Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 18
 23. febrúar 2008 LAUGARDAGUR Á smundur Stefánsson ríkissáttasemjari er maður vikunnar. Mikið hefur mætt á Ásmundi undanfarið vegna kjarasamn- inga aðila á vinnumarkaði. En Ásmundur er enginn nýgræðingur við samningaborðið. Fáir menn hafa meiri reynslu en hann af vinnudeilum og líklegt má telja að þeir menn séu vandfundnir sem komið hafa að deilum á vinnumarkaði úr jafn ólíkum áttum og hann. Hann er fyrrverandi verka- lýðsforingi, var um tíma samningamaður atvinnurekenda og er nú ríkissáttasemjari. Ásmundur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1965. Hann nam hagfræði í Kaupmannahöfn og lauk því árið 1972. Að því loknu starfaði hann hjá ráðgjafafyr- irtækinu Hagvangi til ársins 1974 þegar hann var ráðinn hagfræðingur Alþýðusambands Íslands. Þá var hann fyrsti fasti ráðgjafi verkalýðssamtakanna um efnahagsmál. Fram að því hafði samstarf verkalýðs- samtakanna við efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinna oft verið nokkuð stirt og tortryggni gætt gagnvart upplýsing- um um efnahagsmál frá atvinnurekendum. Ásmundur, með sína sérþekkingu á sviði hagfræðimála, styrkti stöðu launþega og átti það síðar eftir að greiða götu skynsam- legra kjarasamninga á vinnumarkaði. Síðar varð Ásmundur framkvæmdastjóri ASÍ og svo kosinn formaður þess árið 1980. Öfl innan verkalýðshreyfingar vildu á níunda áratugnum komast út úr vítahring verð- bólgusamninga og skapa jafnvægi í efnahagslífi lands- manna. Var Ásmund- ur í forystu þeirra. Lagði hann áherslu á samninga um hækkandi kaupmátt frekar en að kaup- hækkanir fuðruðu upp í verðbólgunni. Nokkur styr stóð um þessa stefnu innan verkalýðshreyfingar- innar en svo fór að hún varð ofan á í margfrægum þjóðarsáttarsamning- um, undirrituðum í febrúar 1990 þar sem Ásmundur lék stórt hlutverk. Árið 1992 söðlaði Ásmundur um og færði sig yfir til Íslandsbanka þar sem hann varð einn af frakvæmdastjórum bankans. Gegndi hann stöðu yfirmanns rekstrarsviðs frá 1995 til 2001. Samdi hann þá við bankamenn sem fulltrúi atvinnurekenda og er sagt að hann hafi fundið sig vel í því hlutverki. Árið 2001 var hann ráðinn framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélags Alþýðubank- ans og gegndi hann því starfi þar til hann tók við starfi sáttasemjara 1. nóvember 2003. Stjórnmálin voru Ásmundi ofarlega í huga um tíma þar sem hann hugði á frama. Svo fór að hann fetaði ekki þá braut enda fannst honum ekki rétt að blanda saman verkalýðsbaráttu og flokkapólitík. Hann sat um tíma á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Alþýðubandalagið en lenti í útistöðum við arm Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi formanns flokksins, og er sagt að löngum hafi verið kalt á milli þeirra. Ólafur Ragnar var fjármála- ráðherra í vinstri- stjórn Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks árin 1988 til 1991. Skapaði þessi kuldi milli Ásmundar og Ólafs Ragnars ákveðinn stirðleika í samskiptum Alþýðu- sambandsins og ríkisstjórnarinnar. Síðar beindist kastljósið að Ásmundi vegna allt annars en verkalýðsbaráttunn- ar. Þá náði hann geysigóðum árangri við að grenna sig með hjálp Atkins-kúrsins. Í samstarfi við Guðmund Björnsson lækni gaf hann út bók um aðferðina og seldist hún upp þrátt fyrir að næringar- fræðingar væru sumir efins um heilnæmi kúrsins. Davíð Oddsson, þáverandi forsætis- ráðherra, var einn þeirra sem sögðust hafa náð árangri í baráttunni við aukakílóin með því að fylgja Atkins- kúrnum. Þegar nafn Ásmundar kom upp sem hugsanlegur næsti ríkissáttasemj- ari heyrðust nokkrar efasemdaraddir frá forystumönnum opinberra starfs- manna. Þeir höfðu sumir hverjir ekki alltaf verið sammála hugmyndum og vinnubrögðum Ásmundar meðan hann var formaður ASÍ. Ekkert varð þó úr þeirri andstöðu þegar á reyndi. Fellur það að þeirri hefð að um sáttasemjara ríki full samstaða meðal allra samtaka vinnumarkaðarins. Ekki er annað að sjá og heyra en að þeir sem leiti til Ásmund- ar sem sáttasemjara séu sáttir við hann í því hlutverki og er hann sagður réttur maður á réttum stað. Ásmundur er mikill fjölskyldumaður. Sem dæmi um slíkt er að fjölskyldan á „heilaga stund“ í hádeginu á laugardögum þar sem þau hjónin hitta börn sín og barnabörn og fara yfir atburði vikunnar. Hann hefur mjög gaman af afahlutverkinu og segir það augljósan kost að geta skilað börnum þegar þau gerast óþæg en njóta aðeins þess besta með þeim. Hann er mjög mikill fræðimaður og á erfitt með að ganga framhjá bókabúðum, sérstaklega erlendis. Þá á hann að