Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 30
30 23. febrúar 2008 LAUGARDAGUR þeim. Þau eru frá norðurhluta Tógó og tala hvorki ewé né frönsku og enginn hér getur talað við þau.“ Justine hefur sérstakt augnaráð og fylgist grannt með þeim full- orðnu. Börnin eru í heild óvenju- lega þæg og róleg en sækja fast eftir því að fá að skríða upp í fang- ið á fóstrum eða gestum. „Stefna okkar er sú að þessi börn séu umkringd sínu eigin fólki og að þau fái að alast upp í menningu Tógó. Við höfum engin afskipti af trú- málum þeirra og við sendum þau í leikskóla og skóla hér í grenndinni til þess að þau einangrist ekki frá umhverfi sínu,“ útskýrir Njörður. „Hér í þorpinu fá þau fæði, klæði og umönnun og einnig hjálp við heimanámið. Við viljum hjálpa þeim að fóta sig hér í samfélaginu. Við höfum hingað til aðeins tekið á móti ungum börnum til þess að betur gangi að aðlaga þau en við erum að velta því fyrir okkur að taka líka við eldri börnum því þörf- in er mikil.“ Styrktarforeldrar eru stoðir starfsins Öll umgjörð barnaþorpsins er glað- leg og snyrtileg. Eldri börn sitja í opnum skálum yfir heimanáminu þar sem leiðbeinandi fer yfir sögu og landafræði á töflu. Svefnskálar barnanna eru einfaldir en snotrir og á hverju rúmi er bangsi eða tuskudýr og skápar fyrir sérhvert barn þar sem allir eiga nægilegan fatnað. Börnin ganga í skóla eða leikskóla á daginn og að loknum skóladegi hópast þau inn, fara í sturtu og skipta um föt áður en þau annaðhvort byrja að læra heima, fara í fótbolta eða á róluvöllinn þar til matartíminn hefst. Nokkur hinna hringlaga húsa eru merkt þeim styrktaraðilum sem gáfu þau. „Við erum afar þakklát fyrir styrki frá Þróunarsamvinnustofn- un, Glitni, Baugi og Kaupþingi sem hafa gert okkur kleift að byggja fleiri hús og efla grunnskólann hér í hverfinu,“ segir Njörður. „En dag- legt starf okkar byggist aðallega á fjármagni því sem við fáum frá styrktarforeldrum á Íslandi, í Frakklandi og í Belgíu. Slíkir styrktarforeldrar greiða 77 evrur fyrir eitt barn sem renna óskiptar til barnsins og grunnþarfa þess. Við leggjum líka mikið upp úr því að það séu samskipti milli styrktar- foreldranna og barnanna og ófáir þeirra hafa heimsótt börnin hingað í þorpið.“ Börnin hitta sálfræðing tvisvar í viku og eru undir vikulegu læknis- eftirliti. Mörg þeirra eru kviðslitin sem lýsir sér í afar útþöndum maga og þurfa að fara í aðgerð þess vegna. „Fæðingar eru frumstæðar hér og illa gengið frá naflastreng,“ útskýrir Njörður og bætir við að mörg börnin komi fárveik, sýkt af ormum og niðurgangi og í skelfi- legu ástandi í þorpið. Algengt er að kornungar tógóskar stúlkur – ell- efu, tólf og þrettán ára, verði barns- hafandi og líkamar þeirra alls ekki tilbúnir í barneignir. Ef þær lifa yfirhöfuð af fæðingu barns síns þá rifna þær oft svo illa að þær geta hvorki haldið þvagi né saur í kjöl- farið, fá sýkingar og er oft á tíðum fleygt á dyr af foreldrum sínum. Börn þessara barna enda svo yfir- gefin á götum borgarinnar. Hvarvetna á götum Lomé er aug- lýsingaherferð áberandi; skilti, með mynd af miðaldra manni, með áletruninni „Hvað myndir þú gera ef þessi maður svæfi hjá ungri dóttur þinni? Af hverju sefur þú þá hjá ungri dóttur hans? Við verðum að stöðva þessa hættulegu hegð- un.“ Annað þorp rís í Kpalimé Mikilvægur liður í starfi SPES í Lomé er hversu mikið samtökin hafa styrkt hverfisskólann, grunn- skólann í Kélegougan. Þar eru um hundrað börn í hverjum bekk og aðstæðurnar frumstæðar. Samtök- in gáfu skólanum nýja skólabygg- ingu í fyrra og hafa meðal annars gefið stílabækur og tölvur til að bæta starfsemi hans. Menntun þessara barna er auðvitað grund- vallaratriði til þess að þau geti lesið og skrifað og fótað sig í líf- inu. Hér í Tógó er það samt dapurleg staðreynd að margir þeirra sem hafa verið svo heppnir að komast í gegnum skóla og ná stúdentsprófi fara gjarnan til Frakklands eða annarra landa og koma aldrei aftur sökum ástandsins í heimalandinu. En hvernig á Tógó að rétta úr kútn- um ef eina menntaða fólkið flýr úr landi í stað þess að byggja upp það sem fyrir er í föðurlandinu? „Með því að virða menningu barnanna, ráða heimafólk til starfa í þorpinu og senda þau í hverfisskólann von- umst við til þess að þau í kjölfarið verði nýtir þegnar þessa lands,“ segir Njörður. SPES-samtökin hafa nú þegar hafist handa við að byggja annað barnaþorp í Tógó, í bænum Kpali- mé sem er í um tveggja tíma akst- ursfjarlægð norður af Lomé. Þreif- ingar hafa verið um fleiri barnaþorp í öðrum Afríkulöndum eins og til dæmis Kamerún en Njörður er ekki sannfærður. „Við verðum að gera þetta svo afskap- lega vel, með fólki sem við þekkj- um vel og treystum og verðum að fara hægt í sakirnar, og varlega. Við berum mikla ábyrgð á öllum þessum börnum.