Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 68
40 23. febrúar 2008 LAUGARDAGUR D agar mínir eru ákaflega fjölbreyttir og jóga- kennslan eini fasti punkturinn sem og við- vera á leirvinnustofu minni,“ segir Áslaug Höskuldsdóttir, jógakenn- ari og leirlistakona í Reykjavík, um dæmigerða viku í sinni til- veru. Áslaug tekur daginn snemma, sem er hluti af heilnæmum lífs- stíl. „Ég hef verið svona árrisul með hléum í mörg, mörg ár, en nú er ég á mjög góðu skeiði. Ég læt líkam- ann um að vakna sjálfan, nema hvað ég stilli vekjaraklukku til vonar og vara þá morgna sem ég er með jógatíma. Þetta þýðir að ég geng ekki seinna til hvílu en klukk- an ellefu á kvöldin en læt þessa fótaferð þó ekki stoppa mig í því að gera eitthvað skemmtilegt þegar svo ber undir,“ segir Áslaug, sem kynnti sér jóga fyrst árið 1989 og kennir nú jóga í Kramhúsinu og Þrúðvangi í Mosfellsbæ. „Ég hreifst strax af jóganu á fyrsta námskeiðinu sem ég fór á og fannst ég vera komin heim. Jóga er fyrst og fremst andleg iðkun og leið til sjálfsþekkingar. Við förum þessa leið meðal annars í gegnum líkamann en það eru líka aðrar leiðir innan jógafræðanna. Tilgangurinn er alltaf sá sami; að tengjast guðsvitundinni og kær- leikanum í víðari skilningi. Jóga- ástundun getur orðið yfirborðs- kennd ef ofuráhersla er lögð á líkamlega færni, en sem kennari finn ég að Íslendingar eru fróð- leiksfúsir um líkama sinn og heilsu og í kjölfarið kemur oft áhugi á andlega þættinum. Fólk skilur að í áreiti samtímans er nauðsynlegt að kunna að slaka á og nálgast sjálfan sig á dýpri sviðum en við erum kannski vön. Jóga er frábær leið sem hentar öllum, burtséð frá aldri, líkamlegu ástandi eða kunn- áttu,“ segir Áslaug, sem útskrifað- ist úr leirlistadeild Mynd- og hand- íðaskóla Íslands árið 1975, og bætti við sig tveimur árum í leir- listarnámi árin 1983-85. „Síðan hef ég verið óslitið í leirnum. Það er mikil vinna, bæði líkamlega og tímalega en leirinn togar alltaf í mig. Kostir þess að vera sinn eigin herra eru margir, en ókostur hvað tekjulindin er óstöðug. Vinnutíminn er líka lengri en annars og einyrkjar vafalaust hörðustu vinnuveitend- ur sem um getur. Ég dett vitaskuld reglulega í leti líka, en þá hef ég alltaf þann möguleika að bæta það upp með kvöld- og næturvinnu,“ segir Áslaug, sem á þrjú uppkom- in börn og fjögur barnabörn sem hún hittir minnst tvisvar í viku. „Að vera návistum við barna- börnin finnst mér mannbætandi og hrein sálarlækning, og þá finnst mér aldur ekki skipta máli, en elsta barnabarnið er sjö ára. Mér finnst frábært að búa ein eftir að börnin hafa flogið úr hreiðrinu; mér leiðist aldrei og geri það sem mig langar til. Mitt uppáhald er að koma heim á daginn, enda búin að búa til mína stemningu á mínu heimili, og það er kannski eigin- girni líka. Ég bý á fjórðu hæð og finnst notalegt að horfa út um gluggann, les mikið og hvað sem er, horfi á sjónvarp, íhuga hvað ég ætla að gera í leirnum og skissa.“ Í djúpri guðsvit- und og kærleika Áslaug Höskuldsdóttir, jógakennari og leirlistakona, vaknar alla daga nokkuð löngu fyrir fyrsta hanagal. Dagana á hún að mestu sjálf og úthlut- ar tíma sínum eftir þeim verkefnum sem kalla hverju sinni. Áslaug hóf og endaði nýliðna vinnuviku með Þórdísi Lilju Gunnarsdóttur blaðamanni og Stefáni Karlssyni ljósmyndara sem saman stálu forvitnilegum augnablikum úr daglegu amstri Áslaugar. MANNBÆTANDI Áslaug er amma fjögurra barnabarna á aldrinum sjö til þriggja mánaða og þykir samfélag við þau mannbætandi. Hér nýtur hún þess að fá Söndru tengdadóttur sína og Lunu ömmustelpu í morgunkaffi á milli jógatíma og annars annríkis. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KRIPALUJÓGA Áslaug kennir kripalujóga nokkrum sinnum í viku. Hér sést hún við kennslu í blönduðum hádegistíma Kramhúss- ins. SKRIFAÐ Í LEIR Áslaug er mikils metin leirlistarkona og selur verk sín meðal annars í Listafléttunni á Akureyri, Gallerí Fold, Gallerí List og Kraumi, en vitaskuld er öllum velkomið að heimsækja Áslaugu á vinnustofuna að Seljavegi, þar sem margt listafólk skapar undir sama þaki. HARÐUR HÚSBÓNDI Leirinn er flókið hráefni og mikil vinna við hvert stykki sem skapað er, en Áslaug nýtur þess að vinna úr honum nytjalist og fleira. VIKAN MÁNUDAGUR Vakna klukkan 6.00. Geri öndunar- æfingar, hugleiði og fleira. Klukkan 9 bíður mín það skemmtilega verkefni að leiða jógatíma á „tyllidögum“ Hringsjár, náms- og endurmenntunar fyrir fullorðna. Ég er glöð að geta liðsinnt þar og fyllist bjartsýni að svo frábær skóli skuli vera starfrækt- ur. Síðan liggur leiðin á vinnustofu mína að Seljavegi 32; ég skelli mér í leirgallann og tekst á við þetta frábæra og stundum óútreiknanlega efni sem leirinn er. Kenni jógatíma í Kramhúsinu 17.15. Nýt þess að koma heim og er sammála þeim sem sagði að heima er best. Hugleiði og fer senmma að sofa. ÞRIÐJUDAGUR Vakna klukkan 5.30. Geri öndunar- æfingar, hugleiði og fleira. Dagarnir einkennast oft af mikilli hreyfingu; líkamlegri og milli staða á bíl. Kenni hádegistíma í Kramhúsinu og kvöld- tíma í Mosfellsbæ. Á milli jógatím- anna vinn ég á verkstæðinu, fer með verk í gallerí og viða að mér hráefni. Það er saumaklúbbur í kvöld, notaleg samvera og frábær matur. Minna um hannyrðir! Hugleiði og fer frekar seint að sofa. MIÐVIKUDAGUR Vakna klukkan 6.30. Hefðbundin hugleiðsla og önnur morgunverk. Fer á vinnustofuna klukkan 10. Það gengur hægt að komast í vinnustuð eftir jól og áramót en ég finn að sköpunargleðin er að koma aftur. Kenni jóga í Kramhúsinu 17.15 og er mætt á fund klukkan 19 vegna Íslandskomu og námskeiðahalds jógameistarans Ashutosh Muni í mars í Mosfellsbæ. Hjá honum dvaldi ég á Indlandi í janúar ásamt sextán öðrum Íslendingum. Hann er sá lengst komni meistari sem ég hef kynnst og ég hrífst í hjarta mínu af kærleika hans og djúpri visku. Hann kennir Sananta Dharma sem er leið allra trúarbragða og andlegrar ástundunar, en kennsla hans er aðgengileg fyrir alla. Góður fundur og góður dagur. FIMMTUDAGUR Vakna óvenju snemma, klukkan 4.30. Morgunstund gefur gull í mund. Eftir hugleiðslu nýti ég tímann til hug- myndavinnu og skissugerðar vegna samsýningar 29. febrúar á vegum Leirlistafélags Íslands í Kirsuberja- trénu. Ekki seinna vænna að byrja! En sem betur fer er þetta smástyttu- sýning unnin úr postulíni og vonandi reddast þetta. Kenni morguntíma 7.20. Fæ góða gesti í morgunkaffi; Söndru tengdadóttur mína og Lunu litlu ömmustelpu, tæplega þriggja mánaða. Kenni hádegisjóga í Kram- húsinu, fer síðan í vinnustofuna og kenni kvöldjóga í Mosfellsbænum. Rólegt kvöld heima, hugleiði og sofna klukkan 23. FÖSTUDAGUR Vakna klukkan 5.10. Í dag ligg- ur aðallega tvennt fyrir; vinna á verkstæðinu og síðdegis tek ég eina vakt í Manni lifandi, þar sem ég leysi stundum af. Eftir morgunverkin, dagbókarskrif, hugleiðslu og fleira, er ég mætt á vinnustofuna klukkan 11. Mörg verkefni bíða mín þar. Sýning fram undan og fleira. Það eru mörg handtök í glímunni við leirinn og langt vinnuferli í hverju verki, bæði stóru og smáu. Góð vika að baki og skemmtilegir tímar fram undan. SKÖPUNARVERKIÐ Fagrir list- munir úr smiðju Áslaugar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.