sögn endalaust mikið af bókum. Les hann nánast hvað sem er nema síst ástarsögur. Þrátt fyrir það er hann rómantískur þótt hann láti lítið á því bera út á við. Ef hann fær áhuga á einhverju vill hann helst vita allt um viðfangsefnið. Hann er mjög ákafur í öllu sem hann gerir, er þessi óhrædda týpa. Strax sem smá strákur stóð hann upp á fundum og þorði að lýsa skoðunum sínum sem oft voru í andstöðu við aðra fundarmenn. Er hann sagður mjög stríðinn þótt það hafi mildast á seinni árum. MAÐUR VIKUNNAR Réttur maður á réttum stað ÁSMUNDUR STEFÁNSSON ÆVIÁGRIP Ásmundur Stefánsson er fæddur 21. mars 1945 í Reykjavík. Foreldrar hans eru Áslaug Ásmundsdóttir húsmóðir, fædd á Akranesi, og Stefán Oddur Magnússon framkvæmdastjóri, fæddur í Reykjavík. Ásmundur er kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur fram- kvæmdastjóra og eiga þau tvö uppkomin börn, Gyðu sem er viðskiptafræðingur og Stefán sem er þjóðháttafræðingur. Ásmundur tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1965 og cand.polit.-próf í þjóðhagfræði frá Kaupmanna- hafnarháskóla árið 1972. Hann starfaði sem hagfræðilegur ráðgjafi Hagvangs hf. á árunum 1972-74. Þá var hann hagfræðingur Alþýðusambands Íslands 1974-78 og lektor við viðskiptadeild Háskóla Íslands 1978-79. Árið 1979 var hann ráðinn sem framkvæmdastjóri ASÍ. Ári síðar var hann kosinn forseti sambandsins og gegndi hann því embætti til ársins 1992. Þá var hann framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka 1993 til 2001, þegar hann tók við starfi framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélags Alþýðubankans hf. Því starfi gegndi hann til ársins 1992 þegar hann réðist til Þróunarfélags Íslands þar sem hann gegndi starfi framkvæmdastjóra. Hann var stundakennari við Menntaskólann við Hamrahlíð á árunum 1972-75 og við Háskóla Íslands 1975-78. Þá hefur Ásmundur setið í ýmsum stjórnum og nefndum. Meðal þeirra má telja framkvæmdastjórn og miðstjórn Alþýðubandalagsins auk þess sem hann var varaþingmaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík kjörtímabilið 1987-91. Meðal ritstarfa má nefna „Opinberar aðgerðir og atvinnulífið“ frá árinu 1974 sem hann ritstýrði og ýmis rit og sjónvarpsþætti um efnahagsmál. Að auki hafa margar greinar birst eftir Ásmund í blöðum og tímaritum og fjalla þær mest um verkalýðs- og efnahagsmál. VANN SÉR TIL FRÆGÐAR Náði eftirtektarverðum árangri í baráttunni við aukakílóin með Atkins-kúrnum og skrifaði metsölubók um kúrinn í framhaldinu. HVAÐ SEGJA AÐRIR? „Ég tel að það hafi verið mikill fengur fyrir verkalýðshreyfing- una að hafa fengið hann sem ríkissáttasemjara. Þar nýtast hæfileikar hans mjög vel en hann er skipulagður, fylginn sér og heldur mönnum við efnið en á það til að vera hornóttur.“ Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands. HVAÐ SEGIR HANN? „Ég er mun fremur rómantískur en læt lítið á því bera út á við. Því ætti ég líka að gera það?“ Miðlun Skeifa n söluskr ifstofur16 www.r emax. is Einn ö flugas ti faste ignave fur lan dsins Allar fastei gnasö lur eru sjálfst ætt re knar o g í ein kaeign Fasteig nablað 154. T ölublað - 6. ár gangur - 17. F ebrúar 2008 bls. 20ER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINS [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalögMARS 2008 + FÓTBOLTAFERÐIR, FRANK GEHRY HÓTEL Í B MARRAKESH, LISTSÝNINGAR Í MARSMÁ HIPP & KÚL HELSINKISLAVNESK MELANKÓLÍA MÆTIR SKANDINAVÍSKRI HÖNNUN ET, DREKK&VERGLAÐUR!LEIÐARVÍSIR AÐ SPENNANDI VEITINGAHÚSUM, BÖRUM OG NÆTURKLÚBBUM Í LONDON, PARÍS, NEW YORK OG STOK Á FERÐ OG FLUGI LJÓSMYNDARINN PÁLL STEFÁNSSON MEÐ SÝNINGU FRÁ FERÐUM SÍNUM UM HEIMINN ferðalög Ég verð að vera móðurbetrungur Benedikt Erlingsson og Brynja Benediktsdóttir ræða um samband móður og sonar og samstarfi ð í leikhúsinu. Hvers vegna fær Brynja samviskubit þegar hún rifjar upp Sólarferð og hvers vegna sagði Benedikt foreldrum sínum ekki frá því þegar hann sótti um í Leiklistar- skólann? Ljóð eru geðlyf án aukaverkana Valdimar Tómasson sækir geðró og gleði í ljóða- bækurnar sínar tvö þúsund. Ferðalög fylgja blaðinu á morgun Et, drekk og ver glaður - allt um mest spenn- andi veitingastaði, bari og næturklúbba í helstu stórborgum heims. Á ferð og fl ugi; Páll Stefáns- son opnar sýningu með ljósmyndum frá öllum heimshornum. Hipp og kúl Helsinki, slavnesk melankólía mætir skandinavískri hönnun. Fótboltaferðir, Frank Gehry hótel í Barcelona, matarskóli í Marrakesh, listsýningar í mars- mánuði og Wallpaper Design Awards
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.