Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 70
42 23. febrúar 2008 LAUGARDAGUR GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA HELGARKROSSGÁTAN SINNEP Atli Ingólfsson Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón. Þá sendir þú SMS-ið JA LAUSN JON Dregið úr réttum svörum n.k. fimmtudag kl. 12. - 99 kr. sms-ið Leystu krossgátuna Í vinning eru tveir miðar í bíó í Regnbogann, Borgarbíó eða Smárabíó? Góð vika fyrir … … Geir Haarde Forsætisráðherra kemur sterkur út úr vikunni. Hann brilleraði í drottn- ingarviðtali hjá Agli Helgasyni, svaraði ekki með hefðbundnum þjósti eins og minni menn hefðu eflaust gripið til, heldur svaraði skýrt og greinilega og á manna- máli. Geir stimplaði sig svo enn betur inn sem hinn kumpánlegi maður fólksins þegar hann söng með Bubba og South River Band á stórtónleikum Bubba gegn rasisma í Austurbæ. Þótt deila megi um sönghæfileikana var þetta engu síður mjög gott hjá Geir. … Pólverja Pólverjar á Íslandi, jafnt sem aðrir innflytjendur, fengu verð- skuldað klapp á bakið á tónleik- unum sem Bubbi efndi til gegn kynþáttafordómum. Þær fréttir bárust svo í vikunni að efnahags- ástandið í Póllandi sé allt á upp- leið og að Pólverjar séu í auknum mæli að snúa heim til að taka þátt í pólska efnahagsundrinu. Á meðan er allt á leið til andskotans á Íslandi. Kannski Íslendingar verði komnir í verkamannastörf í Póllandi innan skamms, og hinn pólski Bubbi haldi styrktartón- leika fyrir okkur? … Birkir Jón Jónsson Það er allt á upp- leið hjá hinum unga þingmanni Framsóknar- flokksins þótt fylgið sé lítið. Hann græddi heil- ar átján þúsund krónur í skipu- lögðu pókerspili í miðbæ Reykja- víkur. Það er vel af sér vikið og það má jafnvel fara út að borða þríréttað á Grillinu fyrir þá upp- hæð. Formaður Samtaka áhuga- fólks um spilafíkn er þó ekki ánægður með Birki og hefur áhyggjur af siðferðiskennd þing- mannsins. Slæm vika fyrir … … loðnuvinnsluna Loðnuveiðum lauk skyndilega í vikunni og þjóðarbúið verður af um tíu milljörðum króna. Sjávar- byggðir á landsbyggðinni fá þar með enn einn skellinn og sumar sjá jafnvel fram á gjaldþrot. Loðnuveiðimönnum er brugðið og benda á að hvalurinn éti mun fleiri tonn af loðnu en þau sem veidd eru af mönnum. Kannski ættum við því að veiða slatta af hvölum til að geta veitt meiri loðnu? … Gísla Martein Baldursson Gísli Marteinn var ekki brosandi þegar hann birtist í sjón- varpinu á fimmtu- daginn og ef Gísli Marteinn er ekki brosandi þá er eitt- hvað mikið að. Brosleysið var Öss- uri blogghrekkju- svíni að kenna og hans háði, spotti og flími. Hann kallaði Gísla liðið lík, dautt hross sem er bara fræg- ur fyrir að láta starfsmenn borg- arinnar drepa máva og eitthvað þaðan af verra. Gísli var dapur og sleginn út af þessu og ekki bætti það vikuna hans að Hanna Birna rústaði hann í skoðana- könnun um hver eigi að verða næsti borgarstjóri. Nú er bara að vona að úrslit Eurovision í kvöld megni að draga Gísla upp úr lægðinni. … Össur Skarphéðinsson Kjaftaskurinn og næturbloggarinn Össur kemur ekk- ert sérlega vel frá sjálfdauða ung- stirnismálinu, enda var reitt hátt til höggs í hita leiks- ins. Alvarlegur Össur mætti í viðtöl með þá einu vörn að sumir aðrir hefðu nú verið miklu meiri hrekkjusvín en hann sjálfur. Frekar klaufalegt er málið fyrir Össur, ekki síst vegna þess að nýlega bloggaði hann um að dætur sínar væru sérlega við- kvæmar fyrir því ljóta sem sagt væri um pabba þeirra. Dætur Gísla Marteins voru því dregnar inn í umræðuna, en þær kunna víst líka að lesa. Stuðlar og sveifla „Skemmtilegur taktur í þessu,“ segja menn gjarnan um lög sem grípa þá á sérstakan hátt. Þá eiga þeir yfirleitt við að takturinn sé ekki augljós en þó grípandi. Til að ná þessu nægir stundum að hann sé ekki fjórskiptur heldur byggi til dæmis á fimm eða sjö slaga mynstri: Take Five er fimmskipt, Money með Pink Floyd er sjöskipt. Hinn alkunni fjórtaktur getur samt líka orðið mjög innihalds- ríkur. Það þarf bara einfalda uppgötvun til: Að taktur er ekki það sama og hljóðfall. Meðan ég stappa fætinum reglubundið get ég búið til margslungið hljóðfall með röddinni eða hljóð- færi og þetta hljóðfall ýmist staðfestir taktinn eða gengur gegn honum. Sá sem kann að leika þannig kring um taktslagið – kann að nota það án þess að vera háður því – hann er sagður músíkalskur, með „swing“. Þetta einkennir nær öll góð tónskáld. Frá og með Haydn verður þetta svo sérstakt kapps- mál meistaranna. Og eitt forðast tónskáldið eins og heitan eldinn: Að mikilvægustu nóturnar standi alltaf á þungu taktslagi. Ljóðskáldin þurfa líka að glíma við takt og hljóðfall. Sú vinna getur ekki orðið jafn nákvæm og í tónlistinni en þó má segja að lifandi bragur sé spurning um sveiflu. Því undrar mig hversu oft reglulegu taktslagi kvæðis er ruglað saman við góðan brag. 1) Fyrstu aldirnar notuðu íslensk skáld ekki taktfastan brag. Stuðlar og höfuðstafir mynda þungu slögin í vissu hátt- bundnu hljóðfalli en enginn sjálfstæður taktur tifar áfram eins og fæti sé stappað í gólf. 2) Svo breyttist íslenskan – æjá, íslenskan breytist. Þá fóru orðin að raða sér í snyrtilegar og reglulegar raðir og línurnar að ríma. Bragurinn varð taktfastur. 3) Þar með varð stuðlasetning í raun óþörf: Hví skyldi ég þurfa að nota ljóðstaf til að hnykkja á orði ef það er hvort sem er áhersla á því út af taktinum? Er það ekki hjakk? 4) En við héldum sem fastast í ljóðstafina, hlömmuðum okkur á taktslagið og þorðum lítið að leika okkur með hljóðfall. Þetta gefur íslenskum kveðskap auðvitað merkilegt sérkenni. Þessar ýktu bragreglur eiga sinn þátt í því hversu útbreidd kvæðalistin var. Þær hjálpuðu alþýðunni en heftu ekki. Hjálpuðu bæði að semja og muna. 5) En það verður að segjast eins og er: Það er ekki „skemmti- legur taktur“ í ferskeytlunni. 6) Ljóðstafir sliguðu hins vegar ekki bestu skáldin. Það er aðdáunarvert hvernig þau geta byggt upp lifandi og jafnvel mergjað hljóðfall þrátt fyrir stuðla eða kring um þá. Segjum Jónas.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.