Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 35
[ ] Á meðan Food and fun stendur sem hæst í höfuðborginni býður landsbyggðin upp á hátíð- ina Fóður og fjör. Hátíðin Fóður og fjör er svar landsbyggðarinnar við Food and fun sem haldin er í höfuðborginni um helg- ina. Og í fyrsta sinn sem landsbyggðin fagnar íslenskri matargerðarlist undir sameiginlegum merkjum. Hátíðin hófst á fimmtudaginn og lýkur á morgun. „Þetta er tilraunaverkefni til að kynna íslenskt hrá- efni og gera íslenska matargerðarlist sýnilega á lands- byggðinni. Einnig til að kynna Ísland að vetrarlagi enda mörg hótel og veitingastaðir opin allan ársins hring með hæfileikaríkt fagfólk,“ segir Guðríður Haraldsdóttir verkefnastjóri, sem vonast eftir sam- starfi við Food and fun fyrir næstu hátíð. Og að enn fleiri veitingastaðir verði með að ári. Þátttakendur eru Hótel Hérað sem býður upp á danska gestakokka og nýnorrænan matseðil. Hótel Höfn býður ljúf skemmtiatriði og nýjungar úr rúg- brauði. Hótel Hamar á Vesturlandi býður þríréttaðan matseðil í kvöld og kaffihlaðborð með hnallþórum á morgun. Í næsta nágrenni er Landnámssetrið með matgæðingana Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur og Gísla Einarsson fréttamann í heimsókn á morgun og girni- lega rétti á hlaðborði. Á Hótel Glym er þemað Konur og kertaljós í kvöld ásamt hátíðarmatseðli, sígildri gítartónlist, kvennakokkteil og gjöfum til þeirra kvenna sem gista í tilefni dagsins. Hótel Rangá við Hellu og Rauða húsið á Eyrarbakka bjóða sunnlenska veislu alla helgina og á Rangá er svokallaður svartur og hvítur matseðill. Veitingastaðurinn við Pollinn á Ísafirði er fulltrúi Vestfjarða. Þar mun Ísfirðingurinn Ingi Þórarinn Friðriksson, sem starfar í Perlunni, töfra fram rétti úr vestfirsku hráefni með norrænum blæ. Á morgun verður síðan tveir fyrir einn-tilboð á gistingu og morgunverði á Hótel Ísafirði á hagstæðu verði. Norðurland býður til borðs með áströlskum blæ á Sel-Hótel Mývatn, Hótel Reynihlíð í sömu sveit verður með fimm rétta veislu og sérvalda drykki. Friðrik V á Akureyri hefur hins vegar fengið til liðs við sig Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóra og bland- ar þar saman gómsætum réttum og menningu. „Flestir staðirnir eru með einhverja viðburði í tengslum við hátíðina eins og nafnið ber með sér,“ segir Guðríður og vísar í fjör-hluta nafnsins. „Borgarbúar fá Food and fun svo eitt af markmiðum er að íbúar landsbyggð- arinnar geti einnig fagnað góðri matargerðarlist og gert sér glað- an dag. Síðan er tilvalið fyrir borgarbúa að smella sér út á land,“ en Guðríður tekur fram að örfá sæti séu laus víða um land. Viðtökur hafa verið stór- góðar og Guðríður segir að stefnt sé að árlegum viðburði til heiðurs matargerðarlistinni á lands- byggðinni. rh@frettabladid.is Listilegt fóður og fjör Halldór Halldórsson matreiðslumeistari hjá Hótel Höfn galdrar fram nýstárleg lista- verk úr rúgbrauði. Papriku má fá græna, rauða og gula. Allar paprikur eru grænar fyrst en þroskast svo í gula eða rauða. Sú rauða inni- heldur mest af C-vítamíni eða 145 mg. Guðríður Haralds- dóttir, verkefnastjóri Fóðurs og fjörs, vill færa íbúum landsbyggðarinnar góða matargerðarlist og kynna Ísland að vetri til. MYND/SKESSUHORN Á sjálfan konudaginn er tilvalið að gæða sér á góðri köku. Fyrir norðan er ástralskur andi með norrænum brag meðan á hátíðinni stendur á Sel Hótel Mývatni. AÐALKEPPNI FOOD & FUN Á MORGUN, LAUGARDAG 23 FEBRÚAR Í LISTASAFNI REYKJAVÍKUR, HAFNARHÚSINU. KL. 12:30-16:00 WWW.ICELANDAIR.IS ICELANDAIR, REYKJAVÍKURBORG OG ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR KYNNA:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.