjasleikjarar óþarfir SETIÐ UNDIR UMRÆÐUM Jón Magnússon er efins um að rétt sé að landsbyggðarþingmenn einir fái aðstoð á kostnað þings- ins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur Passat 4x4 F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.