“ Sjálf styrkja Njörður og Bera bráðgreindan og fallegan átta ára dreng sem nefnist Felix og er sér- lega hændur að þeim. „Síðast þegar ég var hérna þá bað hann okkur um að taka sig heim til Íslands,“ segir Njörður. „Auðvitað er það afskap- lega erfitt að neita honum um það. En við vitum að hér á hann heima og mun vonandi gera stóra hluti í framtíðinni.“ GLAÐLEGIR TURNAR SPES-ÞORPSINS Margir styrktaraðilar hafa komið að byggingu þessara vinalegu húsa. ÞAKKAÐ FYRIR MEÐ DANSI Börn í grunnskólanum í Kélegougan þakka SPES-samtök- unum fyrir ómetanlegan stuðning með fallegri sýningu á þjóðlegum dansi. NÝTT ÞORP RÍS Í NORÐRI Undirbúningur er hafinn að byggingu nýs barnaþorps í bænum Kpalímé. Hér má sjá konur bera vatn til þess að blanda það sementi. Komlavi, sex ára gamall drengur í SPES-barnaþorpinu Nafnið hans þýðir þriðjudagur en hver veit fyrir víst hvort hann fæddist á þeim degi. Drengurinn er munaðarlaus og hefur verið hér í barnaþorpinu í fjögur ár. Hann er einn síns liðs að lesa fransk-íslenska orðabók og þylur upp orðin sem byrja á M. „Malade, maladie, malin....“ Mikið ertu duglegur að lesa, segi ég og sest við hliðina á honum. Þetta er ansi gott fyrir sex ára dreng! Það er líka ágætt að lesa orðabók, þá lærir maður ný orð. „Komstu með flugvél frá Íslandi?,” spyr hann mig alvarlegur og rannsakandi á svip. Já, ég kom í flugvél. Langar þig að ferðast með flugvél? „Nei,” svarar hann ákveðinn. „Mér líka ekki við flugvélar. Þegar ég er orðinn stór þá ætla ég að fara til Ghana.“ Það er nú ekki svo langt í burtu. Af hverju ætlarðu þangað? „Ég er frá Ghana,“ útskýrir hann. „Og ég held með fótboltaliðinu þar. Heldurðu að ef flugvélin þín stoppar í Ghana að þú gætir náð handa mér í landsliðs- búnininginn þeirra? Hann er hvítur. Þá meina ég treyjuna og buxurnar og skóna. Ég held annars með Tógó. Ef ég verð duglegur að æfa fótbolta þá get ég grætt pening og orðið ríkur.“ Og hvað ætlarðu að gera ef þú verður ríkur? „Þá ætla ég að kaupa hús í Ghana og verða prestur.” Af hverju viltu verða prestur? Finnst þér kirkjur fallegar? „Já, þær eru fallegar. Og þar er falleg tónlist. Einu sinni sungum við lengi í kirkju. Hér er kaþólsk kirkja rétt hjá.“ Eru ljón í Ghana? Já, þau eru á sléttunum. Og fílar líka. Mér finnst fílar fal- legir. En ég myndi skjóta ljónin með rifflinum mínum.“ Þegar ég fór til Tógó hélt sonur minn að ég myndi hitta ljón. Hann er jafngamall þér. „Horfir hann á sjónvarp?” Já, hann horfir mikið á sjónvarp. „Ég hef séð tvær myndir. Ég sá konung ljónanna og fiskinn Nemo. Og já, alveg rétt, ég sá líka Hringjarann í Notre Dame. Það er ljót kirkja og presturinn þar var vondur.” Já, það er rétt. En vissir þú að kirkjan er til í alvörunni? „Er til snjór í alvörunni á Íslandi?“ Það er fullt af snjó á Íslandi. Langar þig að sjá snjó? „Mig langar að búa til snjókarl. En ég myndi ekki vilja fara í svona stígvél eins og þú ert í. Ég myndi bara vera berfættur en ég myndi setja á mig vettlinga. Og kannski húfu. Hvernig er landsliðsbúningurinn á litinn?“ Hann er blár. „Mig langar svo mikið að æfa og æfa fótbolta. Tógómenn eru mjög góðir í fótbolta en samt er alltaf verið að vinna þá. En næst munum við sko sýna þeim! Við munum sýna þeim. Við ætlum að vinna öll löndin í fótbolta.“ Já, þá verður þú að vera duglegur að æfa þig og ganga svo í liðið. „En heyrðu. Geturðu tekið mynd af mér?“ Já það skal ég gera. „Þá geturðu sýnt stráknum þinum myndina af mér þegar þú ferð til Íslands.” Hann verður glaður yfir því. „En heldurðu að þú komir einhverntím- ann aftur hingað til Tógó? Að heimsækja mig?” Það vona ég. Ég skal allavega senda þér póstkort með fótboltamyndum. Myndi það gleðja þig? „Já, en það væri samt gaman ef þú kæmir aftur á morgun að tala við mig.” Ókei, það er díll. Við sjáumst á morgun. STARFIÐ BYGGIST Á STYRKTARFORELDRUM Aðeins 77 evrur á mánuði sjá fyrir þörfum eins barns í SPES-þorpinu en þar geta þau verið til átján ára aldurs. Mynd/AMB LANGAR AÐ ÆFA FÓTBOLTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.