Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 31
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Sylvía Björg Kristinsdóttir er félagi í sportbíla- klúbbnum Live2cruize enda er hún áhugamann- eskja um bíla og keyrir um á sportlegri Hondu Civic sem hún er hæstánægð með. Hún passar líka vel upp á hana og er ólöt að bóna. „Ég tók bílpróf fyrir ári og nokkrum dögum síðar keypti ég mér Peugot 306, af árgerð 1998 sem ég var mjög ánægð með. En hálfu ári síðar klessti ég hann. Það var ekki gott. Svo nú í endaðan nóvember keypti ég mér Hondu Civic 1600, ´97 módel. Það er mjög góður bíll sem gaman er að keyra. Kraftmeiri og flottari en Peugot-inn.“ Þannig segist Sylvíu Björgu Kristinsdóttur frá þegar hún er spurð út í ökutækjaeign sína. Þótt Hondan teljist rúmlega tíu ára segir Sylvía Björg nýlega vél í henni sem sé bara keyrð 95 þúsund kílómetra. Hvað var það helst sem heillaði hana við bílinn? „Til dæmis boddíkitt- ið. Þegar ég keypti hann var búið að setja á hann sportlega stuðara bæði að aftan og framan og alls konar skraut svo hann næstum strýkst við götuna, sem er mjög flott. Svo hef ég verið að panta ýmis- legt á hann í viðbót, ný ljós og fleira sem kemur fyrir sumarið. Auk þess er ég búin að setja í hann rosa fínar hljómflutningsgræjur með bassaboxi. Þær fylla næstum skottið. Bíllinn er með kraftpústi þannig að það heyrast þvílíkar drunur þegar ég tek af stað en ég fékk mér hljóðdeyfi til að hrella nágrannana aðeins minna.“ Sylvía er á upplýsinga-og fjölmiðlabraut Iðnskól- ans í Reykjavík og að sjálfsögðu fer hún á Hond- unni í skólann. Passar þó að halda henni hreinni og er ólöt að bóna. „Maður verður að hugsa vel um svona góðan bíl,“ segir hún ákveðin. „Kærastinn minn hefur aðstöðu á litlu verkstæði. Þar get ég bónað bílinn og fiktað í honum. Er til dæmis búin að saga af gírstönginni svo ég sé fljótari að skipta.“ Oft kveðst Sylvía Björg fara á Hondunni á rúnt- inn og þá aðallega niður í bæ, meðal annars til að hitta aðra bílaáhugamenn enda er hún í sportbíla- klúbbnum Live2cruize. Þar eru haldnar samkomur reglulega, spáð og spekúlerað. Sylvía Björg er hæstánægð með Honduna en neitar því ekki að eiga sér enn villtari drauma fyrir framtíðina. „Ef ég ætti nóg af peningum vildi ég alveg vera á einhverju öðru en meðan ég er í skóla þá þýðir ekkert að hugsa um það.“ gun@frettabladid.is Maður verður að hugsa vel um svona góðan bíl „Maður verður að hugsa vel um svona góðan bíl,“ segir Sylvía sem er bún að panta sér aukaljós og aðra smáhluti gegnum netið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓÐUR OG FJÖR Á landsbyggðinni er víða hægt að gera vel við sig með góðum mat og menningar- legri skemmtun um helgina. MATUR 5 HIPPATÍSKA Nýjar vörur eru komnar í verslanir nú þegar útsölunum er að ljúka og eru áhrifin greinilega alls staðar frá. TÍSKA 7 Chevrolet Captiva er glæsilegur sportjeppi sem tekið er eftir. Bíllinn er hannaður til að mæta kröfum evrópskra ökumanna og er útkoman áberandi glæsilegur bíll. Kraftmikil túrbó dísilvél og 5 þrepa sjálfskipting, og þú getur valið um 5 eða 7 manna bíl. Komdu við hjá okkur, við erum á Tangarhöfðanum - Alltaf heitt á könnunni. CAPTIVA 7 manna sjálfskiptur dísil sportjeppi...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.